Sælir. Ég keypti mér tölvu hjá Task.is, mjög öfluga og góða tölvu, en það er einn vandi við þessa tölvu og það er að hún frýs, eða restartar sér í leikjum. Ég hef farið með hana í viðgerð til þeirra og þeir fundu ekkert að henni, hún virkaði fínt hjá þeim, en svo þegar ég fékk hana aftur að þá gerðist þetta sama. Og gerir enn. Hún gerir þetta bara í leikjum en ekki í windowsinu og öðru slíku. Ég hef ekki hugmynd um hvað sé í gangi hérna og langar að vita hvort þetta sé eitthvað tengt rafmagni eða power supply. Tölvan er eins og hér segir:
Dragon Kassi með 360W PSU
Soyo dragon platinum ultra móðurborð
2*512 333 mzh kingston minni
AMD2700xp athlon örgjörvi með thermaltake volcano 7
WD 180 GB harður diskur
ATI Radeon 9800 PRO 128 mb
1 geisladrif og 1 skrifari
Þetta er allt of sumt, ég get spilað alla leiki, en bara í ákveðinn tíma og þá frýs tölvan eða þá að hún endurræsir sig. Virkilega pirrandi stundum. Getur þetta verið PSU-ið? Er það ekki nógu stórt? Eða er þetta eitthvað sem enginn getur svarað mér. Endilega komið með svör, ég er ráðþrota.
