Sem stendur er ég með AMD XP 1900+ Socket A örgjörva sem notast við einhverja Cooler Master viftu til kælingar. Móðurborðsviftan er AOpen Ball Bearing eitthvað (heh, ekki beint viftusérfræðingurinn

Það er tvennt að þessari tölvu. Hún er mjög hávær, og hún er ekki nógu köld. Ef ég loka kassanum og læt vifturnar um þetta er örgjörvinn í 55° í venjulegri vinnslu og fer upp í allt að 65-70° í leikjum. Til að halda hitanum niðri verð ég að vera með kassann opinn og stóra borðviftu upp við hann á fullum blæstri.
Spurning mín til ykkar er:
Hver er ódýrasta leiðin fyrir mig til að
A: Kæla tölvuna betur
B: Minnka í hávaðanum?
NB: Ég hef tekið eftir því að svo virðist sem PSU-ið sé að gera mestan hávaða... ég hef bæði prófað að slökkva á CPU viftunni og móðurborðsviftunni í smástund, og enn er slatta hávaði.
Með fyrirfram þökk fyrir góð svör,
Zedlic