Síða 1 af 1

Útvega sér vatnskælingadót

Sent: Mið 31. Jan 2007 19:56
af Kaemka
.

Hefur enhver reynslu af pöntunum frá búðum einsog Danger Den eða frozencpu.com?
Enhverjar álagningar hjá tollinum? sendingargjöld? aukakostnaður?
Ef allt sem ég ætla að kaupa kostar t.d. 200$ (14k krónur), er ég þá kominn uppí 20þúsund kallinn eða meira þegar þetta er komið heim að dyrum?
Sparar það eitthvað að nota shopusa.is?


(Svo nottla ef enhver á 3/8" eða 1/2" kerfi og nennir ekki að standa í þessu veseni lengur myndi ég glaður kaupa það á 70-80% upphaflegu verði ef það er gott og spara mér þannig allt þetta umstang.)


.

Sent: Mið 31. Jan 2007 20:40
af @Arinn@
Bara panta dælu og smíða radiatorinn og blockina sjálfur :lol: segi svona það er samt ekkert flókið getur googlað eitthvað sniðugt hellingur til og þetat er ekkert verra að gera þetat sjálfur aðal málið er bara ða nota kopar eða eitthvað sem leiðir hita mjög vel.

Re: Útvega sér vatnskælingadót

Sent: Mið 31. Jan 2007 20:45
af zedro
Kaemka skrifaði:Ef allt sem ég ætla að kaupa kostar t.d. 200$ (14k krónur), er ég þá kominn uppí 20þúsund kallinn eða meira þegar þetta er komið heim að dyrum?

Sparar það eitthvað að nota shopusa.is?


Held að það sé góð hugmynd að nota shop USA nema þú vitir eitthvað mikið um þessi gjöld. Hjá Shop USA veistu hvað þú ert að fara borga en tollurinn getur verið svo fjandi leiðinlegur. Gætir lent í að borga 100% álagningu einsog tollur reyndi að gera við mig þegar ég keypti mér Ipod :shock:

Sent: Mið 31. Jan 2007 21:56
af Yank
Það er hægt að panta waterchill beint frá DK

http://www.asetek.com/

Myndi mæla með að þú skoðaðir þetta ef þú ert að spá í vatni.

Sent: Mið 31. Jan 2007 23:16
af ManiO
Yank skrifaði:Það er hægt að panta waterchill beint frá DK

http://www.asetek.com/

Myndi mæla með að þú skoðaðir þetta ef þú ert að spá í vatni.


Hmm, er nokkuð viss að DD vörurnar séu betri í alla staði, þeas. betri en waterchill og vapochill micro.

Sent: Fim 01. Feb 2007 12:27
af Kaemka
Asetek dótið lítur mjög vel út... búinn að vera að lesa nokkur reviews á því. En það er aðeins dýrara (300€, meðan sambærilegt frá DD er um 200-250$) en ef það er eitthvað ódýrara að flytja inn frá danmörku þannig að það bætir upp verðmuninn þá er það líklega betri kostur.

Veit enhver um tolla og þannig við að flitja inn frá danmörku?
Svo á ég líka frænda í noregi... Væri þá eitthvað ódýrara ef hann myndi bara kaupa þetta af norskum reseller og senda með pósti til íslands? þá ætti ég ekki að þurfa að borga neina tolla?

Sent: Fim 01. Feb 2007 12:42
af Bassi6
Þú átt PM

Sent: Fim 01. Feb 2007 12:55
af gnarr
Kaemka skrifaði:Svo á ég líka frænda í noregi... Væri þá eitthvað ódýrara ef hann myndi bara kaupa þetta af norskum reseller og senda með pósti til íslands? þá ætti ég ekki að þurfa að borga neina tolla?


Nú? afhverjuð ættiru að sleppa við það?

Sent: Fim 01. Feb 2007 13:51
af ManiO
gnarr skrifaði:
Kaemka skrifaði:Svo á ég líka frænda í noregi... Væri þá eitthvað ódýrara ef hann myndi bara kaupa þetta af norskum reseller og senda með pósti til íslands? þá ætti ég ekki að þurfa að borga neina tolla?


Nú? afhverjuð ættiru að sleppa við það?


Skella þessu í gjafapappír, taka allar kvittanir og merkja þetta gjöf. Eða búa til gervi kvittanir með miklu minna verð. Margir möguleikar.

Sent: Fim 01. Feb 2007 14:28
af gnarr
Afhverju ekki bara að brjótast inní task eða start. það er minna pappírsvesen og talsvert ódýrara.

Sent: Fim 01. Feb 2007 14:45
af ManiO
gnarr skrifaði:Afhverju ekki bara að brjótast inní task eða start. það er minna pappírsvesen og talsvert ódýrara.


Er semsagt sambærilegt að losna undan skatt ofan á skatt og fáránlegum tollum og innbrot og stuldur?

Sent: Fim 01. Feb 2007 14:56
af gnarr
Hvar liggur línan sem að gerir mann að þjófi?

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:00
af ManiO
gnarr skrifaði:Hvar liggur línan sem að gerir mann að þjófi?


Annað er skattsvik/smygl en annað er þjófnaður.

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:02
af gnarr
Er það semsagt ekki þjófnaður að stela frá skattinum?

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:05
af SolidFeather
Ekki hugsa svona neikvætt. Segjum bara að maður sé að "komast undan" skatti :lol:

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:11
af Fletch
ég hef nokkrum sinnum pantað frá frozencpu og það hefur gengið vel... verið fljótir að senda...

ekki ódýrasta búðin en erfitt að finna búðir sem senda til Íslands..

það er líka til margar búðir í UK, líka pantað þaðan...

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:23
af ManiO
Gnarr, finnst þér samt rökrétt að skattleggja ofan á annan skatt? Eða þá að borga skatta og tolla á flutningskostnaði, þeas íslenskan skatt á flutningi sem var utan íslands?

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:34
af Kaemka
Fletch skrifaði:ég hef nokkrum sinnum pantað frá frozencpu og það hefur gengið vel... verið fljótir að senda...

ekki ódýrasta búðin en erfitt að finna búðir sem senda til Íslands..

það er líka til margar búðir í UK, líka pantað þaðan...



Og hvað hafa hlutirnir orðið mikið dýrari en verðin sem þeir lista þegar hann er kominn heim að dyrum?


Og Bassi6 þú átt PM líka

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:41
af zedro
Skatturinn tekur rúmlega helming af mínum launum sem ég er
búinn að vinna erfiðisvinnu til að fá.

Í þokkabót bætir hann amk. 50% álagningu á öllum vörum sem
koma til landsins og svo hækka allar verslanir upp úr öllu valdi.

Svo eru Ólafur Ólafsson (forstjóri Samskipa) niðrí bæ með margar
milljónir til að eyða í hvað sem honum dettur í hug haldandi veislur
uppá margar milljónir
og borga bara 10% skatt! Af hverju,
nú vegna þess að hann á bara hlut í fyrirtækinu og fær engin "opinber
laun"
einsog JónJónson niðrí bæ og þarf bara að borga 10% af
vöxtunum sem hann fær á bankabókina sína.

Og þú dirfist að segja
gnarr skrifaði:er það semsagt ekki þjófnaður að stela frá skattinum?


Vá skatturinn á eftir að fara á hausinn bara því kaemka sleppir við að
borga lítinn 5000kall (miðað við 10.000kr tölvuvöru) hversu miklu heldurðu
að skatturinn sé að tapa á honum Óla? Finnst þér það ekki vera stuldur
að hann þurfi ekki að borga sinn skatt eins og allir aðrir landsmenn?

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:46
af ManiO
Tala nú ekki um þá sem vinna svart og eru á bætum...

Sent: Fim 01. Feb 2007 15:53
af gnarr
Zedro skrifaði:Skatturinn tekur rúmlega helming af mínum launum sem ég er
búinn að vinna erfiðisvinnu til að fá.

Í þokkabót bætir hann amk. 50% álagningu á öllum vörum sem
koma til landsins og svo hækka allar verslanir upp úr öllu valdi.

Svo eru Ólafur Ólafsson (forstjóri Samskipa) niðrí bæ með margar
milljónir til að eyða í hvað sem honum dettur í hug haldandi veislur
uppá margar milljónir
og borga bara 10% skatt! Af hverju,
nú vegna þess að hann á bara hlut í fyrirtækinu og fær engin "opinber
laun"
einsog JónJónson niðrí bæ og þarf bara að borga 10% af
vöxtunum sem hann fær á bankabókina sína.

Og þú dirfist að segja
gnarr skrifaði:er það semsagt ekki þjófnaður að stela frá skattinum?


Vá skatturinn á eftir að fara á hausinn bara því kaemka sleppir við að
borga lítinn 5000kall (miðað við 10.000kr tölvuvöru) hversu miklu heldurðu
að skatturinn sé að tapa á honum Óla? Finnst þér það ekki vera stuldur
að hann þurfi ekki að borga sinn skatt eins og allir aðrir landsmenn?


Þú gerir þér ekki grein fyrir því að við lifum í samfélgai þar sem að hver og einn leggur sitt af mörkum. Hvert helduru að skatturinn sem þú borgar fari? Til að vera hluti af samfélginu verður þú að gegna sömu reglum og skildum og við hinir. Ég sagði aldrei að skattalög væru eitthvað sanngjörn eða neitt um það.
Hinsvegar ertu að brjóta lög með því að svíkjast undan skatti og með því ertu að grafa undan samfélaginu. Ekki kenna mér um það þótt þú sért bitur yfir því að þessi Ólafur sé með hærri laun en þú. Persónulega fynnst mér að fyrirtæki ættu að vera með svipað háa skatta og almenningur, en svo er bara ekki. Ef þú vilt bitchast yfir því að það sé mismunum milli ríkra og fátækra reyndu þá að fara á þing eða skrifa um það í blöðin eða gera eitthvað til að koma því á framfæri. Allavega gerir lítið gagn að væla um það hér.

Sent: Fim 01. Feb 2007 16:58
af ManiO
4x0n skrifaði:Gnarr, finnst þér samt rökrétt að skattleggja ofan á annan skatt? Eða þá að borga skatta og tolla á flutningskostnaði, þeas íslenskan skatt á flutningi sem var utan íslands?

Sent: Fim 01. Feb 2007 16:59
af gnarr
4x0n skrifaði:
4x0n skrifaði:Gnarr, finnst þér samt rökrétt að skattleggja ofan á annan skatt? Eða þá að borga skatta og tolla á flutningskostnaði, þeas íslenskan skatt á flutningi sem var utan íslands?


Snúast lögin um mínar skoðannir? Og já, mér þykir það rökrétt.

Sent: Fim 01. Feb 2007 17:11
af zedro
:D Ég er ekki að bitchast gnarrinn minn bara að koma skoðunum á framfæri. :wink:

EDIT: Hefði kannski átt að setja inn fleiri broskalla í ræðuna mína :shock:

Til þeirra sem ætla að "komast undan skatti" vill ég benda á.

Postur.is skrifaði:Tollurinn - Tollgjöld
Það þarf að tollafgreiða allar sendingar sem koma til landsins nema ef um gjafir eða persónulega muni er að ræða. Greiða þarf af þeim virðisaukaskatt, tolla og/eða önnur gjöld. Upphæð innflutningsgjalda ræðst af því hver vörutegundin er og af upprunalandi hennar. Gjöld eru greidd af verði vörunnar sjálfrar (fob-verði), flutningskostnaði, vátryggingariðgjaldi og öllum þeim kostnaði sem viðtakandi hefur greitt fyrir.

Gjafir að upphæð kr. 10.000 eru tollfrjálsar, ef virði gjafa er meira þarf að greiða gjöld af mismuninum.

Upplýsingar um gjöld af vörum er hægt að fá hjá Tollstjóranum í Reykjavík í síma 5600 300 og einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið upplysingar@tollur.is.