Síða 1 af 1
Nýji Sempron 3000+ (S754) örrinn minn
Sent: Mið 04. Maí 2005 17:02
af wICE_man
Þessi örgjörvi er með þeim nýjustu frá AMD, þeir eru byggðir á 90nm SOI aðferðinni og hafa komist upp í 2.7GHz í prófunum sem ég hef séð.
Móðurborðið sem ég valdi mér er EPOX 8KDA3J sem er með Nforce3 250GB kubbasettinu og á að henta vel til yfirklukks, fyrir minnið valdi ég nýju XBL línuna frá Patriot en það er nýr framleiðandi á markaðnum. Þessi minni hafa verið að ná um og yfir 300MHz vinnsluhraða svo ég taldi mig hafa góða undirstöðu.
Það eina sem ég sé dálítið eftir er sú staðreynd að ég valdi mér SATA harðan disk en SATA controllerinn virðist ekki vera nógu stöðugur á FSB tíðnum yfir 250MHz á þessu borði.
Í fyrstu tilraun startaði ég FSB upp í 250MHz, það gekk smurt, síðan prófaði ég að lækka HTT niður í 3X og CPU multiplierinn úr 9X niður í 6X og prófaði með 280MHz FSB, Tölvan ræsti sig ekki svo ég prófaði 270FSB, þá startaði tölvan en gaf villumeldingu þegar windowsið var að starta sér, það hafði komið villa í einhverjum fæl svo ég þurfti að lagfæra windowsið. Ég hélt áfram að prófa 260FSB, tölvan komst inn í windows en fljótlega eftir að hafa klárað SuperPi (tók 40s að 1M) fékk ég aftur bláskjá og tölvan fraus. Þetta fékk mig til að áætla að ekki væri allt með feldu hjá SATA controllernum.
Ég setti tölvuna upp á IDE disknum úr gömlu vélinni og disseiblaði SATA controlerinn, þá tókst mér að ná henni upp í 280FSB/2520CPU og keyra SuperPi ég þurfti að hækka spennuna á CPU svo mig grunar að ég sé nálægt mörkunum hjá honum en samt get ég ekki gert að því að hugsa að móðurborðið sé að aftra mér.
Svo loka niðurstöður í bili eru:
Sempron 3000+ @ 2.520MHz
FBS/DDR @ 280MHz CL 3-4-4-8
SuperPi 1M á 36s (nokkuð sáttur við það)
Ég ætla að reyna að finna út hvort ég geti ekki læst PCI klukkutíðninni og náð eitthvað hærra en ég býst við að ég geti ekki kvartað yfir 40% yfirklukkun en ég hafði gert mér hærri vonir.
Nennti ekki að taka screenshot þar sem mér fannst þetta ekkert voðalega merkiegt, þau koma síðar.
Sent: Mið 04. Maí 2005 17:06
af kristjanm
Hver er standard klukkuhraði á örgjörvanum?
Sent: Mið 04. Maí 2005 18:55
af Yank
Ekki slæmt
Þessi SATA vandræði eru algeng skv. því sem ég hef lesið. Ég komst t.d. ekki upp fyrir 230 fbs á mínu MSI neo 2 Nforce 3. En leysti það með PCI raid controler. Keyri 24/7 á 260fbs. Þó maður heyri sögur af því að menn séu að komast í 300 fbs eða jafnvel hærra þá eru það undantekningar. Held að mjög algengt sé að Nforce 3 sé max að fara í 260 - 280. Sem er nú bara fjandi gott.
Sent: Fim 05. Maí 2005 01:18
af gnarr
MSI nforce3 neo borðin eru bara með læst SATA port 3 og 4.
ertu búinn að prófa öll portin hjá þér wICE ?
annars kom ég FSB á shuttlinum mínum í 380 um daginn.. en það var laangt frá því að vera stable
er þessi sempron ekki basicly A64 3000+ mínus 64bit support og með hálfu cache?
ótrúlegt að þú sért að ná 36s á 2520

ég er að ná 35s á sama hraða.. reyndar með minnið í 180 2-3-2-5, en samt með það í dualchannel.
Sent: Fim 05. Maí 2005 14:25
af wICE_man
Update:
Ég er að nota SATA 1 portið en ég virðist hafa haft móðurborðið að rangri sök, það var minnið eftir allt saman sem hélt aftur af mér. VDimm kemst ekki hærra en 2.8 svo að minnið var takmarkað við 280MHz, þegar ég lét það ganga á 5:6 hlutfalli, þá gat ég puðrað borðinu upp í 315MHz FSB, og ég er reyndar að skrifa þetta skeyti einmitt á þeim stillingum.
Ég hef ekki komið örranum hærra en 2560MHz @1.75V svo það virðist bara vera hámarkshraðinn á þessum tiltekna gjörva. En hann virðist hafa það ágætt á þessari spennu, hann er allavega ekki yfir 38°í hvíld með stock kælingu.
SuperPi klárast á 37sek á þessum stillingum, sjá screenshot að neðan.
Ástæðan fyrir þessum frábæra árangri er sennilega endurbætingar á minnisstýringunni sem er held ég af sömu sort og í nýju Venice gjörvunum
Og hann er reyndar ekki með helminginn af L2 skyndiminni A64 3000+ heldur 1/4, þ.e. 128Kb
Ótrúlega nettur örgjörvi fyrir því.
Sent: Fim 05. Maí 2005 14:28
af wICE_man
Svona lýtur þetta þá út:
Sent: Fim 05. Maí 2005 14:36
af wICE_man
Ég verð að segja að þetta móðurborð er sennilega bestu kaup sem ég hef gert, það kostaði rétt um 7000Kr komið til landsins og er að skila feikilega góðum árangri.
315MHz X3 HTT er að mínu mati mjög gott fyrir S754 borð þar sem normal stillingar eru 200X4, ég gæti e.t.v. komist hærra en þetta á 2X stillingum, á eftir að prófa það.
Sent: Fim 05. Maí 2005 19:17
af wICE_man
Aðeins meira:
Sent: Fim 05. Maí 2005 19:37
af MuGGz
hvað er stock spennan á örgjörvanum ?
Annars nice job

Sent: Fim 05. Maí 2005 20:05
af hahallur
Held að hún sér 1.4 - 1.45
Sent: Fim 05. Maí 2005 22:20
af gnarr
úff.. kominn í 1.8v..

Sent: Fim 05. Maí 2005 22:36
af MuGGz
já wow
ég var varla að þora að fara uppí 1.525v eða 1,48 alvöru spennu

Sent: Fös 06. Maí 2005 00:06
af wICE_man
Stock spenna er 1.5V, ég held reyndar að ég sé að nota óþarflega há spennu, en það virðist ekki hafa mikil áhrif á hita, hann er að fara hæðst upp í 40° þegar hann keyrir SuperPi, það kalla ég bara nokkuð svalt.
Ég er með +0.25V en síðan er móðurborðið eitthvað að ýta þessu hærra upp.
Ég er annars bara nokkuð sáttur við þetta, sé dálítið eftir að hafa ekki lesið mér betur til og fengið mér 3100+ útgáfuna sem styður SSE3 og Cool'n'quiet, það virðist samt engin þörf vera á því

En svo er 3100+ týpan líka framleidd með "strained silicon" aðferðinni sem gerir hærri klukkuhraða mögulega. Ég var víst að rugla með að þessi væri framleiddur með nýjustu tækni

Sent: Fös 06. Maí 2005 12:56
af Yank
Ótrúlega kalt hjá þér ertu að kæla þetta á lofti?
Eru ekki flesti þessir Athlon 64 bit og sú kynslóð að max út þarna í kringum 2,6 Ghz á lofti eða vatni. Nema þá FX.
Annað hvað er þetta að skora í minnisbandvídd í sandra ?
En það sem skilur náttúrulega 939 frá 754 socket er Dual Channel sem gefur mun meiri minnisbandvídd og þ.a.l. einhverja fps í leikjum svo ekki sé talað um score í 3Dmark 2001.
Sent: Fös 06. Maí 2005 14:12
af wICE_man
Jamm, þetta er með viftunni sem fylgdi með gjörvanum. Kassin er mjög vel loftræstur, með 2X80mm og 1X120mm viftur. Fer hæst upp í 45-47° þegar ég keyri 3dmark, 90nm SOI tæknin er sannarlega að skila sér í lægri orkunotkunn.
Á DDR550 sem er svo til það hæðsta sem ég kemst með minnið þá reikna ég með c.a. 3600MB/s minnisbandvídd m.v. 2.5-3-3-7 stillingarnar og það sem ég hef lesið um þennan gjörva.
Það er rétt til getið að hann laggi í leikjum og slíku, hann er á að giska 15-20% hægari en S939 A64 3000+ í flestum leikjum. Á venjulegum stillingum er hann samt að skora svipað og P4 2.8GHz, XP3200+, eða yfirklukkaður Celeron D á 3.4GHz.
Ég var mér til gamans að keyra 3Dmark2001 og fékk 12.300 stig með 9600pro sem mér þykir alveg ágætt.
Sent: Fös 06. Maí 2005 15:16
af MuGGz
Yank skrifaði:Ótrúlega kalt hjá þér ertu að kæla þetta á lofti?
Eru ekki flesti þessir Athlon 64 bit og sú kynslóð að max út þarna í kringum 2,6 Ghz á lofti eða vatni. Nema þá FX.
Annað hvað er þetta að skora í minnisbandvídd í sandra ?
En það sem skilur náttúrulega 939 frá 754 socket er Dual Channel sem gefur mun meiri minnisbandvídd og þ.a.l. einhverja fps í leikjum svo ekki sé talað um score í 3Dmark 2001.
hann Fat hérna á spjallinu setti sinn amd64 3200 uppí 2,8ghz á reteil viftunni, og setti hann í 3ghz á vapochill
Sjálfur er ég að fara skipta um kælikrem á örgjörvanum mínum, setja as5 og ætla mér svo að oc meira, er ekki alveg nógu sáttur með kælikremið sem tölvuvirkni nota.
Sent: Fös 06. Maí 2005 17:20
af wICE_man
Jamm, Fat var brjálað heppinn með sinn örgjörva, nýju Venice örrarnir eru að ná þessu 2.8GHz að staðaldri en ekki mikið meira en það.
Sent: Fös 06. Maí 2005 17:52
af Yank
MuGGz skrifaði:Yank skrifaði:Ótrúlega kalt hjá þér ertu að kæla þetta á lofti?
Eru ekki flesti þessir Athlon 64 bit og sú kynslóð að max út þarna í kringum 2,6 Ghz á lofti eða vatni. Nema þá FX.
Annað hvað er þetta að skora í minnisbandvídd í sandra ?
En það sem skilur náttúrulega 939 frá 754 socket er Dual Channel sem gefur mun meiri minnisbandvídd og þ.a.l. einhverja fps í leikjum svo ekki sé talað um score í 3Dmark 2001.
hann Fat hérna á spjallinu setti sinn amd64 3200 uppí 2,8ghz á reteil viftunni, og setti hann í 3ghz á vapochill

Sjálfur er ég að fara skipta um kælikrem á örgjörvanum mínum, setja as5 og ætla mér svo að oc meira, er ekki alveg nógu sáttur með kælikremið sem tölvuvirkni nota.
Ég á svona brauðrist eins og þú með 3200+ hann fer leikandi í 2,6 Ghz (260x10x4) en málið er að einhverja hluta vegna þá fer vcore ekki upp fyrir 1,65 hjá mér þannig hann hættir að vera stöðugur þar, þó hann pósti og komist inn í windows á hærri hz.
Hef ekki enn nennt að færa hann yfir í vatnskældu græjuna sem ég er með líka en í henni er 3500+ 130nm sem maxar út í 2,62Ghz við 1,7 vcore. Þannig maby kem ég þessum 3200+ 90nm hærra.
Mér finnst líka 3200+ betra val heldur en 3000+ til yfirklukkunar hann er lítið dýrari og multipiler 10 gerir mann ekki eins háðan móðurborði upp á fbs að gera. Ef takmarkið er að Out performa CPU sem er það öflugast sem hægt er að kaupa út úr búð í dag, þá skiptir litlu hvort hann sé ca 2000 kr. dýrari. Það að velja saman hluti, og heppni ræður mestu um hversu vel yfirklukkun gengur.
Sent: Fös 06. Maí 2005 17:59
af MuGGz
já ég sé svolítið eftir að hafa ekki fengið mér 3200
*edit* vá var að skipta um kælikrem á örgjörvanum mínum, var að setja as5, tölvuvirkni settu alveg ágætislag af kælikremi haha

Sent: Mán 16. Maí 2005 20:59
af Birkir
Er þessi örri hjá þér 90nm?
Er það bara þessi týpa af Sempron eða eru allir Sempron örrarnir 90nm?

Sent: Fim 19. Maí 2005 01:14
af wICE_man
Flestir S754 Sempron eru 90nm, aðeins 3100+ er til í bæði 130nm og 90nm útgáfum. Allir SocketA gjörvarnir eru hins vegar 130nm.