Síða 1 af 1

RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 15:39
af Gummiv8
Þið sem eruð með rtx 3080, eru þið búnnir að ná góðu overclocki á þessi kort?
Er með Palit gaming pro non oc og var aðeins að fikta við þetta en fæ voða lítið sem ekkert fps boost á að overclocka

Væri gaman að sjá hvort einhver hefur náð fínu overclocki og vill deila því

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 17:04
af dabbihall
ég hef ekki verið að fikta í því mikið, en mitt keyrði stable +100 á core og +600 á mem. breytti fan curve örlítið á mínu, en gerði það aðeins meira aggressive en það sem palit er með stock. hef ekki prófað hærra en þetta. er ekki að græða neitt svaka mikið í leikjum á þessu, aðeins hærra í AC:valhalla, en ekki mikið, svo er bara að keyra það stock. Fór að vísu uppum 600 stig í port royal með þessu.

ég er að vísu með OC útgáfuna af þessu korti sem þú ert með.

gætir prófað að sækja thundermaster frá palit og tékka hvað það gefur þér í OC, eða prófa MSI afterburner

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 17:10
af Templar
OC skilar ekki miklu í leikjunum á 3080 og 3090, á Palit 3090 OC Edition og Palit 3090 GameRock OC, bæði klukkast vel upp, 1900+, Game rock er nær 2000 allan tímann á self boosti, ekkert mál að koma því 2100MHz.. Finn engan mun í t.d. í AC Valhalla eða mjög modduðum Witcher 3 sem er amk. 50% þyngri en upprunalegi leikurinn.

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 18:03
af Gummiv8
Prófaði core clock 140+ og memory 200+ Græddi 0.5 fps í total war Warhammer 2 á skaven benchmark...

1440p skjár

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 18:05
af Gummiv8
Kortið er að boosta uppí 1965mhz, kannski alveg nó

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 18:44
af gylli251
https://www.3dmark.com/spy/15446651

2265mhz á lofti

Asus TUF

Í venjulegum leikjum er þetta voða tilgangslaust. Auka hávaði osfv er ekki worth it fyrir nokkra ramma

Er að giska á að þessi offbrand kort eru að overclocka verr svo er þetta bara silicon lottery.

Þetta er non OC útgáfan af TUF. OC eða ekki OC er bara kjaftæði. þetta snýst bara um powerlimitið. er 99% um að ég gæti farið í 2300mhz ef ekki lengra ef ég hefði meira power.

Það er að boosta í kringum 2000mhz beint úr kassanum.

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 19:40
af Templar
Hvað er offbrand kort?

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 21:45
af Cozmic
Nei er hinsvegar að undirvolta mitt :shock:

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 22:51
af Gummiv8
Hvernig er það að koma út?

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Sun 29. Nóv 2020 23:47
af Templar
Palit 3090 Gaming Pro 2190Mhz á lofti, sustained er 1855MHz.
https://www.3dmark.com/spy/14135342

Gamr Rock OC 3090 kortið mitt er aldrei að klukka sig yfir 2100MHz á nýrri drivers, hins vegar er sustained MHz 2000MHz +-10-20MHz.
Eitthvað breyst með reklunum, fyrri reklar var ég oft að sjá 2100MHz+ skot á Palit Gaming Pro 3090, þetta gerðist í endann á workload-i og var ástæðan að kortin voru að fá CTD. Það eina sem þú getur miðað við er sustained clocks.

Ekki séns að finna mun á þessu OC í dag, hins vegar er talið að 3080 og 3090 eigi mikið inni gegnum rekla, allt að 40% í sumum workloads svo að svona OC mun mögulega gera eitthvað í framtíðinni fyrir leikina en akkurat núna ekkert, ég OCa ekkert og ég finn engan mun á Palit Gaming Pro OC 3090 sem selt með 1725MHz lágmarks sustained boost vs. Palit Game Rock OC 3090 sem er selt með 1840MHz sustained boost.
Reklarnir eiga þó eftir að gera mest þegar upp er staðið og softið, þetta hunt eftir auka 50MHz yfir reference clocks skiptir engu máli í praktík.

Varðandi svo Asus kortin, bæði TUF og ROG þá voru fyrstu kortin með POSCAPS eingöngu, þegar svo menn héldu að þeir væru að valda þessu CTD þá skiptu ASUS yfir í MLCC caps. Mér sýnist það eina sem setur kortin að er spennuvirkið og kælingin, að því sögðu er reference og basic design mjög gott og eftir að hafa "uppfært" Palit 3090 Gaming Pro OC í Palit Game Rock OC þá get ég staðfest að með mun betra spennuvirki og kaldasta VRM af öllum 3090 kortunum þá er ég aðeins að mæla mun, ekki fræðilegur að þetta skili sér í nema nokkrum fps.
Menn eru í topp málum sama hvaða kort menn eru að kaupa enda fer ekki kort á markaðinn með kubb frá Nvidia nema að þeir hafi samþykkt hönnunina, framleiðendur verð meira segja að senda hönnun á umbúðum til Nvidia, þeir gera ekkert nema að Nvidia leyfi það.

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Mán 30. Nóv 2020 00:00
af Cozmic
Gummiv8 skrifaði:Hvernig er það að koma út?


Ég er mjög sáttur, kortið er í mun lægri gráðum og ég get haft vifturnar á töluverði hægari hraða með svosem engu hljóði og tek ekki eftir neinu svaka fps tapi, kanski 2-3fps en það skiptir mig engu máli þar sem kortið keyrir alla leiki eins og smjör, enda er ég að spila 1080p eins og er spurning þegar ég fer í 1440p bráðlega :-k :-k

Er með turn sem einangrar ekki vel og ég fékk smá sjokk að heyra í viftum enda vanur gömlu 1 viftu 1080 korti lol


Miðaði við þetta þegar ég byrjaði og endaði með fínt stable curve https://www.youtube.com/watch?v=sClh4270yg0&t=323s

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Mán 30. Nóv 2020 10:30
af Uncredible
Cozmic skrifaði:
Gummiv8 skrifaði:Hvernig er það að koma út?


Ég er mjög sáttur, kortið er í mun lægri gráðum og ég get haft vifturnar á töluverði hægari hraða með svosem engu hljóði og tek ekki eftir neinu svaka fps tapi, kanski 2-3fps en það skiptir mig engu máli þar sem kortið keyrir alla leiki eins og smjör, enda er ég að spila 1080p eins og er spurning þegar ég fer í 1440p bráðlega :-k :-k

Er með turn sem einangrar ekki vel og ég fékk smá sjokk að heyra í viftum enda vanur gömlu 1 viftu 1080 korti lol


Miðaði við þetta þegar ég byrjaði og endaði með fínt stable curve https://www.youtube.com/watch?v=sClh4270yg0&t=323s



Ert náttúrlega að græða mest á nýjustu seríunni með því að spila í 1440p eða 2160p.

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Þri 01. Des 2020 20:22
af Cozmic
Uncredible skrifaði:
Cozmic skrifaði:
Gummiv8 skrifaði:Hvernig er það að koma út?


Ég er mjög sáttur, kortið er í mun lægri gráðum og ég get haft vifturnar á töluverði hægari hraða með svosem engu hljóði og tek ekki eftir neinu svaka fps tapi, kanski 2-3fps en það skiptir mig engu máli þar sem kortið keyrir alla leiki eins og smjör, enda er ég að spila 1080p eins og er spurning þegar ég fer í 1440p bráðlega :-k :-k

Er með turn sem einangrar ekki vel og ég fékk smá sjokk að heyra í viftum enda vanur gömlu 1 viftu 1080 korti lol


Miðaði við þetta þegar ég byrjaði og endaði með fínt stable curve https://www.youtube.com/watch?v=sClh4270yg0&t=323s



Ert náttúrlega að græða mest á nýjustu seríunni með því að spila í 1440p eða 2160p.


Algjörlega, þorði aldrei að fara í hærra res vissi að 1080 kortið mundi struggla en með 3080 get ég loksins hugað að nýjum skjá

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Mið 02. Des 2020 00:48
af Robotcop10
undervolting er æðislegt, fór úr avg 72c þegar ég var að spila þunga leiki og er núna með high 50c og low 60c í þungum leikjum. Er kannski að fórna 2-5 fps en það er betra fyrir svona gott temps. Kortið er Palit 3080 gaming pro

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Mið 02. Des 2020 08:12
af Templar
Í hvaða upplausn eru að spila í Robo?

Re: RTX 3080 Overclocking

Sent: Mið 02. Des 2020 10:52
af Robotcop10
Templar skrifaði:Í hvaða upplausn eru að spila í Robo?

ég er í 1440p, tók temp úr MW2019. Room temp var annars 22c