Síða 1 af 1

Aftermarket kæling á RTX GPU

Sent: Mán 08. Mar 2021 18:22
af norex94
Daginn

Ég er með PNY RTX2070 Super kort þar sem ein viftan er byrjuð að "marra" eða komið leguhljóð í hana.

Pæling mín er annaðhvort að reyna fá eins viftu eða fá bara nýtt kæli búnt þar sem þetta sem er núna er ekkert spes og kortið rúllar á 80°C.

Ég sá að artic er með þessa:https://www.arctic.de/en/ax4

Þekkir einhver svona kælingar og passar þetta á flest allt? Eða mælið þið með einhverju öðru.

Mynd


Kv.

Re: Aftermarket kæling á RTX GPU

Sent: Mán 08. Mar 2021 18:25
af Haflidi85
Átti gömlu týpuna af þessum kælingum, passaði á allavega bæði rx 290 kort og gtx 1080 kort sem ég átti, mjög góðar kælingar, en forljótar, ef það er eitthvað sem skiptir þig máli.

Líklega mun ódýrara fyrir þig að fara á aliexpress og finna viftusett, kostar örugglega nokkra hundrað kalla og heim komið svona 2k.

Re: Aftermarket kæling á RTX GPU

Sent: Mán 08. Mar 2021 19:31
af Dóri S.
Margir sem eru að henda 3x 92mm eða 2x 120mm kassaviftum á þessi kort og skipta um kælikrem með góðum árangri.

Re: Aftermarket kæling á RTX GPU

Sent: Mán 08. Mar 2021 20:01
af jonsig
Fer eftir því hvort það sé í ábyrgð eða ekki. Skipta um viftu er ekki warranty void.
Ef þú ert að pæla í að yfirklukka eða eitthvað þannig þá er vatnsblokk eina vitið og kostar örugglega svipað, ef þú ert með eitthvað ghetto í þessu og kaupir vatnsblokk á ekwb eða alpha cool