worghal skrifaði:er ég sá eini sem getur ekki verið meira sama um hvað verðið er?
markaðurinn er einfaldur, framboð og eftirspurn, ef hann vill selja það á 200þ gott mál, í versta falli selst það ekki og hann á fínt kort.
ef einhver vill borga 200þ fyrir kortið, gott mál, hann vildi kort strax og var tilbúinn að borga fyrir það.
það er bókstaflega enginn að tapa hérna og ég held að þið sem eruð búnir að vera að drulla yfir hann með hinum og þessum dæmum ættuð bara að taka smá skref til baka.
Munurinn á scalper og venjulegum seljanda með heimskulegt verð er framboðið á vörunni.
Þessi durtur keypti kortið í Kísildal, þar sem er mikil eftirspurn og biðlisti, snéris sér við og er að selja það á uppsprengdu verði.
Ef hann hefði bara haldið sig heima hjá sér og ákveðið ekki að vera skíthæll þann daginn hefði einhver fengið þetta skjákort á verði Kísildals (sem er allt of hátt, en það er önnur umræða).
Þessi bastarður er ekki að bæta við neinu value. Hann er bara að troða sér inn í keðjuna til að græða.
Ekkert svar við síðasta tilboði. Hmm ókei. Ég býð 101.000 lokaboð.