Síða 1 af 1
Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Þri 29. Sep 2009 23:35
af kusi
Sælir/sælar,
Ég er með Dell XPS M1330 með eftirfarandi specs.:
- Core 2 Duo T8100 @ 2.1 GHz
- 4 gb ram
- 160 gb. sata disk
- 13" skjá 1280x800, HDMI tengi & VGA tengi
- NVidia GeForce 8400M GS
- flýtiminninu sem hraðar upp harða disknum í vista/win7, 2 eða 4 gb eða e-ð
- innbyggðum webcam, bluetooth, gig lan, firewire, 7.1 hljóðkorti, fjarstýringu, fingrafaralesara
- DVD brennara, ofl., ofl.
Með fylgir Vista Home edition en er uppsett með löglegu XP.
Myndir:
http://www.dell.com/content/topics/topic.aspx/global/products/xpsnb/topics/en/us/xpsnb_m1330_sv?c=us&l=enÞetta er fínasta tölva en ég sakna þess svoldið að vera a) með stærri skjá b) með "sníp" (a.k.a trackpoint) og c) thinkpad þá var ég að velta því fyrir mér hvort einhver þarna úti ætti thinkpad og hefði áhuga á skiptum. Ég er ekki endilega að leita að tölvu með nákvæmlega sömu spekka og er opinn fyrir milligjöfum á hvorn veginn sem er. Ég er ekkert að spila leiki þannig að hún má alveg vera hægari.
Áhugasamir sendið póst í PM.
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Þri 29. Sep 2009 23:50
af JohnnyX
hvað er þessi tölva gömul ?
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Mið 30. Sep 2009 00:01
af kusi
Úff, mig minnir að hún hafi verið keypt síðasta haust en hún gæti verið eitthvað örlítið eldri en það. Ég mundi segja ca. 1 - 1.5 árs en ég þyrfti að grafa það upp til að geta sagt nákvæmlega til um það.
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Mið 30. Sep 2009 11:17
af peturthorra
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Mið 30. Sep 2009 11:26
af kusi
Nei, því miður. Markmiðið er fyrst og fremst stærri skjár en einnig að tölvan sé thinkpad. Ég er vanur að vinna á þær, lyklaborð ofl., og vill gjarnan geta það aftur.
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Fim 01. Okt 2009 10:51
af JohnnyX
gætiru komið með verðhugmynd í pm eða bara hér?
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Fim 01. Okt 2009 10:57
af BjarniTS
Langar þig í T42 ?
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Fim 01. Okt 2009 15:40
af kusi
Thinkpad T42 er kannski aðeins of hæg... Hvernig er hún annars búin og síðan hvenær er hún?
Hvað varðar verðhugmynd þá hef ég enga í krónum talið. Sambærileg eða örlítið hægari Thinkpad er það eina sem ég hafði hugsað mér og ég hef engan sérstakan áhuga á peningum. Ég er ekki að leitast eftir því að losna við þessa, bara athuga hvort að það sé einhver sem hafi áhuga á skiptum.
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Fim 01. Okt 2009 16:55
af BjarniTS
kusi skrifaði:Thinkpad T42 er kannski aðeins of hæg... Hvernig er hún annars búin og síðan hvenær er hún?
Hvað varðar verðhugmynd þá hef ég enga í krónum talið. Sambærileg eða örlítið hægari Thinkpad er það eina sem ég hafði hugsað mér og ég hef engan sérstakan áhuga á peningum. Ég er ekki að leitast eftir því að losna við þessa, bara athuga hvort að það sé einhver sem hafi áhuga á skiptum.
Hún er með 1.5 gb ram og einhern 1.7 ghz örgjörva.
En er samt líklega ekkert að láta hana , þetta eru bara orðnar svo sjaldséðar vélar í dag á heilbrigðu verði.
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Fös 02. Okt 2009 12:12
af kusi
Já, þeir hjá Nýherja klína svoldið vel á þessar tölvur. Svolitlu eftir hrun krónunnar var ég að hugsa um að fljúga til New York, gista á hóteli, kaupa mér Thinkpad og fljúga aftur til baka - það hefði verið töluvert ódýrara en að versla hjá Nýherja, að ekki sé minnst á það að vélin ytra var betur búin. Það var klaufaskapur að láta ekki verða af þessu en mér áskotnaðist þessi Dell vél svo ég setti Thinkpad plönin á bið.
Þetta var semsagt eftir að gengið hafði versnað og á meðan Nýherji átti enn lager af vélum á "gamla genginu". Verðið var rúmlega tvöfalt hærra hjá Nýherja.
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Fös 02. Okt 2009 13:07
af dadik
Ég myndi passa mig á þessu, þetta er eitt af því fáa sem tollurinn í KEF tékkar á - fartölvur og myndavélar.
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Fös 02. Okt 2009 13:12
af Cascade
dadik skrifaði:Ég myndi passa mig á þessu, þetta er eitt af því fáa sem tollurinn í KEF tékkar á - fartölvur og myndavélar.
Það er nú "bara" 24.5% vsk á þessu
Svo það kæmi mér ekki á óvart þó hann hafi talið það með, svo svívirðilega dýrt eru þessar tölvur oft hérna
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Fös 02. Okt 2009 14:48
af BjarniTS
Já það má sko segja það , þær eru sóðalega dýrar.
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Lau 03. Okt 2009 11:49
af JohnnyX
Í hvernig ástandi er tölvan?
Re: Dell XPS M1330 - Skipti á Thinkpad?
Sent: Lau 03. Okt 2009 15:33
af Hargo
kusi skrifaði:Já, þeir hjá Nýherja klína svoldið vel á þessar tölvur. Svolitlu eftir hrun krónunnar var ég að hugsa um að fljúga til New York, gista á hóteli, kaupa mér Thinkpad og fljúga aftur til baka - það hefði verið töluvert ódýrara en að versla hjá Nýherja, að ekki sé minnst á það að vélin ytra var betur búin. Það var klaufaskapur að láta ekki verða af þessu en mér áskotnaðist þessi Dell vél svo ég setti Thinkpad plönin á bið.
Þetta var semsagt eftir að gengið hafði versnað og á meðan Nýherji átti enn lager af vélum á "gamla genginu". Verðið var rúmlega tvöfalt hærra hjá Nýherja.
Gætir líka bara notað ShopUSA. Ég er einmitt að bíða eftir minni sem ég customizaði á heimasíðu Lenovo. Blöskraði verðið hjá Nýherja...