Hvað er virði tölvunnar minnar?

ATH: Einungis er leyfð sala á tölvum og tölvutengdum búnaði.
VARÚÐ: Verðlöggur eru leyfðar með þeim takmörkunum að ýtrustu kurteysi er krafist af þeim.

Höfundur
elmsi
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Þri 03. Okt 2023 14:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað er virði tölvunnar minnar?

Pósturaf elmsi » Þri 03. Okt 2023 14:40

Góðan daginn.
Ég er að losa mig við borðtölvu sem að ég keypti árið 2014. Allir partarnir eru orðnir 9 ára gamlir nema einn Samsung Solid State Drive sem að mig minnir að ég hafi keypt 2018 og er 500gb. Ég læt fylgja nokkrar myndir sem að ættu að hjálpa en ég vildi bara vita hvað væri sanngjarnt verð til þess að setja á hana ef að ég set hana upp á einhverja sölusíðu á Facebook.

Með virðingu og vinsemd,
Elmar A. Hannah
Viðhengi
383088505_694833908828149_4825025779849712030_n.jpg
383088505_694833908828149_4825025779849712030_n.jpg (67.19 KiB) Skoðað 1265 sinnum
384525767_281352674762473_3045946112380973637_n.jpg
384525767_281352674762473_3045946112380973637_n.jpg (113.84 KiB) Skoðað 1265 sinnum
384523209_841435661026219_2776352488876291472_n.jpg
384523209_841435661026219_2776352488876291472_n.jpg (155.32 KiB) Skoðað 1265 sinnum
384523239_261709960166119_6253851908285534908_n.jpg
384523239_261709960166119_6253851908285534908_n.jpg (230.39 KiB) Skoðað 1265 sinnum
386473048_815986453559124_2122751487833778308_n.jpg
386473048_815986453559124_2122751487833778308_n.jpg (130.5 KiB) Skoðað 1265 sinnum
384523150_376180488660228_4238054229160752589_n.jpg
384523150_376180488660228_4238054229160752589_n.jpg (93.33 KiB) Skoðað 1265 sinnum
384527574_1001506794300805_3925038090401657840_n.jpg
384527574_1001506794300805_3925038090401657840_n.jpg (140.96 KiB) Skoðað 1265 sinnum
384520248_7424694650890368_4092085775903784634_n.jpg
384520248_7424694650890368_4092085775903784634_n.jpg (102.02 KiB) Skoðað 1265 sinnum



Skjámynd

litli_b
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Mið 10. Maí 2023 12:22
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Pósturaf litli_b » Sun 08. Okt 2023 11:59

Örgjörvinn, sem hefur 8 kjarna er fínn held ég, en er líklega ekki studdur af flestum leikjum. Skjákortið er 3% veikara en gtx 1050 kort. (Techpowerup segir það allavega) Það er eiginlega bara eldra en sterkara gt 1030 kort. Það fær ekki lengur drivers og hefur ekki offical directx 12 stuðning. Alveg frekar góður aflgjafi sem getur líklega ennþá verið notaður nú til dags. Bara eitt 8gb vinnsluminni? Það getur virkað fyrir fortnite og eitthvað en líklega ekki þyngri leiki. En þar sem það er 4 slots fyrir RAM þá ætti það nú að vera í lagi.

Ég persónulega myndi selja þetta á 30-50þ en það er bara frá hvernig tölvan er einmitt núna. Hún hefur potential ef maður ætlar sér að uppfæra hana eftir að kaupa hana. Ef þú ætlar þér að selja þetta á facebook, skoðaðu hversu mikið tölvur þar fara á, og reyndu að finna verð sem er aðlagandi. Annars getur allt eins selt þetta hér til einhverja áhugamanna




Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Pósturaf Frussi » Sun 08. Okt 2023 12:16

Ég held nú því miður að þetta sé ekki 30k virði


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


gunni91
Vaktari
Póstar: 2604
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 193
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Pósturaf gunni91 » Sun 08. Okt 2023 13:59

Myndi skjóta á 20-30k max.

Flott vél í youtube, netið og mjög létta vinnslu, varla meira en það.

Ég á til auka 8 gb ddr 3 gefins fyrir þann sem nælir sér í þessa vél til að hjálpa við sölu.
Síðast breytt af gunni91 á Sun 08. Okt 2023 14:00, breytt samtals 1 sinni.




KristinnK
Gúrú
Póstar: 552
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Pósturaf KristinnK » Sun 08. Okt 2023 15:11

Það er ekki séns að þessi tölva sé einu sinni 20 þúsund króna virði. Það var einn gæji sem auglýsti svona skjákort fyrir 3 þúsund stykkið á Bland fyrir nokkrum mánuðum, náði ekki að selja eitt einasta af þeim og endaði á því að gefa þau. Örgjörvinn er ekki ,,átta kjarna", það var aldrei nema innantóm markaðsbrella af hálfu AMD, hann er fjögurra kjarna að öllu leyti sem nokkru máli skiptir. Þar að auki eru kjarnarnir svo lélegir að hann er töluvert verri en eldgamlir Sandy Bridge örgjörvar (sem líka hafa oft verið auglýstir gefins á síðustu árum). 128GB SSD og 1TB HDD eru svo nánast verðlausir orðið líka.

Tölvan er kannski 10 þúsund króna virði. 15 þúsund í allra, allra mesta lagi.


Intel Core i7-4770 | 2x8GB DDR3 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Hvað er virði tölvunnar minnar?

Pósturaf gRIMwORLD » Þri 10. Okt 2023 13:28

Ef allt þetta er original hardware þá er ég hræddur um að 20K yrði vel sloppið fyrir þetta, bara eitt að kaupa 9 ára gamalt PSU er risky.
Ódýrasti AMD á Vaktinni R5 5500 er 360% hraðvikari á 50% færri wöttum.

Það er klárlega sniðugt fyrir einhverja að kaupa þetta til að æfa sig í hardware grúski. Einhverjir pabbar eða mömmur sem vilja kynna krökkum fyrir undrum tölvuparta og bios stillinga. :)


IBM PS/2 8086