Þegar kemur að FPS leikjum á netinu eru stig (aukastig, frátalið grundvallaratriðum) verkfæri djöfulsins. Alveg 100% rétt það sem Vilez segir en besta gameplayið er þegar fólk hjálpar þér til að hjálpa þér en ekki til að hjálpa sjálfum sér (Dr. Phil anyone?).
En sem infantry spilari fannst mér frumskógar Víetnam mest spennandi.
Sömuleiðis er ég nokkuð hrifinn af 2142 conceptinu.
En það er einungis ein ástæða fyrir að ég nenni enganvegin að spila þessa leiki lengur. Það er ekkert gaman að spila með útlendingum. Þetta eru bara random þursar sem þú veist ekkert um og þeir vita ekkert um þig. Að byggja sér upp orðspor í íslensku leikjasamfélagi er eitthvað sem ég hef alltaf lagt mikla áherslu á og þá er ég ekki að tala um einhverskonar "Reputation Points" sem er mælt af einhverjum teljurum í BFHC.
Ef ísland fílar ekki leikinn fíla ég hann ekki. (Þó er F.E.A.R. Combat geeeeeðveikur.)