Myndu ekkert vera að drífa í því að stofna rekstur í kringum þetta, óháð því hversu góð hugmyndin og leikurinn verða, þá er ólíklegt að tekjurnar springi það hratt út að það sé skattalegt hagræði af því.
Það "kostar" 500þús að stofna ehf, þ.e. þau þurfa að leggja það hlutafé til við stofnun, en mega svo greiða sér til baka skráningargjaldið og mögulega láta ehf kaupa af / handa sér einhvern búnað, eða greiða sér laun en þá borga skatta af því.
Eina ástæðan væri ef það er hætta á ósætti með eignarskiptingu á væntri vöru milli þeirra, en líklega má græja það með samningum til að byrja með í stað félags.
Ég myndi fókusa á viðskiptaáætlunina, tekjumódeli og að skapa vöruna núna, og spá í þessu þegar nær dregur tekjunum
