Hvað langar mig til að spila? [CCCG]

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Hvað langar mig til að spila? [CCCG]

Pósturaf Daz » Sun 23. Jún 2013 11:13

Hjálp kæra spjallborð!
Mig langar mikið að spila einhverskonar CCCG (computer collectible card game), spilaði Magic og annað slíkt í gamla daga og safnarinn er sterkur í mér. En þar sem ég er mjög tapsár er ég ekkert of hrifinn af miklu player vs. player, þó sá möguleiki sé víst orðinn fastur liður í öllum leikjum. Það sem ég hef reynt að spila til að uppfylla þessa þörf er:
Battleforge Sambland af CCCG og RTS. Mér finnst hann raunar mjög skemmtilegur, en hann er pínu of mikið "Real time" fyrir mig og minn hæga haus. Samt mikið single player content og mikið af skemmtilegri mekaník. En það hefur lítið content komið í hann síðustu 2 árin svo hann er líklega að deyja.
Magic: The Gathering – Duels of the Planeswalkers 2012 Klassískt Magic, en ekkert collection og ekkert deckbuild, sem er augljóslega stór partur af fjörinu.
Duel of Champions Var að prófa þennan eftir meðmæli frá Penny Arcade. Nokkuð stöðluð card game mekaník, en virðist vera eiginlega eingöngu fókusaður á PvP. Kannski þoli ég það betur hér þar sem ég fæ frið til að hugsa.

Ég sé að það eru að koma einhverjir áhugaverðir leikir á markað í þessum dúr:
Hex sem var að klára kickstarter og býður enþá uppá að maður borgi 50$ til að fá einhverskonar preorder bónus.
Hearthstone frá Blizzard OMGLAZERGUNZPEWPEWPEW. Eða þannig.

Þessir eru samt ekki komnir út, en ég er svo aðframkominn af CCG fíkn að ég er alvarlega að íhuga að borga 50$ í Hex, þó rewardið fyrir það sé ca 3x verra en kickstarter rewardið var. Ég er þá greinilega tilbúinn að borga fyrir góðan leik.

TL;DR Getur einhver mælt með CCCG leik fyrir mig? Með áherslu á PvE framyfir PvP ef mögulegt er.



Skjámynd

Akumo
spjallið.is
Póstar: 453
Skráði sig: Fim 07. Okt 2010 19:12
Reputation: 0
Staðsetning: /viewtopic.php?f=9&t=26366
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar mig til að spila? [CCCG]

Pósturaf Akumo » Sun 23. Jún 2013 14:14

Scrolls var að koma í betu um daginn og hægt að kaupa hann núna en hinsvegar er focusið á PvP svo gagnast þér eflaust ekkert, hendi honum samt bara hérna inn.



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar mig til að spila? [CCCG]

Pósturaf Daz » Sun 23. Jún 2013 17:28

Akumo skrifaði:Scrolls var að koma í betu um daginn og hægt að kaupa hann núna en hinsvegar er focusið á PvP svo gagnast þér eflaust ekkert, hendi honum samt bara hérna inn.


Það er skoðunarvert. Vont samt að betan er búin svo maður getur ekki prófað.

Var að prófa Shadow era, virðist vera áhugavert mekaník, en sé ekki alveg hversu mikið eða gott PvE er í því. Viðmótið er líka drasl.

Skráði mig líka í betu fyrir Card Hunter .

Kannski ég ætti bara að klippa út milliliðinn og fara að spila low-stakes poker á netinu. Eða reykja krakk.



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hvað langar mig til að spila? [CCCG]

Pósturaf Daz » Fös 28. Jún 2013 19:09

Kominn með beta í Card Hunter, lítur mjög pro út og svolítið sniðugt setup, en ekki kominn nógu langt til að átta mig á hvort þetta er "góður" leikur. Einnig er hann kannski ekki alveg nógu mikill card game.

Duel of champions er að draga svolítið í mig, þrátt fyrir að vera eingöngu PvP. Þarf að gefa honum meiri séns um helgina.

Einhverjir sem vilja tjá sig og benda mér á eitthvað sniðugt? Ég get bent á þó nokkuð marga promo-keys fyrir DoC sem gefur slatta af starting resources (booster pakka og in game currency).