Vista vs XP


Höfundur
Viggi
FanBoy
Póstar: 739
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 111
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Vista vs XP

Pósturaf Viggi » Fim 26. Apr 2007 02:20

Blessaðir vaktamenn.

Ég er að fá mér þessa gerð af iMac

Intel 2.33 Ghz core 2 duo
500 GB 7200 sn S-ATA HD
NVIDIA GeForce 7600 GT
24" skjár
2 Ghz Vinnsluminni
Það sem ég er að spá í að þeg er að ræsa tölvuna mína í windows þá er það aðalega vegna leikjana svo sem Elder Scrolls: Oblivon og fleirri álíka þunga PC leiki.

Er líka sjálfur soldil fiktari og fyynst gaman að skoða nú kerfi en þar sem ég nota windows sem svona secondary kerfi (mun aldrei nota windows sem aðalkerfi) þá er ég að pæla í því er réttlætanlegt fyrir mann eins og mig sem notar kerfið aðalega í leikjaspilun fyrir nýrri og eldri leiki að fara að setja inn Vista og hvað hefur vista mögulega fram yfir XP í sambandi þá við nettenginu og netleiki?

P.s. í þau fáu skipti sem ég þarf að nota windows við netforrit eins og ares og winmx þá nota ég forrit eins og vmware sem keyrir bootcamp partation inni í os x (þas windowsið sem er installað á makkanum) og svo forritið paralells sem getur keyrt windows og öll linux stýrikerfið á næstum sama hraða og í pc tölvum.

Svo the bottom line is, er þess virði að fara að setja inn vista fyrir það sem maður er að gera eða á maður bara að vera með XP sem hefur alltaf virkað vel hingað til?

Kv.

Viggi




Tesli
spjallið.is
Póstar: 470
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tesli » Fim 26. Apr 2007 12:12

Ég setti upp Vista Ultimate á tölfuna mína fyrir 2 mánuðum og ég er á leiðinni að skipta til baka í XP um leið og ég nenni. Vista er bara svo rosalega böggað, vesen að finna forritin sem maður notaði í XP sem virka á Vista. Media playerinn er líka með vesen og einnig er VLC player stundum leiðinlegur á vista. Öll torrent forrit láta tölvuna frjósa eftir smá stund og margt margt fleira.

Ég fæ mér Vista eftir 2 ár þegar það er orðið sæmilega keyrandi.

Kanski er Vista ágætt ef fólk eyðir miklum tíma í að finna réttu forritin og tweaka það aðeins, kanski nenni ég bara ekki að finna upp hjólið í 5 skiptið. (Dos>Win95>Win98>WinXP>Vista) :roll:




corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Fim 26. Apr 2007 12:40

Ég nota Vista 64bita og gengur það ágætlega, t.d. sá fídus að geta sett upp skjákortsrekla án þess að endurræsa er snilld. Auðvitað er fullt þarna sem þarf að venjast, en það er alltaf þannig þegar svona miklar breytingar verða á umhverfinu.

Við skulum muna það líka, að flestir þeirra sem voru að kvarta yfir WinXP á sínum tíma nota það í dag og eru hæstánægðir með það. Mig grunar reyndar að þeir sem kvörtuðu sem mest yfir WinXP eru þeir sem kvarta mest yfir Vista núna og finnst það ómögulegt samanborið við WinXP :P

Bottom line, ég nota Vista 64bit og er ánægður



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Pósturaf ManiO » Fim 26. Apr 2007 13:42

Bíða þangað til að flest rekla vandamál eru leyst. Vonandi ekki meir en 3-6 mánuðir.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 26. Apr 2007 14:58

Jamm sama hér.

Nota XP og Vista en XP bara í leiki og Vista nota ég nær engöngu til að streyma bíómyndum inn í Xbox360 með MediaCenter


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s