Fékk mér ljósleiðaratengingu frá Vodafone fyrir skömmu síðan, og fékk þennan voða fína BeWan router frá þeim sem er með USB portum sem á að vera hægt að tengja prentara og harða diska við og tengjast svo þráðlaust gegnum routerinn.
Allt gott og blessað, en ég fæ prentarann engan veginn til að virka hjá mér. (Er búinn að tala við Vodafone tvisvar, en enginn veit neitt um málið þar). Svo mig langaði að spyrja hvort einhverjir hefðu tengt prentara við þessa routera og fengið það til þess að virka? Og ef svo er hvort menn hafi þurft að beita einhverjum brögðum til þess?

Kv.
Bjössi