NAS hefur sína kosti og galla. Takmarkar auðvitað functionality, og tekur bara x marga diska og ekki meir. Auðvitað misjafnt eftir notendum hversu mikið pláss þeir þurfa næstu árin, sumum duga 2TB á meðan aðrir þurfa 10TB+. Stærsti ókosturinn sem ég hef rekið mig á varðandi NAS er hversu dýrt þetta er.
Þú ert samt í rauninni kominn út í tvær einingar með því að vilja hafa sér gagnageymslu og svo sér vél til afspilunar. Það eru hinsvegar til HDMI-to-ethernet lausnir, þeas þú gætir tekið HD myndefni í gegnum Cat6-ið (svo lengi sem bæði enda interface eru Gbit) - en slíkt er ekki auðfáanlegt og ekki ódýrt. Ef þú færir í að draga HDMI kapla útum allt ertu samt sem áður að búa til ýmis vandamál hvað varðar fjarstýringar, hljóðflutning og flr.
Nokkrar leiðir sem ég sé fýsilegastar fyrir þig. NAS/PC Server vél í geymslunni yfir í PS3/360/HTPC vél í stofunni. Mitt fyrsta setup sem dæmi hefði uppfyllt þessar þarfir þínar og það var svona:
Server vél inn í geymslu, uppsett með WHS. Ef þú þekkir ekki WHS, leitaðu að "WHS" hérna á spjallinu og skoðaðu þræðina, ég hugsa ég hafi kommentaði heilan helling á það í gegnum tíðina, hérna er m.a. eitt quote frá mér :
Windows Home server!
Ekki spurning, hentar að mér heyrist fullkomnlega í þetta. Er búinn að nota hann persónulega sjálfur í um 2 ár núna og get ekki beðið eftir 2008 útgáfunni (Vail).
- Viðbjóðslega sniðug og hagkvæm backup lausn, automatískt af hverri heimavél sem er tengd inn á WHSinn
- Localised user möppur (eins og litli bróðir domain)
- Storage pool, hendir bara hvaða diskum sem þú vilt í vélina og WHS býr til eitt stórt pláss sem allir hafa aðgang að
- Remote aðgangur hvaðan sem er inná allar vélar tengdar WHSinum
- Media streaming möguleikar, þó svo að það séu til mörg forrit sem gera það betur
Í stofunni var svo lengi vel PS3 vél sem tók við streaming efni frá servernum. Á servernum var uppsett PS3 media server forrit sem sá um að transcoda (breyta efni úr formatti á vélinni yfir í format sem PS3 les, á rauntíma (on-the-fly). Eftir að ég setti CAT6 útum allt hús var 1080p streaming ekkert vandamál, þar er örgjörvinn á servernum farinn að spila mikið stærra hlutverk.
Í dag er ég með þetta aðeins öðruvísi, aðeins flóknara í uppsetningu en svo margfalt skemmtilegri upplifun f. vikið.
Svipaður server inn í tölvuherbergi og áður, nema bara örlítið kraftmeiri og meira pláss. Uppsett á hann er Windows Server 2008 R2, sem sér um virtual tölvur (sem sjá svo um sérstaka hluti, dev og beta testing f. vinnuna og flr.) og svo sér hann um að halda utanum RAID poolið (pool = margir diskar sameinaðir sem einn, e-ð sem hægt er að gera í mörgum stýrikerfum á mismunandi vegu)
Í stofunni er ég núna með HTPC vél (Home Theater PC) sem er uppsett með XBMC. XBMC eða sambærileg forrit er e-ð sem allir, ALLIR sem horfa á efni í stofunni ættu að skoða. Ef þú hefur ekki prufað það, sæktu það og skoðaðu. Þetta gjörbreytir því hvernig þú upplifir heima-í-stofu vídeo glápið.
Í basis ræðuru auðvitað alfarið hvaða stýrikerfi þú setur upp á serverinn, ef þú færir út í server. WHS er einfaldast, það er engin spurning, og myndi líklega meira en duga þér. WHS V2 (Vail) er næsta WHS sem er á leiðinni en er ennþá í þróun og því ekki villulaus en þó nokkuð stöðugur. W7 og WinServ 2008 R2 gætu einnig þess vegna hentað vel sem miðlægar geymsluvélar - þetta fer allt eftir því hvað þú þarft/vilt. Ef þú vilt vera algjör töffari og hella þér í *nix mál er til distro sem heitir Amahi, og er distro ætlað í beina samkeppni við WHS-inn með mörgum sambærilegum fítusum, sumum verri og sumum margfalt flottari.
Hvað varðar peningamál, þá er hægt að gera þetta mjög ódýrt og gríðarlega dýrt. Ódýrasta lausnin fyrir þig væri að pússla saman e-rjum ódýrum dual core server með ágætis diskaplássi sem myndi stream-a efni yfir í flakkarann hjá þér, hugsa þú fengir mest fyrir peninginn á þann veginn frekar en að fara í NAS, þótt NASið sé líklega einfaldara. Þú gætir líka sett saman svipaðan server og selt flakkarann, og keypt þér PS3 eða pússlað saman í ágætis HTPC vél. Hægt að fá _mjög flotta_ HTPC vélar á undir 100k í dag, svo það er auðvelt að leika sér þar með samsetningu. Kosturinn við PS3 er að, þú ert að fá leikjavél + bluray spilara + vél sem styður flott hljóðoutput og kemur aldrei til með að lagga í HD afspilun. Ókostirnir eru að þú færð aldrei æðislegheitin sem XBMC og sambærileg forrit gefa þér. Líklega myndiru enda svipað peningalega séð, Notaða PS3 vél ertu að fá á 40k +, sem er líklega svipað budget og þú gætir notað fyrir low-end HTPC vél.
Vona að ég hafi ekki flækt þetta of mikið fyrir þér, og þetta hjálpi þér aðeins að ákveða hvaða leiðir þú vilt fara.