Bewan Vodafone router að missa tengingar?


Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Þri 15. Maí 2012 10:06

Router: Bewan.
Gagnaveitu ljósleiðari.
Ekkert torrent í gangi né mikið álag.

Ég er að lenda í því að Bewan router-inn sem ég er með frá Vodafone er að missa nettenginguna reglulega. Þrátt fyrir mikla leit þá finn ég engan log (varðandi reboot eða annað) í stjórnborðinu á router-num en ég geri fastlega ráð fyrir því að það sé hann sem sé að klikka.

Einhver sagði mér að ég gæti vælt út aðra tegund af router frá vodafone. Kannast einhver við það? Eða er einhver sérstök tegund sem hægt er að ráðleggja? (Helst með alvöru 801n wifi net stuðning)




enypha
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf enypha » Þri 15. Maí 2012 10:38

Vodafone gefur upp á síðunni sinni val á dýrari router. Kostar aukalega 100kr á mánuði.

Ég var að flytja í íbúð með ljósleiðara og nota bara minn eigin router, þarf ekki lengur ADSL router.

http://www.vodafone.is/verdskra/endabunadur

599kr á mánuði, tekur ekki langan tíma að safna upp í almennilegan router, t.d.:

http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3167


x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár


Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Þri 15. Maí 2012 10:47

enypha skrifaði:Vodafone gefur upp á síðunni sinni val á dýrari router. Kostar aukalega 100kr á mánuði.

Ég var að flytja í íbúð með ljósleiðara og nota bara minn eigin router, þarf ekki lengur ADSL router.

http://www.vodafone.is/verdskra/endabunadur

599kr á mánuði, tekur ekki langan tíma að safna upp í almennilegan router, t.d.:

http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3167


Er hann góður þessi "Ultimate Wireless N Gigabit Router"?




enypha
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf enypha » Þri 15. Maí 2012 11:38

TP-Link virðist fá fína dóma úti í hinum stóra heimi.

Þessi tiltekni router styður OpenWRT, sem er custom firmware. Með því geturður customize-að allt í bak og fyrir. Sett up VPN gátt inn til þín, SSH server o.s.frv.

Getur líka fengið einhvern svona, sem er örugglega fínn:

http://www.computer.is/vorur/7720/


x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár


Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Þri 15. Maí 2012 12:36

Fjárfesti í einu stykki á eftir.

Takk




Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Mán 28. Maí 2012 22:35

Keypti Ultimate TP-Link wireless.

Hann missir ekki tengingar jafn oft og Bewan router-inn frá Vodafone en að öðru leiti er hann ekkert betri. Drægnin á þráðlausa netinu er eins og hann frýs öðruhverju, en a.m.k. einungis þegar ég er ekki við tölvuna.

:-k



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf GrimurD » Mán 28. Maí 2012 22:47

Ef þú ert snúrutengdur við routerinn og hann er að missa samband þá er routerinn ekki vandamálið, þá er hugsanlega eitthvað sambandsleysi í ljósleiðaraboxinu sjálfu. Ef þú tekur eftir því að það slokkni t.d. á link ljósinu á GR boxinu eða að það hættir að blikka þegar hann missir svona samband þá er mjög líklegt að það sé eitthvað sambandsleysi í því. Getur líka annars prufað að færa routerinn um tengi í boxinu sjálfu, sjá hvort það lagi eitthvað.

Hinsvegar ef þú ert tengdur við wifi þá er þetta örugglega eitthvað stillinga mál, breyta um rás á því t.d. :D


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Mið 30. Maí 2012 23:27

GrimurD skrifaði:Ef þú ert snúrutengdur við routerinn og hann er að missa samband þá er routerinn ekki vandamálið, þá er hugsanlega eitthvað sambandsleysi í ljósleiðaraboxinu sjálfu. Ef þú tekur eftir því að það slokkni t.d. á link ljósinu á GR boxinu eða að það hættir að blikka þegar hann missir svona samband þá er mjög líklegt að það sé eitthvað sambandsleysi í því. Getur líka annars prufað að færa routerinn um tengi í boxinu sjálfu, sjá hvort það lagi eitthvað.

Þetta er routerinn því ég get ekki einu sinni tengst honum í gegnum 192.168.1.1. Ef þetta væri gagnaveituboxið þá ætti ég samt að geta farið inn á router-inn sjálfann.

Ef ég endurræsi hann þá virkar netið aftur.




Rumpituski
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Sun 27. Maí 2012 21:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf Rumpituski » Mið 30. Maí 2012 23:42

Hvaða týpu af bewan ertu með ? Elsta (aftan á eru heiti á 2 þráðlausum netum), mið (eitt heiti á þráðlausu neti aftan á - wpa) eða nýjasta (eitt wep heiti aftan á). ? Og í hvaða port á telsey er routerinn tengdur í ? og þetta = https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... id=WRT120N er þessi dýrari routerinn hjá vodafone minnir mig en hann er ekki kominn í dreifingu ennþá.

Ef routerinn er tengdur í gigabyte portið á telsey (nýjasta telsey) þá þarftu að setja snúruna í annað hvort port 1 eða 2. Annars er best að fá viðgerðamann frá vodafone til að kíkja á þetta ef þetta er þannig að þú kemst ekki inn á routerinn þegar þú ert snúrutengdur og búinn að prófa annann router.




Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Mið 30. Maí 2012 23:57

Rumpituski skrifaði:Hvaða týpu af bewan ertu með ? Elsta (aftan á eru heiti á 2 þráðlausum netum), mið (eitt heiti á þráðlausu neti aftan á - wpa) eða nýjasta (eitt wep heiti aftan á). ? Og í hvaða port á telsey er routerinn tengdur í ? og þetta = https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... id=WRT120N er þessi dýrari routerinn hjá vodafone minnir mig en hann er ekki kominn í dreifingu ennþá.

Ef routerinn er tengdur í gigabyte portið á telsey (nýjasta telsey) þá þarftu að setja snúruna í annað hvort port 1 eða 2. Annars er best að fá viðgerðamann frá vodafone til að kíkja á þetta ef þetta er þannig að þú kemst ekki inn á routerinn þegar þú ert snúrutengdur og búinn að prófa annann router.


Ég er ekki að nota Bewan router-inn lengur. Keypti TP-Link í staðinn eftir ráðleggingar hér að mig minnir. (http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3167)

Bewan fraus nokkrum sinnum á dag en TP-Link virðist frjósa um það bil annan hvern dag, og þegar hann frýs þá kemst ég ekki inn á viðmótið hjá honum (192.168.1.1). Bæði snúran og WiFi detta út. Þetta er ekki tengd álagi því ég er í mesta lagi að vafra eitthvað þegar þetta gerist.




Rumpituski
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Sun 27. Maí 2012 21:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf Rumpituski » Fim 31. Maí 2012 00:06

Þá dettur mér helst í hug uppfærsla á telsey (getur hringt niður í vodafone og fenigð þá til að athuga það) eða að telsey boxið sé ekki á fá 100% signal á ljósleiðara strenginum (ef þetta er signalið þá ættiru að sjá það þegar þú ert á netinu og prófar að leigja þér mynd/skipta oft um stöðvar á amino. Þá ætti netið að frjósa).



Skjámynd

GrimurD
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Fös 01. Ágú 2008 13:17
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf GrimurD » Fim 31. Maí 2012 00:18

Þetta er ekki vandamál með telsey ef snúrusamband og wifi dettur út og hann nær ekki sambandi við routerinn þegar þetta gerist. Hinsvegar ef þú kemst alveg inná routerinn og nærð að pinga hann þegar þetta gerist þá er þetta sambandsleysi annaðhvort í tenginu sem routerinn er tengdur í í telsey(getur fært það um tengi) eða þá sambandsleysi á ljósleiðaranum sjálfum. Ertu með sjónvarp eða heimasíma í gegnum ljósleiðara? Ef svo, dettur það út á sama tíma og internetið? Ef það gerist þá er þetta vandamál með ljósleiðarann sjálfan. Ef ekki þá skiptir það litlu, þarft í báðum tilvikum að hringja í Vodafone og láta þá setja þetta í ferli hjá sér svo þetta verði lagað.

Þessi Linksys router er ekki nýji routerinn sem Vodafone eru að fara að bjóða uppá. Framleiðandinn heitir Zhone, routerinn er ekki einu sinni listaður á heimasíðunni þeirra þannig get ekki linkað neina specca. Hann lítur nákvæmlega eins út og Zyxel routerarnir sem síminn notar fyrir ljósnetið(svona).


Antec P182 | Asus Sabertooth Z77 | Intel Core i7 3770k @ 4.2ghz | Kingston HyperX 16gb DDR3 @ 1600mhz | Samsung 840 EVO - 240gb SSD | Gigabyte Radeon R9 290 OC 4gb | 3x 24" BenQ G2420HDB


Rumpituski
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Sun 27. Maí 2012 21:31
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf Rumpituski » Fim 31. Maí 2012 00:50

Zhone routerinn er sá router sem er að koma í staðinn fyrir bewan :) Cisco routerinn er sá sem mun kosta meira og kemur í dreifingu að lokum prófunum.

Veit að það var vandamál með bewan - N routerinn að þegar það voru bæði eldri tölvur með b+g netkort og svo nýrri tölvur með N netkort (þá sérstaklega Ipad) og routerinn var stilltur á b+g+n að þá stillti hann sig á N þegar nýrri tölvurnar voru tengdur en skipti yfir á G ef það var kveikt á eldri tölvunum, þar af leiðandi duttu allar tölvurnar af netinu og þurftu að tengja sig aftur.

Og í nokkrum tilvikum þá fraus routerinn og það þurfti að endurræsa hann. S.s. ekki dual band router. Mögulega sama vandamál með nýja routerinn?




Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Fös 01. Jún 2012 07:48

Einungis router-inn dettur út (get hvortki tengst honum né pingað). Ekki sjónvarpið eða síminn þótt þau séu tengd í ljósleiðaraboxið.

Ég get lifað með þessu vegna þess að hann er ekki að frjósa það oft. Vandamálið er líka að hann geymir ekki "system logs" á milli reboota þannig að ég veit ekki hvað olli frostinu. ](*,)



Skjámynd

start
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 15. Nóv 2003 15:59
Reputation: 19
Staðsetning: Bæjarlind 1, Kópavogi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf start » Fös 01. Jún 2012 10:36

Sæll,
Það er ekkert leiðinlegra en svona netvesen.
Til að útiloka routerinn þá vil ég bjóða þér að koma til okkar í Start og fá nýjann router.

Kv
VS




Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Fös 01. Jún 2012 16:08

start skrifaði:Sæll,
Það er ekkert leiðinlegra en svona netvesen.
Til að útiloka routerinn þá vil ég bjóða þér að koma til okkar í Start og fá nýjann router.

Kv
VS


Takk fyrir það. Lít við hjá ykkur bráðlega.

Kveðja,
Karl



Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf Demon » Mán 20. Ágú 2012 18:10

karlth skrifaði:
start skrifaði:Sæll,
Það er ekkert leiðinlegra en svona netvesen.
Til að útiloka routerinn þá vil ég bjóða þér að koma til okkar í Start og fá nýjann router.

Kv
VS


Takk fyrir það. Lít við hjá ykkur bráðlega.

Kveðja,
Karl


Lagaði þetta vandamálið?
Ég er að lenda í nákvæmlega sama veseni og þú.




Höfundur
karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf karlth » Lau 06. Okt 2012 00:33

start skrifaði:Sæll,
Það er ekkert leiðinlegra en svona netvesen.
Til að útiloka routerinn þá vil ég bjóða þér að koma til okkar í Start og fá nýjann router.

Kv
VS


Fór loks með router-inn til Start. Þeir greindu hann, uppfærðu firmware-ið, allt ókeypis og nú missir hann ekki lengur tenginguna.

:happy Start.



Skjámynd

mercury
Besserwisser
Póstar: 3361
Skráði sig: Fös 31. Júl 2009 16:15
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Bewan Vodafone router að missa tengingar?

Pósturaf mercury » Lau 06. Okt 2012 03:07

verð á þessu cisco e4200 hjá vodafone. er að fara út til þýskalands næstu helgi og er búinn að fynna hann þar í verslun sem er rétt hjá hótelinu og þar kostar hann tæpar 90 evrur. eða um 14500kall. :o ekki ársleiga á þessu hjá vodafone.