
Er hægt að láta draga kapalinn í gegn um rafmagnsrörin í veggjunum og fara þannig á milli herbergja?
PepsiMaxIsti skrifaði:Það er ekkert að því að draga cat snúru með rafmagni svo lengi sem hún er ekki tekin í sundur á leiðinni, og að pláss sé fyrir hana. Eina sem þú þarft ða passa er að eyðileggja ekki ljósleiðarann, þar sem það kostar sitt að gera við hann. Svo gætiru líka skoðað það að láta færa boxið hjá þér.
BjarniTS skrifaði:Líklega einhver ástæða fyrir því að það er bannað. Myndi kynna mér kosti vs ókosti við að brjóta svoleiðis reglur áður en þú færir í að leggja þetta með rafmagninu.
Gætir þurft að svara fyrir þetta ef þú myndir lenda í brunatjóni. Gæti haft áhrif á bótaskyldu tryggingafélags og í stað þess að taka þá óþarfa áhættu væri betra að smella þessu í snyrtilegan hvítann lista til dæmis og leggja á milli herbergja.
Eða nota Net yfir rafmagn lausn ?
Ætti að virka fínt fyrir þig og þú sleppur við allar snúrur.
Dúlli skrifaði:Mann ekki reglugerðirnar en mig minnir aðal ástæðan fyrir þessu þegar ég lærði allan þennan fjanda var að lágspennan truflar smáspennuna og lét netið dropa þegar það var ADSL allstaðar. En í dag hefur þetta lítið sem enginn áhrif, passa bara að það sé nóg pláss.
Ef þú ert rosalega áhyggjufullur yfir þessu þá myndi ég mæla með því að draga þetta með fram COAX hef gert það líka ekkert mál að koma cati fyrir með þeim kapli, smáspennan á alltaf að vera í 20mm röri sem er meira en nóg af plási.
arons4 skrifaði:Dúlli skrifaði:Mann ekki reglugerðirnar en mig minnir aðal ástæðan fyrir þessu þegar ég lærði allan þennan fjanda var að lágspennan truflar smáspennuna og lét netið dropa þegar það var ADSL allstaðar. En í dag hefur þetta lítið sem enginn áhrif, passa bara að það sé nóg pláss.
Ef þú ert rosalega áhyggjufullur yfir þessu þá myndi ég mæla með því að draga þetta með fram COAX hef gert það líka ekkert mál að koma cati fyrir með þeim kapli, smáspennan á alltaf að vera í 20mm röri sem er meira en nóg af plási.
Oft er einangrunin á smáspennunnukapli ekki rateuð fyrir lágspennu þannig ef það er útleiðsla á lágspennunni er komin brunahætta og slysahætta við endabúnað á smáspennu. Rörið hinsvegar er vel einangrað gegn lágspennu þannig ef ekkert annað er í því skapast engin hætta. Ef truflanir væru eina hættan kæmist maður framhjá reglugerðinni með því einfaldlega að nota skermaða kapla.
3. júní 1999 Starfsmaður verslunarfyrirtækis var að tengja tölvuskjá er hann fékk
raflost og missti meðvitund. Maðurinn slasaðist mikið og axlarbrotnaði
meðal annarra áverka. 230V spenna reyndist vera á
tölvulögninni en þar átti aðeins að vera smáspenna. Maðurinn var
ekki fagmaður.
Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:
TP-Link AV500 Powerline adapter Kit- 2 stykki í pakka, 500Mbps
kr. 8.500