Ég var að fá mér nýja Dell XPS 13 fartölvu, keypta í UK. Ég hef átt í vandræðum með netið á henni þegar ég er tengdur routernum heima, vandamál eins og sumar vefsíður einfaldlega loadast ekki (facebook, steampowered, youtube loadast en er viiirkilega hægt), svo næ ég ekki að tengjast steam, næ ekki að downloada windows updates og svo mætti áfram telja (er að nota Chrome)
Það virkar samt allt eins og í sögu þegar ég teather'a símann og tengist þannig við netið.
Tek það samt fram að allar síður virka einnig fullkomlega þegar ég nota Brave Browser.
Ég átti og á enn Surface Pro 3 sem tengist routernum án nokkurra vandamála svo þetta virðist einungis bundið við þessa nýju Dell vél.
Ég prufaði að slökkva á windows defender firewall en það gerir ekkert svo "I'm all out of ideas" og vona að einhver ykkar snillinganna geti hjálpað.
much appreciated
