Þannig er mál með vexti* að ég var að fá annan router á heimilið.
Sem þýðir þá að ég er með 2 stk. adsl og 2 stk. þráðlausa routera.
En, ég er svona búinn að vera að fikta smá, samt alls ekki mikið
með að reyna að finna einhverja leið til að tengja þessi tvö net saman
svo að ég geti tengst tölvonum á hinu netinu án þess að fara í gegnum
símalínurnar.
Ég hef hugsað mér að tengja þá bara þráðlaust, sem gæti þá verið meira
vesen heldur en með kapli?
En a.m.k. þá er ég búinn að setja báða routerna á sama net.
Er einhvað sérstakt sem maður verður að ath?
Takk fyrirfram

*ég bara varð að byrja svona.