Netið er almennt mjog gott en stundum er eins ég opna link eða eitthvað að það gerist ekki neitt i 2-10 sek svo bara kemur allt a hraða ljóssinns og allt virkar eðlilega þangað til þetta gerist næst sem er mjög handahófskennt.
Einnig er eg með chromecast og ruv appið og sjonvarp simans hiksta oft, frýs oft ef eg er að horfa á eitthvað á premium í ólínulegri dagskrá.
Disney og netflix virka samt eðlilega.
Er þetta bara leigu routerinn sem er svona slakur eða er eitthvað annað sem maður ætti að skoða frekar ?
Er með 2 ódýra access punkta sem virðist ekki skipta máli hvort sé slökkt á. Engin þung notkun á netinu að staðaldri mesta lagi 1 chromecast í streymi og 2 símar á vafri í einu. Ég var ekki að lenda í þessum vandamálum í vor þegar ég var á kopar hjá Vodafone.. þá var netið alltaf jafn hægt bara
