Fyrir um 2 vikum var farið að bera á lélegum myndgæðum í sjónvarpsútsendingum (RÚV / Stöð 2 í gegnum Apple TV) en útsendingar höfðu verið lélegar í langan tíma, píxla truflun í mynd og útsending að frjósa. Skipt um router (leiga hjá vodafone) keyptur ASUS router. MAC address á router skráð hjá Vodafone en sama sagan. Virtist ekki virka almennilega og niðurhal í kringum 3 Mbps en upphal um 300 Mbps. Samtöl við Vodafone skilað takmarkað - prófað að fá annan router frá Vodafone. Ekkert breyttist. Gamli segir að Vodafone hafi náði að gera eitthvað sín megin þannig að samband komst á - niðurhali í um 500 Mbps og upphal svipað. Þetta dugði í um 2 daga.
Tæknimaður hja Ljósleiðara fenginn til að skoða ljósleiðarann og allt í lagi. Tengdi símann sinn við wifi-ið og fékk hraða um 900 Mbps í gegnum Speedtest appið. Prófaði á tölvu og spjaldtölvu en fékk hraða undir 3 Mbps. Prófaði símann hans gamla og fékk hraðann 900 Mbps. Gamli notaði app (Speedtest) til að mæla og prófaði browserinn í símanum og fékk hraðann um 3 Mbps. Niðurstaðan er sú að hægt er að horfa á Youtube og Netflix en Stöð2, RUV óvirk svo og tölvan og spjaldtölvunar.
Búið að prófa:
- Nýr router
Uppfæra router
Endurræsa allt
Skipta um ljósleiðarabox
Setja DNS 8.8.8.8/8.8.4.4
Skipta um flestar snúrur (ljósbox og router)
Staðan er sú núna að netið virkar á ákveðnum apps á Apple TV (snúrutengt við router) en ekki öðrum (t.d. ekki Stöð 2). Netið á tilteknum apps á síma virka (t.d. Speedtest) en ekki önnur (t.d. Browser). Breytir engu þótt slökkt sé á mobile data (ef það skyldi vera að taka yfir ef lélegt netsamband).
Dettur einhverjum eitthvað í hug?