Nokia Beacon G6 frá Nova

Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1884
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Nokia Beacon G6 frá Nova

Pósturaf emmi » Lau 25. Maí 2024 21:25

Sælir, er einhver svo óheppinn að vera með þennan router frá Nova sem getur lýst reynslu sinni af þeim? Eftir að ég fékk uppfærslu í 2.5Gb þá fékk ég þennan router frá þeim og undanfarnar vikur hefur netið hjá mér verið hundleiðinlegt. Það hægist á netinu þar til það drepst endanlega, ég hef annaðhvort beðið eftir að það komi upp aftur eða endurræst gripinn ef ég nenni ekki að bíða.

Ég er allavega orðinn hundleiður á þessu ástandi og langar til að vita ef einhverjir hér eru með 2.5Gb net hjá Nova og eru með þennan router?
Bjóða þeir uppá aðrar týpur eða tengundir af routerum sem þið vitið um sem eru jafnvel betri? Wi-Fi'ið á þessum router er frekar dapurt þannig að ég ætla að heyra í þeim eftir helgi og sjá hvort það sé eitthvað betra í boði.

Takk fyrirfram fyrir öll svör.




kjartanbj
Tölvutryllir
Póstar: 695
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 131
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Beacon G6 frá Nova

Pósturaf kjartanbj » Sun 26. Maí 2024 10:20

Eða kaupa sér router sjálfur bara og hætta leigja eitthvað drasl sem netfyrirtækin eru með? þá er líka hægt að vera með router sem er bara router og vera með Access point á betri stað og fleiri en einn ef húsnæðið er stærra




orn
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Þri 18. Okt 2016 10:46
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Nokia Beacon G6 frá Nova

Pósturaf orn » Mán 27. Maí 2024 15:47

Þú ættir að geta skipt honum út fyrir Huawei V564 hjá Nova sem hefur verið að reynast talsvert betur. Ef þú sendir mér heimilisfang í PM get ég látið skutla þessu til þín.