Síða 1 af 1

Nettenging hjá Símanum

Sent: Þri 30. Des 2025 20:27
af liljakristing
Daginn, vona að það sé í lagi að ég spyrji hér.
Ég er með fjarvinnupakka á netinu í gegnum fyrirtækið sem ég vinn hjá, 1Gb/s hraði. Er með TP Link Archer AX73 router sem á að höndla vel yfir það (gefinn upp í 5,4Gb/s), er beintengd með 10 metra cat7 snúru (skv google á 10 metra snúra ekki að hafa áhrif, eða hvað?), ný PC tölva sem ég keypti í sumar og allt mjög fínt. Maxið sem ég hef séð var 780 mbps hraði, sama hvað ég endurræsi routerinn (já, tek úr sambandi, bíð í 5 mín og sting aftur í samband), fikta í stillingum, prófa önnur port ofl.
Er bara að pæla, ætti ég að ná meiri hraða, beintengd?
Hvað eru þið að ná, sem eru með svipaða uppsetningu?
Manneskja hjá Símanum sagði að þetta væri mjög gott en fór bara að pæla.
Með kveðju og vonir um engin skítköst :)

Re: Nettenging hjá Símanum

Sent: Þri 30. Des 2025 22:29
af Sultukrukka
Hámarkið frá netveitu m.v áskriftarleið er ávallt 1gbps og eru þeir eru ekki að fara að gefa þér hraðari tengingu en þeir þurfa. Þótt að routerinn segist höndla allt að 5,4 gbps á 5ghz wifi þá er það aldrei svo gott í raunheimum og myndi kalla það gott að ná yfir 2 gbps, þá væri það einungis á milli tækja innanhúss, ekki út á netið sem slíkt. Routerinn er líka einungis með 1gb ports þannig að þú ferð ekki yfir það í fasttengingu.

Myndi segja þetta falla innan eðlilegra marka.

Þetta skiptir eðlilegan notanda engan máli í daglegri notkun þannig að ég myndi sjálfur ekki eltast við að fá 1000mbps.

Ef þú vilt hinsvegar fækka breytum í þessu þá gætir þú prófað að eftirfarandi

Prófa annað speedtest, t.d openspeedtest.com
Prófa að vera nálægt router og reyna að tengjast þráðlaust via 5ghz og sjá hvort að það breytir einhverju. Gætir mögulega náð auka 100-150mbps í speedtest en þó ávallt háð fjarlægð frá router. Myndi ávallt kjósa vírað fram yfir þráðlaust þó ef mögulegt er, þrátt fyrir áætlað "hraðatap"

Re: Nettenging hjá Símanum

Sent: Þri 30. Des 2025 22:45
af worghal
stæðsta vandamálið er að þú ert ekki með 1Gb/s, þú ert með það sem þeir auglýsa sem "allt að 1000mbps" og kalla 1 gíg. þannig í augum símanns þá er allt eins og það á að vera.

Re: Nettenging hjá Símanum

Sent: Þri 30. Des 2025 23:58
af Vaktari
Þessi router er bara gíg inn og gíg út
780 i hraða er bara fínt
Myndi prufa speedtest appið en ekki taka hraðapróf gegnum vafra

Re: Nettenging hjá Símanum

Sent: Mið 31. Des 2025 00:50
af johnbig
fínn hraði, ekkert óeðlilegt.