Síða 1 af 1

Winamp version 3 mikil afturför

Sent: Fös 25. Okt 2002 14:39
af Johnny Wagner
Ég álpaðist til þess um daginn að henda út gamla winampinum mínum og skella inn útgáfu 3. Og meðal nýrra fídusa er :
Winamp tekur 5 sinnum lengri tíma að starta sér
Tekur 5 sinnum meira minni ( 10 Mb )

Vitið þið hvar ég næ í gömlu útgáfuna aftur (þ.e. version 2)?

:supers

version 2.76 af winamp

Sent: Fös 25. Okt 2002 14:50
af Johnny Wagner
...fékk ábendingu, hér er hægt að sækja version 2.76 ef þið viljið bara spila tónlist með winamp en ekki láta hann hella upp á kaffi, bóna skallann og sinna konunni meðan hann sálgreinir köttinn í leiðinni.

http://gambrell.liquidweb.com/dload/winamp276_full.exe

:H

kveðja,
Jóhann Vignir

Sent: Fös 25. Okt 2002 17:29
af Dári
Svo geturðu líka farið á http://classic.winamp.com/ til að fá winamp 2.* plús öll skins fyrir það

Sent: Fös 25. Okt 2002 20:39
af MezzUp
ég er svo innilega sammála þér. ég var með þetta ógeð í töllunni í u.þ.b. einn klukkutíma áður en ég henti honum út og setti upp gamla 2.8. Fór bara á http://www.winamp.com og smellti á þetta í hægri-uppi horninu. Mér finnst það einmitt gott við winamp hvað hann er snöggur að load'ast en þessi nýja var örugglega korter að load'ast eða eitthvað :)
Kannski að ég noti nýja þegar ég fæ mér öflugri töllu.

Sent: Lau 26. Okt 2002 03:54
af Hannesinn
Ég er með WinAmp3 og ég á eftir að henda honum fljótlega og setja upp 2.80 aftur, eða 2.81.

Kannski að ég noti nýja þegar ég fæ mér öflugri töllu.


Til hvers? Hann verður hægvirkari heldur en þetta er hjá þér núna, sama hversu öfluga vél þú átt eftir að fá þér :)

Sent: Lau 26. Okt 2002 10:53
af MezzUp
ef að mar fær sér 2.5 Ghz þá er hann varla lengi að load'ast

Re: version 2.76 af winamp

Sent: Lau 26. Okt 2002 13:43
af Castrate
Johnny Wagner skrifaði:...fékk ábendingu, hér er hægt að sækja version 2.76 ef þið viljið bara spila tónlist með winamp en ekki láta hann hella upp á kaffi, bóna skallann og sinna konunni meðan hann sálgreinir köttinn í leiðinni.


ROFL :rofl:

Sent: Lau 26. Okt 2002 13:44
af Atlinn
hann var nú ekkert lengi að lodast á gömlu vélinni minni, sem var 700mhz með 256mb minni, hef reyndar ekki testað hann á nýju vélinni..

Sent: Sun 27. Okt 2002 00:43
af galldur
alger hörmung.
ég sæki öll lögin yfir lan og winamp er hrikalega lengi í þessu Media library mode . og vill vera endurnýja listann aftur og aftur..

Mediaplayer 9 er mikið sneggri að þessu þó hann sé nú ekki góður heldur.

Sent: Sun 27. Okt 2002 00:44
af DufuZ
Ef þið hugsið út í þetta þá er winamp 3 að mínu mati minnsta kosti bara beta jafnvel alpha útgáfa því að jú eins og allir vita þá er þetta bara bloatware til helvitis og er með voða mörgum fítusum sem fólk þarf ekkert að hafa í mp3 spilara en svona er bara þróuninn í dag að öll forrit þurfa að vera einhverjir svissnenskir hnífar og þurfa helst að geta allt eða það halda þeir sem eru að gera þetta :) En ef maður er að líta aðeins á þetta forrit þá sér maður að eins og video dæmið hjá þeim er á voðalegu steinaldarstigi, ekki hægt að stilla mikið eða neitt í þá áttina .... Og núna er líka allt interfaceið á winamp 3 orðið miklu þyngra í vinnslu en maður vonar nú að þeir reyni að laga þetta því að það getur verið þægilegt að grípa í winamp til að spila myndir ef allir aðrir spilarar bregðast :) Og mér sýnist líka að þetta forrit sé miðað við að fólk sé með 1 gb í innra minni og 5 ghz örgjörva :) Alavega miðað við load tíman eins og þið hafið allir verið að tala um... Þannig að þetta er miklu meirra svona forrit sem myndi fúnkera eftir sirka ár eða hálft. En já eins og er þá er þetta voða lélegt eitthvað forrit þannig að þeir sem vilja bara plain mp3 spilara ættu að ná í Winamp 2.81 :D http://classic.winamp.com And so here ends my story ;)