WiMax tenging Ábótans


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

WiMax tenging Ábótans

Pósturaf Daði29 » Lau 19. Apr 2008 21:33

Daginn/kvöldið.
Er að spá með þessa tengingu ( http://www.abotinn.is/ ) Hún er merkt sem hraðari háhraðatenging á Suðurlandi - meiri hraði, minna verð, mikil sambandsgæði... er það virkilega málið? Einhver hérna sem er með svona þráðlausa tengingu frá Ábótanum eða með skoðun á þessu? Ég sjálfur er bara með eldgamla, hæga og rándýra ISDN tengingu og er að spá í að færa mig yfir í þessa WiMax tenginu er bara ekki viss hvort hún er að standa sig. Þetta virðist samt vera fínt 10GB erlent niðurhal ætti að endast eitthvað út mánuðinn það er bara spurning um hraðann... ég er í ca. 20km sjónlínu frá mastrinu á einu fjallinu.

- Daði.




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 373
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: WiMax tenging Ábótans

Pósturaf mainman » Lau 19. Apr 2008 22:24

Er þetta ekki kompaníið sem er búið að vera að hóta öllum að loka á þá og þessháttar vegna þess að fólk er að dl of miklu innanlands ?

Minnir alveg öruglega að þetta sé það fyrirtæki, ég held að það hati þá allir sem hafa verið hjá þeim.




Ic4ruz
has spoken...
Póstar: 180
Skráði sig: Þri 29. Nóv 2005 17:52
Reputation: 0
Staðsetning: Egilsstaðir
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: WiMax tenging Ábótans

Pósturaf Ic4ruz » Sun 20. Apr 2008 11:28

hmm, var það ekki Emax?


Inno3d GeForce 8800GTS 320MB# GeIL 2GB Ultra PC2-6400 DC#Core 2 Duo E6420#ASUS P5N-E SLI#Samsung Spinpoint 250GB#Zykon Z1#Aspire X-DreamerII#Logitech x-230#Proview EP2230W


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 373
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: WiMax tenging Ábótans

Pósturaf mainman » Sun 20. Apr 2008 12:06

http://thevikingbay.org/forums.php?acti ... p4731#4731

Skrifað laugardaginn 5. Janúar 2008 klukkan 15:51 klukkan 15:51:41 eftir magnusgretar Toppur
[Virkur notandi]
shhhit okey,, ég dow svona 7oo megabæt að klukkutíma og deili svipað,,! [sem er ekkert miða við suma]

Ábótinn heitir fyrirtækið sem ég er hjá,, hann var að hringja í mig og segja að hætta þessu,
netið hjá öðru fólki í virkar ekki eða er ógeðslega slów ,, ég var að taka 90 % hraða af einhverju hjá honum sagði hannx)

hvað á ég að gera til að geta haldið áfram??
ég er oft búinn að hunnsa þennan gaur í svona rúmt ár .. enn núna er hann að hóta mér að loka fyrir tenginguna hjá famelíunni.


endilega segja mér hvað ég á að gera? eða get ég kannski bara ekki gert neitt?


og annar sem skrifar

Þú býrð greinilega í árborg, ég bý líka í árborg, og þetta er ógeðslegasta fyrirtæki sem bíður uppá internetþjónustu, ég mæli með að þú skiptir um fyrirtæki.

síðan stendur í skilmálum hjá þeim að þú sért fucked ef þú vogar þér að dl einhverju er verndað af höfundarréttarlögum sem þýðir að torrent er úr myndinni.




Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: WiMax tenging Ábótans

Pósturaf Daði29 » Sun 20. Apr 2008 20:22

Eitt sem ég er ekki með á hreinu í sambandi við svona Internet-tengingar, þegar þú upphalar eða uploadar einhverju ákveðnu magni segjum 1GB, lækkar þá niðurhalið eða downloadið um það sama magn eða helst niðurhalið alveg það sama þrátt fyrir að þú sért að upploada? Ekki sérfræðingur í þessu.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: WiMax tenging Ábótans

Pósturaf mind » Þri 22. Apr 2008 12:35

Það er mismunandi

Vona þetta sé nógu einfalt.

ADSL - Asymmetric (flæðir bara í eina átt í einu, skiptist á milli upload og download(yfirleitt)) það virkar líka MEÐ tallínu.
Þú færð semsagt eina línu sem er t.d. 12mb download og 1mb upload.
Ef þú ert að nota 6mb til að downloada í augnablikinu þá ertu að nota 50% af línunni og getur því einungis náð auka 6mb download eða 500kb(1mb/2) upload á meðan því stendur.
Alveg eins ef þú myndir nota 1mb upload þá gætirðu ekki downloadað neinu þar sem þú værir að fullnýta línuna.
Því er hámarks heildarflutningsgeta 12mb

SDSL/SHDSL / FIBER - Symmetric flæðir í báðar áttir en línan getur ekki notast undir annað(að öllu jöfnu) en upload og download hraði er ekki háður hvor öðrum.
Svo á t.d. ljósleiðara ertu með 20mb upload og 20mb download. Svo hámarks flutningshraði þinn er 40mb(20+20).

Leiðréttið mig bara ef þið sjáið villu , er ekki sérfróður.

Þú verður líklega að spyrja ábótann til að vera viss um hvernig hann hegðar þessu hjá sér.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: WiMax tenging Ábótans

Pósturaf Gúrú » Þri 22. Apr 2008 15:19

mainman skrifaði:síðan stendur í skilmálum hjá þeim að þú sért fucked ef þú vogar þér að dl einhverju er verndað af höfundarréttarlögum sem þýðir að torrent er úr myndinni.



7. Notendum er óheimilt að nota Internettenginguna til að sækja efni eða dreifa efni þannig að það brjóti í bága við höfundarréttarlög.

Þú meinar þá þetta..

En til hvers að hafa skilmála ef þeir áskilja sér rétt til þess að túlka þessa skilmála að sínum vilja?

Ábótinn áskilur sér allan rétt til að ákvarða hvort ákvæði notendaskilmála hafi verið brotin.


Word með að skipta um isp.

Og ég er ekki sérfróður um það, en geta þeir, og er það ekki ólöglegt án dómssúrskurðar að athuga hvað þú ert að gera á internetinu?

Getur varla beygt þig á bak við skilmála að eilífu.

Og að lokum, hversu virkilega fáránlegur skilmáli er þetta?

1. Notendum ber að virða siða- og umgengnisreglur sem almennt eru viðhafðar á Internetinu.


Modus ponens