Síða 1 af 1

Hægt Lan!

Sent: Mið 25. Des 2002 19:02
af Voffinn
Ég er hér með 2 tölvur , önnur er með xp pro og hinn win me. Ég er með switch og þær tengjast báðar í hann, þegar ég ætla að færa á milli talvnanna núna ýmis gögn, því ég er að fara að formata aðra, þá er lanið að starfa á um 10% eða minna af hámarkshraða , ég hef verið að færa milli þeirra áður en núna er þetta alveg úberslow,,, hvað gæti verið að ? , ég prufaði að tengja þæ saman með crossover, en það var jafnvel hægara ! með von um góð svör, Voffinn

:pcangry :ur

Já , ég ætla bara að bæta hér við að þegar ég sendi file sem er 185mb, þá vinnur lanið á 40% hraða, en svo dettur það niður í 10 eða minna. Það eru fullt af postum á netinu um þetta vandamál, en engin lausn... :bri

Sent: Fim 26. Des 2002 03:26
af Hannesinn
Prufaðu að "force-a" netkortin á 100mb half-duplex, ef það dugar ekki þá 10mb half-duplex. Sum netkort eiga í vandræðum að vinna saman á 100mb full duplex (sem er væntanlega default stilling hjá þér.)

Svona er þetta líka oft svona þegar maður er með slappan hub/switch en þú ert búinn að útiloka hann, þannig að þetta er annað netkortið eða bæði.

Sent: Fim 26. Des 2002 11:29
af Voffinn
Takk kærlega. Ég hef prufað að fikta aðeins í þessum stillingum, Ég held ég hefi prufað þær allar. Núna er hraðinn mismunandi, getur verið stundum 4% , en yfirleitt fer hann rokkandi frá 10 - 40 % :? Jæja, þakka þér fyrir góð svör!

Sent: Mán 13. Jan 2003 10:29
af zake
Ef þú ert með switch þá ættiru að hafa netkortin á fullduplex, ef þú ert með hub þá verður þú að hafa þau á half-duplex (annars lendir þú í collision vandamálum). Þú ættir að stilla bæði netkortin alveg eins, hvort sem þú notar crossover eða ferð í gegnum hub/switch. Ég mæli með að þú prófir crossover, 100 full-duplex og ef þú lendir í villum hægagangi að athuga netkorts drivera og/eða snúruna.

kv,
zake