Síða 1 af 1

Linux á gömlu drusluna :D

Sent: Mið 12. Feb 2003 23:19
af Voffinn
jæja...þá er mar byrjaður eina ferðina enn með einhverja vitleysu.. :lol:
Ég ætla að taka gömlu 266mhz vélina og setja á hana linux, bara til að fikta, en kannski myndi hún runna cs server á Lani og svona...Annars bara sem 24-hour bot....

Hún er 266mhz (Pentium2 Mmx)
reyndar bara með 64mb, innra minni, get kannski splæst á hana aukakupp, það er ekki málið.
Svo á ég einn disk sem er 4gb og einn sem er 10 gb... Hvort er nóg að vera með 4 eða 10 ?
Svo er mar, þetta gamla soundblaster og svona...

En hérna... Red Hat 8.0 , sem er einhverjar 5 iso myndir...er það ekki besti kosturinn fyrir mig ? Eða er hún ekki nógu öflug fyrir það?

Vantar bara nokkrar hugmyndir um hvað ég get gert við þessa Tölvu...bara ef einhver hefur betri hugmynd en að láta Rh8.0 á hana :lol:

Sent: Fim 13. Feb 2003 01:26
af kemiztry
Heh, ég er nokkuð viss um að þessi vél á ekki eftir að ráða við CS server þó svo hann verði lítill :/ En um að gera að prófa.

Ég mæli með Red Hat 8 á hana enda er ég með eina svipaða sem keyrir sama kerfi. Nota hana sem router fyrir tvær Windows vélar og ásamt því keyri ég fleiri forrit á henni :D

Sent: Fös 14. Feb 2003 12:05
af Voffinn
Og er Red Hat 8 nokkuð að hiksta á henni hjá þér ? En hérna ef ég næ mér í þessa 5x.iso filea...er nokkuð erfitt að láta þetta inn? og svo...er 4 gb nóg fyrir Rh8?

Sent: Fös 14. Feb 2003 13:07
af MezzUp
Kíktu hingað ef að þú ætlar að setja upp CS server.
Þú þarft ekki að sækja alla 5 fælana. Fyrstu 3 eiga að duga í flestallt minnir mig og svo 4GB er meira en nóg

Sent: Fös 14. Feb 2003 17:35
af kemiztry
Ekkert sem heitir hikst á Linux :) (console-based allavegana)

Ég er að keyra á 350MHz PII / 384MB SDRAM / 6.5GB HDD. Þetta keyrir alveg ágætlega hjá mér að vísu hef ég ekki sett upp CS server á vélinni :P

Sent: Fös 14. Feb 2003 18:59
af MezzUp
kemiztry: ertu að runna X á henni?

Sent: Lau 15. Feb 2003 04:57
af kemiztry
heh nei... hún myndi svitna við það að hafa svoleiðis kerfi installað á sér :)