Eitthvað eins og Xbox media center .... en fyrir PC?

Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Eitthvað eins og Xbox media center .... en fyrir PC?

Pósturaf hagur » Þri 29. Jún 2004 22:10

Flestir hérna sem eiga/þekkja til Xbox vita eflaust hvað Xbox media center dæmið er - rosalega flottur media player sem spilar nánast allt video/audio format sem þekkist, með rosaflottri grafík og ég veit ekki hvað og hvað.

Er ekki til neitt sambærilegt forrit fyrir venjulegar PC vélar? Ég veit af vlan playernum, hann er magnaður, en hann er samt ekki alveg það sama og t.d xbox media center .... ég trúi varla að maður þurfi að fá sér Xbox og modda það til að geta notað svona töff hugbúnað :roll: .




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Þri 29. Jún 2004 22:29

Þú getur nátturlega fengið þér Windows XP Media Center tölvu. Það er sammt ekki selt sér.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Þri 29. Jún 2004 22:57

hann er til fyrir windows, virkar þó mjög illa, getur fundið hann á sourceforce.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Mið 30. Jún 2004 00:30

Núnú ... vissi það ekki. Ég checka á sourceforge, takk takk :D



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Mið 30. Jún 2004 17:51

:roll: Ég er ekkert að finna þetta þarna á sourceforge.net, nema bara fyrir X-Box. Ertu nokkuð með slóð?




ibs
Fiktari
Póstar: 80
Skráði sig: Mið 11. Des 2002 14:03
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ibs » Mið 30. Jún 2004 18:09

Ég mæli frekar með MoviX:

MoviX er lítið Linux stýrikerfi sem keyrir af CD en ekki harðadisknum.

Þú bootar disknum upp og getur valið um ýmsa valmöguleika. Með MoviX geturu spilað allar video skrár sem til eru og flestar hljóðskrár, þökk sé Mplayer sem er frábær spilari fyrir linux (http://www.mplayerhq.hu/)

Movix styður TV-out fyrir eftirtalin skjákort
ATI, Matrox, NVidia, Savage og Trident.

Studdar videó skrár eru allar skrár sem eru studdar af Mplayer, þar á meðal DVD, SVCD, VCD, AudioCD, .avi, .mpeg, .wmv, RealPlayer skrár og fleiri.

Að auki getur Mplayer spilað mp3 og .ogg skrár

Það sem þú þarft til að nota Movix er eftirfarandi:

* x86 örgjörvi
* 64 mb RAM
* Mús og Lyklaborð
* Skjákort

ATH! þú þarft engann harðandisk eða stýrikerfi vegna þess að þetta er allt keyrt af diskinum.

MoviX innheldur alla codeca sem til eru fyrir Mplayer, þú þarft ekki að fara installa DivX, XviD og hvað þetta nú allt heitir. Ekkert vesen, skráin spilast bara.

Movix styður líka subtitles.

Það er líka til MoviX2 sem er alveg það sama og MoviX nema að MoviX2 er með grafísku notendaviðmóti (GUI). En mér finnst hitt alveg nægja.

Notkunin er mjög einföld. Þú setur diskinn í og kveikir á tölvunni. Þegar komið er inní movix er valin hverskonar gerð af skrá þú vilt spila. Ef þú ætlar t.d að spila DVD disk þá veluru DVD í Menu, tekur diskinn með MoviX út og setur inn DVD diskinn.

Heimasíða MoviX er: http://movix.sourceforge.net/ þar má nálgast stýrikerfið og fleiri upplýsingar.

Og já auðvitað, MoviX frítt :)



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mið 30. Jún 2004 18:41

hmm, maður kíkir kannski á þetta einhverntímann, er hægt að stream'a yfir í þetta?




Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Pósturaf Amything » Mið 30. Jún 2004 18:43

Flottasta sem ég hef séð (fyrir utan XBMC) er MythTV (linux) http://www.mythtv.org/

Picture in picture og endalaust að flottum fítusum.

Ég mundi samt alvarlega íhuga að blæða 25k fyrir xbox+mod kubb, og kannski auka 4k í fjarstýringuna. Óþarfi að stækka HDD ef þú ætlar að nota þetta í media player. Það slær ekkert út 15 sec bútt tíma og þægilegheitin við XBMC.

PC útgáfan af XBMC er ekki nothæf enn sem komið er að mínu mati, eru lítið að vinna í því miðað við Xbox útgáfuna.



Skjámynd

Höfundur
hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Mið 30. Jún 2004 20:47

ibs: Grúv ... ég prufa þetta við tækifæri.