Var að skoða þennan guide og mér þykir vanta aðeins í hann.
Þegar er verið að setja windows upp á diskinn og hann er unpartitioned, þá væri ekki vitlaust að mæla með að notendur myndu búa fyrst til sneið fyrir windows (um 5gíg til að vera sure) og svo myndi rest vera á einni stórri sneið. Þannig gætu þeir seinna formattað og installað windows aftur án þess að vera fara gegnum það vesen að backa upp allt dótið á fína 120gb disknum sínum, sem margur hver fýrinn er með þessa dagana í tölvunni sinni, jah ef ekki stærri.
Svo kemur að partinum að setja Administrator password, og Pandemic segir
en það er ekkert nauðsynlegt...
Mér finnst það nú alveg hellings nauðsynlegt sjálfum að hafa lykilorð á Administrator, algjör galli að hafa ekkert password.
Annars vil ég hrósa Pandemic fyrir gott framtak, guð veit að ég nenni ekki að skrifa svona guide
