Vivaldi - Íslenskur vafri


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 08. Maí 2020 15:04

Sæl,

Vivaldi er norsk+íslenskur vafri. Við erum með teymi á Eiðistorgi (https://innovationhouse.is/) og í Osló og einhverja hér og þar um heiminn. Við vorum að sleppa nýrri útgáfu með tracker og ad blocker og Vivaldi er nú á Android líka.

Ég er forvitinn. Hvað eru margir hér sem þekkja og nota Vivaldi?

Það er hægt að ná í vafrann á https://vivaldi.com/is/, ef þið hafið ekki prófað hann.

Jón.
Síðast breytt af JónSvT á Fös 08. Maí 2020 16:05, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3170
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 08. Maí 2020 15:08



Just do IT
  √


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 08. Maí 2020 15:14

Hmm. Skrítið. Það að skrifa Vivaldi.is virkar líka, en breytti þessu. :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf GuðjónR » Fös 08. Maí 2020 16:43

5 ára! Vel gert!!
viewtopic.php?p=588680#p588680

Annars þá fíla ég V'ið í Favicon best :happy
Viðhengi
vivaldi.JPG
vivaldi.JPG (18.39 KiB) Skoðað 27533 sinnum




nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1248
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Tengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf nonesenze » Fös 08. Maí 2020 16:47

GuðjónR skrifaði:5 ára! Vel gert!!
viewtopic.php?p=588680#p588680

Annars þá fíla ég V'ið í Favicon best :happy



Þú hefur ekki heimild til að lesa þetta spjallborð.

þetta kemur ef ég klikka á linkinn


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 08. Maí 2020 16:48

Takk fyrir það. Það virkar! Og hjá ykkur líka!




ABss
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 11:08
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf ABss » Fös 08. Maí 2020 20:39

Gaman að sjá þig sjálfan hér inni!

Ég hef nokkrum sinnum notað Opera/Vivaldi í gegnum tíðina, án þess þó að hafa orðið stöðugur notandi, en eftir að hafa lesið mig aðeins til núna væri ég til í að prufukeyra hann aftur.

Hvernig gengur hjá ykkur og hverjar eru notendatölurnar?

Hvernig er Vivaldi fjármagnaður ?




emil40
</Snillingur>
Póstar: 1080
Skráði sig: Þri 28. Jún 2016 11:27
Reputation: 133
Staðsetning: Njarðvík
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf emil40 » Fös 08. Maí 2020 20:47

ég ætla að prófa hann takk


| BQ! Pure Base 500DX | Ryzen 9 9950x | ASRock Steel Legend X670e | Gainward 3070 ti - 8 gb | Samsung 980 Pro NVMe PCIe M.2 - 2 tb og 2x 1 tb | 1x 16 tb og 1x 20 tb | Be quiet! Straight Power 12 Platinum 1500W | G.Skill 64GB (2x32GB) Trident Z5 Neo RGB 6000MHz | Samsung Odyssey G5 34" WQHD sveigður | Microlab B-77BT hátalarar | Rasperry Pie 5 með 1 tb nvme disk |

Skjámynd

jojoharalds
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1619
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Reputation: 295
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf jojoharalds » Fös 08. Maí 2020 21:17

hef notað þennann vafra inn á milli með fireox fyrir löngu
hefur alltaf fundist vanta eitthvað,
spurnsmál að prófa hann aftur og sjá hvað fimm :)


Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-5800X3d @ 4.5 Ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3800MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 1200W - GTX3080
Samsung 980pro 2Tb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb -- Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 08. Maí 2020 22:02

ABss skrifaði:Gaman að sjá þig sjálfan hér inni!

Ég hef nokkrum sinnum notað Opera/Vivaldi í gegnum tíðina, án þess þó að hafa orðið stöðugur notandi, en eftir að hafa lesið mig aðeins til núna væri ég til í að prufukeyra hann aftur.

Hvernig gengur hjá ykkur og hverjar eru notendatölurnar?

Hvernig er Vivaldi fjármagnaður ?


Takk! Gaman að vera hérna. :)

Vonandi gefur þú okkur meiri tíma. Það er smávegis svona með Vivaldi að við erum með svo mikið af hlutum byggða inn að það getur tekið tíma að finna það allt! Sjálfur nota ég hluti eins og single key keyboard shortcuts, sem auðvitað er eitthvað sem maður verður að kveikja á og læra að nota.

Notandafjöldinn er að aukast. Erum með um eina og hálfa milljón mánaðarlega notendur núna. Ótrúlega gaman að fá út Vivaldi 3.0 með tracker blocker, ad blocker, spatial navigation og klukku! Svo var líka gaman að fá út Android útgáfuna. Gerum þetta smá öðruvísi þar líka. Sýnum tabs og erum auðvitað með sync og notes, og svo framvegis. Svo erum við að vinna með að fá út tölvupóstinn og dagatalið. Mikið í gangi núna!

Ég fjármagna Vivaldi. Allir starfsmenn eiga hlut, en ég kem með peninginn. Við viljum ekki hafa aðra fjárfesta. Við viljum sjá til þess að Vivaldi haldi áfram að vera forrit fyrir notendurna og ekkert annað!

Jón.




Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 08. Maí 2020 22:03

emil40 skrifaði:ég ætla að prófa hann takk


Flott! Verður gaman að heyra hvað þér finnst!

Jón.




Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 08. Maí 2020 22:05

jojoharalds skrifaði:hef notað þennann vafra inn á milli með fireox fyrir löngu
hefur alltaf fundist vanta eitthvað,
spurnsmál að prófa hann aftur og sjá hvað fimm :)


Gott mál. Væri forvitnilegt að heyra hvað þér vanti, ef eitthvað er. Við erum með mikið meira byggt inn en aðrir vafrar og extensions virka að mestu leiti líka. Það tekur stundum smá tíma að kynnast öllu sem við höfum. Það er svo mikið.

Jón.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3170
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 08. Maí 2020 22:39

Ákvað aðallega að prófa Vivaldi til að athuga hvort íslenska þýðingin væri góð, get sagt að hún er til fyrirmyndar, get ekki sagt að ég hafi verið týndur við að nota vafrann þó svo að ég sé vanur að nota enska viðmótið dags daglega .
Kann ágætlega við viðmótið/útlitið (reyndar þurfti ég að þysja sjálfgefna notendaviðmótið út svo að fontur liti eðlilega út í upphafi úr 100% í 140% samanborið við Firefox) Annars hefði ég þurft að píra augun við lestur.
Flott framtak (er sjálfur ekki á markaðnum eftir nýjum vafra en gott að vita hvað er í boði).
Síðast breytt af Hjaltiatla á Fös 08. Maí 2020 22:41, breytt samtals 2 sinnum.


Just do IT
  √


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 08. Maí 2020 22:50

Hjaltiatla skrifaði:Ákvað aðallega að prófa Vivaldi til að athuga hvort íslenska þýðingin væri góð, get sagt að hún er til fyrirmyndar, get ekki sagt að ég hafi verið týndur við að nota vafrann þó svo að ég sé vanur að nota enska viðmótið dags daglega .
Kann ágætlega við viðmótið/útlitið (reyndar þurfti ég að þysja sjálfgefna notendaviðmótið út svo að fontur liti eðlilega út í upphafi úr 100% í 140% samanborið við Firefox) Annars hefði ég þurft að píra augun við lestur.
Flott framtak (er sjálfur ekki á markaðnum eftir nýjum vafra en gott að vita hvað er í boði).


Við erum auðvitað að reyna að gera okkar besta að byggja íslenskan vafra. Fleiri hafa lagt mikið í það að gera þýðinguna eins góða og hægt er. Gott að heyra að það er að virka!

Hmm. Athyglisvert að þetta sé lítið hjá þér. Ætti ekki að vera öðru vísi en aðrir vafrar, en auðvitað gott að það er einfalt að breyta þessu í Vivaldi.

Hvað stoppar þig í að skipta yfir? Væri gott að skilja það. Við hlustum á okkar notendur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að það er svo mikið af möguleikum í Vivaldi. Í stað þess að safna gögnum um notendurna, þá hlustum við bara á hvað þeir vilja. Svo byggjum við inn allt af möguleikum. Þannig þurfa margir smá tíma til að finna allt það sem við höfum upp á að bjóða, en þegar það er gert þá virkar vafrinn mjög vel fyrir flesta.

Jón.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3170
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 545
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Hjaltiatla » Fös 08. Maí 2020 23:02

JónSvT skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Ákvað aðallega að prófa Vivaldi til að athuga hvort íslenska þýðingin væri góð, get sagt að hún er til fyrirmyndar, get ekki sagt að ég hafi verið týndur við að nota vafrann þó svo að ég sé vanur að nota enska viðmótið dags daglega .
Kann ágætlega við viðmótið/útlitið (reyndar þurfti ég að þysja sjálfgefna notendaviðmótið út svo að fontur liti eðlilega út í upphafi úr 100% í 140% samanborið við Firefox) Annars hefði ég þurft að píra augun við lestur.
Flott framtak (er sjálfur ekki á markaðnum eftir nýjum vafra en gott að vita hvað er í boði).


Við erum auðvitað að reyna að gera okkar besta að byggja íslenskan vafra. Fleiri hafa lagt mikið í það að gera þýðinguna eins góða og hægt er. Gott að heyra að það er að virka!

Hmm. Athyglisvert að þetta sé lítið hjá þér. Ætti ekki að vera öðru vísi en aðrir vafrar, en auðvitað gott að það er einfalt að breyta þessu í Vivaldi.

Hvað stoppar þig í að skipta yfir? Væri gott að skilja það. Við hlustum á okkar notendur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að það er svo mikið af möguleikum í Vivaldi. Í stað þess að safna gögnum um notendurna, þá hlustum við bara á hvað þeir vilja. Svo byggjum við inn allt af möguleikum. Þannig þurfa margir smá tíma til að finna allt það sem við höfum upp á að bjóða, en þegar það er gert þá virkar vafrinn mjög vel fyrir flesta.

Jón.


Er að nota Ubuntu 20.04 stýrikerfið , veit ekki hvort það skipti einhverju máli (mögulega er ég eitthvað jaðartilfelli) og installaði 64 bita .Deb skránni af Vivaldi.com.

Kann mjög vel við Firefox og það er ekki verra að lausnin er Open source ásamt því að ég er mjög hrifinn af privacy Policy-u Mozilla.

Kann mjög vel við þessa fídusa í Firefox
https://addons.mozilla.org/en-US/firefo ... ontainers/
https://monitor.firefox.com/

Ásamt öðrum hlutum eins og tracking protection og svo framvegis.


Just do IT
  √


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Fös 08. Maí 2020 23:12

Hjaltiatla skrifaði:
JónSvT skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Ákvað aðallega að prófa Vivaldi til að athuga hvort íslenska þýðingin væri góð, get sagt að hún er til fyrirmyndar, get ekki sagt að ég hafi verið týndur við að nota vafrann þó svo að ég sé vanur að nota enska viðmótið dags daglega .
Kann ágætlega við viðmótið/útlitið (reyndar þurfti ég að þysja sjálfgefna notendaviðmótið út svo að fontur liti eðlilega út í upphafi úr 100% í 140% samanborið við Firefox) Annars hefði ég þurft að píra augun við lestur.
Flott framtak (er sjálfur ekki á markaðnum eftir nýjum vafra en gott að vita hvað er í boði).


Við erum auðvitað að reyna að gera okkar besta að byggja íslenskan vafra. Fleiri hafa lagt mikið í það að gera þýðinguna eins góða og hægt er. Gott að heyra að það er að virka!

Hmm. Athyglisvert að þetta sé lítið hjá þér. Ætti ekki að vera öðru vísi en aðrir vafrar, en auðvitað gott að það er einfalt að breyta þessu í Vivaldi.

Hvað stoppar þig í að skipta yfir? Væri gott að skilja það. Við hlustum á okkar notendur. Það er ein af ástæðunum fyrir því að það er svo mikið af möguleikum í Vivaldi. Í stað þess að safna gögnum um notendurna, þá hlustum við bara á hvað þeir vilja. Svo byggjum við inn allt af möguleikum. Þannig þurfa margir smá tíma til að finna allt það sem við höfum upp á að bjóða, en þegar það er gert þá virkar vafrinn mjög vel fyrir flesta.

Jón.


Er að nota Ubuntu 20.04 stýrikerfið , veit ekki hvort það skipti einhverju máli (mögulega er ég eitthvað jaðartilfelli) og installaði 64 bita .Deb skránni af Vivaldi.com.

Kann mjög vel við Firefox og það er ekki verra að lausnin er Open source ásamt því að ég er mjög hrifinn af privacy Policy-u Mozilla.

Kann mjög vel við þessa fídusa í Firefox
https://addons.mozilla.org/en-US/firefo ... ontainers/
https://monitor.firefox.com/

Ásamt öðrum hlutum eins og tracking protection og svo framvegis.


Margir okkar eru að nota Linux. Það er þó líklega eitthvað þarna hvað varðar upplausn á skjerm og stýrikerfi. Það er að minnstað kosti gott að það tókst að gera við það.

Containers er flott. Við höfum verið að spá í álíka dæmi í mörg ár en fórum á endanum í tracker blocker og ad blocker. Held það geri meira fyrir flesta, en við höfum enn containers á listanum.

Kóðinn í Vivaldi er allur læsilegur. Allar breytingar í Chromium birtum við. Restin er HTML/CSS/JS, sem er pakkað saman, en ekki erfitt að lesa. Ég er svo mjög ánægður með okkar privacy. Held við séum hugsanlega einasti vafrinn sem ekki safnar gögnum um notendur. :)

Jón.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Tbot » Sun 10. Maí 2020 22:09

Lítur ágætlega út og er hraður.

https://www.dailymail.co.uk/home/index.html
Kemur með meldingu að ad blocker sé í gangi, spurning hvernig hægt sé að blöffa slíkt?




BO55
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf BO55 » Sun 10. Maí 2020 23:16

Ég hef notað FireFox nánast eingöngu í mörg mörg ár. Hef prófað fullt af öðrum vöfrum. Ég skipti um daginn í Vivaldi og mér líkar mjög vel við hann. Ég hugsa að þetta verði minn vafri í framtíðinni. Hraður og það besta er að það er hægt að nota viðbætur. Smá sem böggar mig samt, mögulega stillingaratriði?

1. Pláss fyrir ofan tabs. Smá "lína" sem gerir ekkert, þ.e. ef ég ætla að skipta á milli tabs, þá ver ég alveg upp og svo pínu niður til að geta ýtt á viðkomandi tab. T.d. í FireFox þá nær tab-inn alveg upp.
2. Opna tab frá pinned tab. Nýtt tab opnast alveg út á enda til hægri en ekki við hliðina á pinnuðu tabs.
3. Tekur smá tíma að skipta í og frá full screen á Youtube. Lengur en í FireFox finnst mér.

Annars, frábært framtak og náttúrulega geggjað að það sé Íslendingur á bak við þennan vafra. Í raun ættu allir á Íslandi að nota Vivaldi :)



Skjámynd

Dropi
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 229
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Dropi » Sun 10. Maí 2020 23:46

Vivaldi hefur verið main browserinn minn á Windows síðan V1, sem hefur verið uþb 2015 eða 2016 man ekki alveg. Aðal ástæðan var power user customization og mouse gestures, get ekki lifað án þeirra. Nota hann enn í dag.

Side-barið er líka algjört æði, download listinn er eins og hann gerist bestur. Zoom sliderinn á status barnum er líka frábær, nota hann og reset takkann oft daglega.

Annars er alveg óþolandi hvað ég lendi oft í þvi að ætla að smella með miðju músartakkanum til að loka tab, en hitti rétt aðeins fyrir neðan tabinn á línuna og stækka þá preview gluggann, en þann glugga þoli ég ekki. Sennilega hægt að slökkva á þessu en ég gleymi alltaf að leita af stillingunni. Þetta gerist bara þegar ég ætla að loka mörgum tabs í einu hratt, en venjulega loka ég tab með "L" mouse gesture.
Síðast breytt af Dropi á Sun 10. Maí 2020 23:54, breytt samtals 4 sinnum.


LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 11. Maí 2020 12:00

Tbot skrifaði:Lítur ágætlega út og er hraður.

https://www.dailymail.co.uk/home/index.html
Kemur með meldingu að ad blocker sé í gangi, spurning hvernig hægt sé að blöffa slíkt?


Takk fyrir það.

Hmm. Ég fæ ekki þessa spurningu á Daily Mail. Ertu með einhvern annan blokker í notkun? Við munum halda áfram að þróa auglýsingablokkeringuna. Hún virkar mjög vel í lang flestum tilfellum, en stundum er þetta spurning um hvaða listar eru í notkun. VIð veljum bara easylist til að byrja með, en hægt er að bæta við fleiri listum sem blokkera meira.

Jón.




Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 11. Maí 2020 12:06

BO55 skrifaði:Ég hef notað FireFox nánast eingöngu í mörg mörg ár. Hef prófað fullt af öðrum vöfrum. Ég skipti um daginn í Vivaldi og mér líkar mjög vel við hann. Ég hugsa að þetta verði minn vafri í framtíðinni. Hraður og það besta er að það er hægt að nota viðbætur. Smá sem böggar mig samt, mögulega stillingaratriði?

1. Pláss fyrir ofan tabs. Smá "lína" sem gerir ekkert, þ.e. ef ég ætla að skipta á milli tabs, þá ver ég alveg upp og svo pínu niður til að geta ýtt á viðkomandi tab. T.d. í FireFox þá nær tab-inn alveg upp.
2. Opna tab frá pinned tab. Nýtt tab opnast alveg út á enda til hægri en ekki við hliðina á pinnuðu tabs.
3. Tekur smá tíma að skipta í og frá full screen á Youtube. Lengur en í FireFox finnst mér.

Annars, frábært framtak og náttúrulega geggjað að það sé Íslendingur á bak við þennan vafra. Í raun ættu allir á Íslandi að nota Vivaldi :)


Sæll!

Velkominn yfir til Vivaldi! :)

1. Þetta er stillingaratriði. Á ensku er þetta "Remove Tab Spacing in Maximized Windows".
2. Það eru stillingar fyrir það hvar tabs opna líka. :)
3. Hef ekki séð þetta, en auðvitað munum við halda áfram að vinna við að gera hlutina hraðari.

Takk fyrir falleg orð. Vona auðvitað að fleiri Íslendingar koma yfir til okkar. Við erum með stórt teymi á Íslandi líka og Vivaldi er líka hýstur hjá Hringdu!

Jón.




Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 11. Maí 2020 12:10

Dropi skrifaði:Vivaldi hefur verið main browserinn minn á Windows síðan V1, sem hefur verið uþb 2015 eða 2016 man ekki alveg. Aðal ástæðan var power user customization og mouse gestures, get ekki lifað án þeirra. Nota hann enn í dag.

Side-barið er líka algjört æði, download listinn er eins og hann gerist bestur. Zoom sliderinn á status barnum er líka frábær, nota hann og reset takkann oft daglega.

Annars er alveg óþolandi hvað ég lendi oft í þvi að ætla að smella með miðju músartakkanum til að loka tab, en hitti rétt aðeins fyrir neðan tabinn á línuna og stækka þá preview gluggann, en þann glugga þoli ég ekki. Sennilega hægt að slökkva á þessu en ég gleymi alltaf að leita af stillingunni. Þetta gerist bara þegar ég ætla að loka mörgum tabs í einu hratt, en venjulega loka ég tab með "L" mouse gesture.


Gaman að þú ert með okkur. :)

Þú getur slökkt á þessu með að slökkva á "Show Tab Thumbnails". Það finnast innstillingar fyrir flest í Vialdi. :)

Jón.



Skjámynd

Jón Ragnar
</Snillingur>
Póstar: 1016
Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
Reputation: 206
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf Jón Ragnar » Mán 11. Maí 2020 12:48

Sæll Nafni! Ég hef verið að nota Vivaldi í smástund núna á Mac á vinnutölvunni og hann virkar virkiega vel.



CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video


Höfundur
JónSvT
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fim 02. Jún 2016 20:15
Reputation: 117
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf JónSvT » Mán 11. Maí 2020 12:51

Jón Ragnar skrifaði:Sæll Nafni! Ég hef verið að nota Vivaldi í smástund núna á Mac á vinnutölvunni og hann virkar virkiega vel.


Sæll Nafni!

Það er gott að heyra!

Jón.




netkaffi
</Snillingur>
Póstar: 1082
Skráði sig: Þri 25. Apr 2017 17:21
Reputation: 90
Staða: Ótengdur

Re: Vivaldi - Íslenskur vafri

Pósturaf netkaffi » Mið 13. Maí 2020 17:04

Ég er búinn að vera nota Vivaldi í allavega ár held ég. Alveg eitt það besta sem hefur gerst fyrir vafraheiminn fyrr eða síðar. Af hverju var enginn annar kominn með þessar breytingar, eins og að geta fært address bar og tab bar til hliðar eða niður t.d., alveg ótrúlegt.

Allir þessir customisable möguleikar, aldrei taka þá til baka! Þetta er eins og þetta á að vera í vöfrum. Vafri er fagurfræðilegt tól líka og vinnutól og skemmtitól og það skiptir máli að geta stillt allt eins og maður vill svipað og maður hannar íbúð eins og maður vill þegar maður flytur inn í hana allavega með því að raða húsgögnum. Þetta er málið og þið eruð snillingar.

Þið komuð með svo marga nýja fídusa að það var svo gott að maður trúði því varla. En hann er stöðugur, kröftugur og flottur! Þið komumst á undan stórbáknunum Google og Microsfot á met tíma, varðandi sumt og svo langt á undan á svo stuttum tíma. Alveg magnað. 10/10 guys.
Síðast breytt af netkaffi á Mið 13. Maí 2020 17:08, breytt samtals 2 sinnum.