Síða 1 af 1
Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 15:06
af Pascal
Góðan daginn,
Er að reyna setja upp ljósnet hjá mömmu og pabba.
Þau búa út á landi þar sem það er besta sem er í boði.
Þegar pabbi var að gera upp húsið hefur hann rifið dósina fyrir heimasímann í burtu.
Eru búin að vera nota 4G net síðan þá.
Veit einhver hvernig ég á að tengja þetta svo eg fái netið til að koma inn.
Erum komin með router og þetta a allt að virka.
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 15:37
af peacedust
Það eru komin nokkur ár síðan ég vann við vdsl uppsetningar en þá settum við splitter/síu á inntakið áður en það tengdist svo í router/símtæki. Þetta var lítill svartur kubbur með þremur RJ-11 kerlingum, merktar LINE, TEL, MODEM ef ég man rétt. En mikilvægast var svo að hringja í Símann og fá þá til að færa tenginguna úr ADSL yfir í VDSL
Þá fékk maður yfirleitt netsamband um leið.
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 15:49
af Pascal
peacedust skrifaði:Það eru komin nokkur ár síðan ég vann við vdsl uppsetningar en þá settum við splitter/síu á inntakið áður en það tengdist svo í router/símtæki. Þetta var lítill svartur kubbur með þremur RJ-11 kerlingum, merktar LINE, TEL, MODEM ef ég man rétt. En mikilvægast var svo að hringja í Símann og fá þá til að færa tenginguna úr ADSL yfir í VDSL
Þá fékk maður yfirleitt netsamband um leið.
Uuu jájá, pabbi sagði að þetta hafi verið svona hjá sér áður.
Hann bara pældi ekkert í því hvernig þetta var tengt þegar hann reif þetta úr.
Vodafone sagði að ég þyrfti að fá rafvirkja í þetta, þeir vissu ekkert hvernig ég ætti að tengja þetta
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 16:41
af depill
Er þetta inntakið ( lítur ekki þannig út ). In essence lítur þetta rétt tengt út, 2 vírar í bláan sem er nóg fyrir DSL. Þér er velkomið að pinga mig og ég get kannski kíkt hvernig þetta á að vera hjá þér með inntakið ( ef þú ert hjá Voda það er ).
Spurning er hvort að guli og rauði séu basicly með DSL signalið inn til þín eða hvort þetta er þarna. Ef þú kemst í inntakið og getur tekið mynd af því ætti þetta að skýrast allt.
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 16:51
af Pascal
depill skrifaði:Er þetta inntakið ( lítur ekki þannig út ). In essence lítur þetta rétt tengt út, 2 vírar í bláan sem er nóg fyrir DSL. Þér er velkomið að pinga mig og ég get kannski kíkt hvernig þetta á að vera hjá þér með inntakið ( ef þú ert hjá Voda það er ).
Spurning er hvort að guli og rauði séu basicly með DSL signalið inn til þín eða hvort þetta er þarna. Ef þú kemst í inntakið og getur tekið mynd af því ætti þetta að skýrast allt.
Uh tja þessi kapall kemur beint úr veggnum þar sem síminn var tengdur alltaf.
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 16:53
af Pascal
En svo er þetta víst líka, en það hefur enginn fiktað í þessu í fleiri fleiri ár síðan að það kom einhver til að laga heimasímann.
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 17:13
af depill
Er þetta ekki svarti go hvíti þarna efst upp sem er ekki tengt í neitt ? Er þetta inntakið ? þar sem þetta kemur í hús
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 17:26
af Pascal
depill skrifaði:Er þetta ekki svarti go hvíti þarna efst upp sem er ekki tengt í neitt ? Er þetta inntakið ? þar sem þetta kemur í hús
Eftir okkar bestu vitneskju, þá já.
Á eg að reyna tengja þetta bara þarna ?
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 18:15
af arons4
Sýnist vírarnir vera eitthvað tæpt punsaðir í tengið, plús þeir snúa í vitlausa átt.
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 19:00
af Pascal
arons4 skrifaði:Sýnist vírarnir vera eitthvað tæpt punsaðir í tengið, plús þeir snúa í vitlausa átt.
Þetta er nú bara svona tæpt sett í þar sem ég var ekki viss hvort þetta væri tengt í réttu tengin.
Ætti það að skipta einhverju máli svo lengi sem það snerti járnið í tenginu?
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 19:07
af Pascal
Núna hef ég þrýst vírunum almennilega niður og snéri þeim rétt.
Núna blikkar internet ljósið a routernum nokkrum sinnum og slekkur á sér aftur.
Gerir þetta a svona mínútu fresti.
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 20:48
af Hizzman
Er þetta dós í lofti? Það er líklegt að lausu vírarnir séu inntakið. Það er væntanlega ekki línusími virkur? Það væri ágætt að sjá mynd sem sýnir hvernig leiðslurnar koma inn í dósina.
edit: það lítur reyndar ekki út fyrir að snúran sem þú heldur á, komi í hina dósina.
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 21:07
af Vaktari
Vilt allavega ekki hafa neitt annað en 2 víra beint úr inntaki og beint í þennan tengil sem þú ert með.
Semsagt beina leið svo engar truflanir verði á leiðinni.
Ef þú ert með línuleitara þá ættirðu að geta rekið þetta að inntaki.
Er þessi dós ekki bara einhver millidós þar sem lagnirnar fara í húsinu í og svo í inntakið?
Hef aðgang vodafone megin til að sjá hvort það sé ekki örugglega búið að klára tenginguna á þessu
Re: Tengja DSL
Sent: Þri 22. Des 2020 21:08
af russi
Ef routerinn er blikka í mín eða svo og hættir, þá er hann að reyna að ná synci, sem hann er ekki að ná.
Fyrst þarftu að tryggja að xDSL sé virkjað hjá þér, færð þær upplýsingar hjá Símanum eða Vodafone.
Þú þarft að finna inntakið sjálft og rekja þig þaðan, við gerum ráð fyrir því að í inntakinu sé verið að nota pr númer eitt( oft kallað sæti).
Þarft að sjá hvaða hvert sá kapall fer og rekja þig honum og sjá hvort sama par er tengt áfram og svo koll og kolli ef það eru framlengingar á þessu.
Besta leiðinn fyrir til að prófa línuna er að fara með router að inntaki og tengja beint þar og sjá hvort komi sync, myndi byrja á því áður en þú ferð að koma merkinu á annan stað í húsinu svo þú sért ekki að gera þetta bara til þess að pirra þig.
Ef þú ert ekki viss um sætin á inntakinu sendu þá mynd inn og ég skal reyna að lóðsa þig áfram
Re: Tengja DSL
Sent: Mið 23. Des 2020 11:44
af oliuntitled
Sendi þér PM