Síða 1 af 1

Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 13:26
af kjuttem
Góðan daginn og gleðilegt árið,

Ég formattaði tölvuna mína um daginn eftir að hafa skipt út móðurborði, örgjörva og vinnsluminni. Gerði að vísu þau mistök að setja strax inn key-ið eins og ég væri að installa nýju windows en ekki að formatta.

Í kjölfarið er windows ekki activated og virðist ekki geta activateað það. Þekkir einhver þetta vandamál og getur aðstoðað? Sá hinn sami á inni rauðvínsflösku hjá mér, nema hann hafi ekki aldur til! :)

kv.
Ævar Hrafn

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 13:39
af GuðjónR
Windows lyklar binda sig við og fylgja móðurborðinu.
Þú hefðir getað fest lykilinn við microsoft aðganginn þinn og notað hann þannig aftur.
Minnsta vesenið er líklega að fara á ebay og kaupa nýjan lykil fyrir 2-3 dollara.

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 13:53
af zurien
Prufaðu að opna powershell sem administrator og skrifa þetta (X = lykillinn þinn):
slmgr /ipk XXXXX-XXXXX-XXXXX-XXXXX-XXXXX

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 13:55
af gRIMwORLD
virkar stundum að keyra activation í gegnum command line ef gui vill ekki activate'a

Keyrir slmgr.vbs eitt og sér og færð upp lista yfir valmöguleikana

btw.. slmgr.vbs /IPK ### setur bara inn lykilinn.
Þarft svo að keyra slmgr.vbs /ato til að activate'a

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 15:08
af Dr3dinn
Ég lenti í þessu nákvæmlega sama um daginn og þurfti bara að kaupa mer annan key :(

Google lausnir aðstoðuðu ekki.

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 15:10
af gutti
mæla með setja eins og nafni benta á ekkert vesen

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 15:50
af gRIMwORLD
Myndi alltaf reyna að böggast í Microsoft Support áður en ég færi að kaupa annan lykil. Sama hversu cheap hann er

https://www.howtogeek.com/444351/how-to-reactivate-windows-10-after-a-hardware-change/

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 16:52
af trusterr
Ég festi lykilin við hotmailið mitt svo ég lennti ekki í þessu aftur og hef breytt 2x móðurborði + CPU og virkaði enðá.
Gæti virkað ef þú gerir activation með sign in

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 17:44
af Penguin6
Support hjá Microsoft var ekki lengi að redda þessu fyrir mig þegar þetta kom fyrir hjá mer

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 18:33
af kunglao
GuðjónR skrifaði:Windows lyklar binda sig við og fylgja móðurborðinu.
Þú hefðir getað fest lykilinn við microsoft aðganginn þinn og notað hann þannig aftur.
Minnsta vesenið er líklega að fara á ebay og kaupa nýjan lykil fyrir 2-3 dollara.


Lyklar fylgja móðurborðinu eins og sagt er í þessum pósti!!!

Re: Activation virkar ekki eftir format

Sent: Þri 05. Jan 2021 18:59
af Hizzman
GuðjónR skrifaði:Minnsta vesenið er líklega að fara á ebay og kaupa nýjan lykil fyrir 2-3 dollara.


ali er mitt go to, þegar ég feta þennan stíg. einnig iptv sub.