Þráðlaust net í steypuklumpi


Hlynzi
Geek
Póstar: 871
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 20
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Hlynzi » Mið 02. Feb 2022 23:27

Það eru nokkrar leiðir, best er alltaf að koma cat6 kapli beint á efstu hæð eða hverja hæð fyrir sig, það væri hægt að stelast í gegnum raflagnir (er í lagi með cat6 sem er einangraður 300 volt..sem þeir eru flestir ef ekki allir), best væri að athuga hvar loftnetstenglar eru staðsettir (fer eftir aldri) en þeir eru reglulega í beinni línu (símatenglar eru líka góðir) Er sjálfur með eitthvað af cat6 dreginn með raflögnum og verð ekkert var við truflanir, dúndrandi fínn hraði á öllu (900+ mb/s í speedtest símans).

Svo er hægt að bora aðeins og leggja rennur á milli hæða, ekkert rosalegt rask og gleymist fljótt ef rennan er nett og snyrtileg.


Hlynur


Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Fim 03. Feb 2022 00:13

Svona er að velta þessu fyrir sér…
Var byrjaður á að skrifa svar við Hlynzi hér að ofan sem byrjaði svona:
Ég er VIRKILEGA búin að liggja yfir hvernig ég næ kapli frá router að efstu hæð og er enn ekki búin að finna góða leið.

Þegar ég fattaði eitt:
Húsið er það gamalt að það er pottþétt lögn upp á þakplötu fyrir sjónvarpsloftneti. Mig minnir að ég hafi tekið það niður fljótlega eftir að ég flutti inn. Sú tenging fer niður á þann stað sem sjónvarpið er, og þangað liggur nettenging frá ljósboxi í sjónvarp. Það ætti að vera hægt að draga cat6 kapal eftir þeirri lögn, á steypta þakplötuna og bora gat í hana til að festa AP í loftinu…

Vá… næstum tuttugu ár að fatta þetta!
Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Fim 22. Sep 2022 00:53

Frekar en að stofna nýjan þráð datt mér í hug að setja þetta hérna:

Er LOKSINS komin með Ubuquiti Dream Router og 2 UniFi6 Lite. Var að detta í hús en það hefur ekkert verið hægt að panta þetta undanfarna mánuði. Var orðin það desperate að ég hefði allt eins tekið Mikrotik hefði það verið til. Supply and demand er alveg steikt þessa dagana.

Nema:

Núna þarf ég að draga netkapla á nokkra staði og er með örfáar spurningar:
1) Cat5e eða Cat6? Skiptir það einhverju máli í raun? Engin lögnin verður lengri en 15 metrar max.

2) Ég þarf að koma 3 köplum fyrir í að mér sýnist 16 mm lagnarör. Er það hægt? Allir þessir þurfa í sama rörið:
a. Kapall frá ljósleiðaraboxi að router (internet tengingin)
b. Kapall frá ljósleiðaraboxi að afruglara/sjónvarpi
c. Kapall frá router tilbaka í sama rör (og síðan í 16 mm rör með ljósleiðaratenginu niður í kjallara)

3) Ef ég kem ekki 3 köplum í sama rör er eh leið að samnýta leiðsluna frá ljósleiðaraboxinu til að senda bæði sjónvarp og data? Veit að menn voru að gera þetta með því að kljúfa vírinn, en hef grun um að þetta myndi draga úr burðagetu.
Sinnumtveir
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 88
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 22. Sep 2022 06:15

Þumalputtareglan er: hærra Cat númer meiri séns á að þú getir td farið í 10G, 25G ethernet osfrv síðar Það er ekki hægt að draga þrjá kapla samtímis í 16mm rör, lágmark 20mm rör fyrir slíkt og jafnvel það getur reynst erfitt eða ómögulegt. Fækkaðu köplunum. Ef þú leitar á netinu finnurðu fáránleg svör á borð við að þú gætir komið allt að fimm ethernet köplum í 16mm rör, gleymdu því alveg. Að geta fræðilega troðið einhverjum x mörgum köplum í tiltekið rörþvermál hefur núll tengingu við hve mikið er hægt að draga í raunheimum. Gætir kannski gert það með mjög stuttan og mjög beinan rörbút en þegar um íslenska lagnaleið er að ræða, hámark 2 kaplar. Með því að hafa router við ljósleiðaraboxið en svo annan router (í access point mode) þar sem þessir kaplar eiga að lenda. Er ekki alveg viss um að ég skilji til fulls leiátið hjá þér en mér finnst augljóst að þú getir fækkað köplum fram og til baka með router staðsetningu og aðgangspunktum.

Hafðu samband við helstu efnissala til að komast að því hverjir hafa grennstu og þjálustu Cat6 og Cat7 kaplana. Síðast þegar ég tékkaði þetta (~4 ár) var Ískraft hinn augljósi sigurvegari, staðan gæti verið önnur í dag (ég myndi samt veðja gegn því :) ) Að fá sem þjálastann og þynnstan hágæða kapal er alltaf til bóta því það léttir ídráttinn og dregur þar með úr möguleika á að kapall skemmist við ídráttinn.

Svo geturðu auðvitað með græjukaupum dregið ljósleiðara í rörin frekar en CatX kapla að einhverju marki en það er miklu dýrari, flóknari og ómarkvissari lausn en það sem áður var talið og skilar hvorki meiri hraða né afkastagetu.
Síðast breytt af Sinnumtveir á Fim 22. Sep 2022 06:54, breytt samtals 3 sinnum.
Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Fim 22. Sep 2022 15:27

Takk fyrir þetta. Sýnist almenna reglan vera að Cat6 eru um 6,1 í þvermál og Cat5 5,2.

Er ekki að finna neinn sem selur grennri – amk ekki í minna en 300 metra einingum. Ætli ég þurfi 30 – 40 í heild.

Það er fyrir ein Cat5 lögn í þessu röri (Milu-box í sjónvarp) og ég reikna með að prófa að draga 2 Cat6 en við minnstu mótstöðu hætta við, fjarlægja þennan Cat5 og reyna aftur. Til þrautar get ég svo notað Cat6 til að tengja ljósleiðara og router og síðan Cat5 til að þræða tilbaka og áfram í kjallarann.
Þetta eru ekki nema 4 metrar, en reyndar 2 x 90 vinklar (einn á hvorum enda).

Ég get alltaf bara tengt afruglarann beint í routerinn og þannig fækkað um eina snúru. Sennielga sniðugast bara að gera það og þar með duga 2 í þessa einu vandræðalögn.
Sinnumtveir
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 88
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 22. Sep 2022 21:40

Peacock12 skrifaði:Takk fyrir þetta. Sýnist almenna reglan vera að Cat6 eru um 6,1 í þvermál og Cat5 5,2.

Er ekki að finna neinn sem selur grennri – amk ekki í minna en 300 metra einingum. Ætli ég þurfi 30 – 40 í heild.

Það er fyrir ein Cat5 lögn í þessu röri (Milu-box í sjónvarp) og ég reikna með að prófa að draga 2 Cat6 en við minnstu mótstöðu hætta við, fjarlægja þennan Cat5 og reyna aftur. Til þrautar get ég svo notað Cat6 til að tengja ljósleiðara og router og síðan Cat5 til að þræða tilbaka og áfram í kjallarann.
Þetta eru ekki nema 4 metrar, en reyndar 2 x 90 vinklar (einn á hvorum enda).

Ég get alltaf bara tengt afruglarann beint í routerinn og þannig fækkað um eina snúru. Sennielga sniðugast bara að gera það og þar með duga 2 í þessa einu vandræðalögn.


Treystu mér, þú ert ekkert að fara að draga þrjá víra í 16mm rör, fræðilega vel hægt en, kamon, það er ekki að fara að virka nema lögnin sé mjög stutt og með extra víðum og mjúkum beygjum. 200% er slíkt ekki að fara að virka í rör sem þegar er með vír ef þeim vír er ekki fórnað fyrst. Ef fyrir er vír í rörinu ertu ekki að fara að draga fleiri víra í það án þess að taka kapalinn sem fyrir er úr fyrst (PS, ég mynda henda þeim vír, átök við ídrátt geta skaða kapla, betra að fórna nokkrum metrum en að reyna endurnýtingu).
arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 914
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 118
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf arons4 » Fim 22. Sep 2022 22:11

3x cat5 fara alveg leikandi í 16mm rör og jafnvel í barka ef hann er vel lagður. Erfiðara með cat6 samt.

Nota bara nóg af ídráttarfeiti og passa að þeir "víxlist" ekki inn í rörinu.
Sinnumtveir
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 88
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 22. Sep 2022 23:25

arons4 skrifaði:3x cat5 fara alveg leikandi í 16mm rör og jafnvel í barka ef hann er vel lagður. Erfiðara með cat6 samt.

Nota bara nóg af ídráttarfeiti og passa að þeir "víxlist" ekki inn í rörinu.


Æ nei, segji ég. Þú gætir verið heppinn og þetta gengi. Leikandi, nei, oftast ekki í íslenskum húsum.

Mín ráð: gleymdu því að setja þrjá kapla í 16mm rör. Það er ekki tilraunarinnar virði. Svo geta menn bara sleppt því að taka mínum ráðum :) Ég verð ekkert sár.
Höfundur
Peacock12
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Fim 17. Des 2020 13:25
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf Peacock12 » Fös 23. Sep 2022 11:45

Tek fullt mark á þessu með þrjá og sextán!
Enda ætla ég að afmarka mig við 2 x Cat6, hafa þá 1xCat6 og 1xCat5 til vara (Cat6 fyrir tengingu úr ljósleiðaraboxi í router þá) og 2xCat5 sem neyðarúrræði gangi ekkert annað.

Það sem gerir mér mögulegt að fækka er helst það að ég er með ótakmarkað gagnamagn og því skiptir ss engu máli þótt ég tengi sjónvarpið beint í routerinn (sem kemur til með að standa við hliðina á afruglaranum).
TheAdder
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf TheAdder » Fös 23. Sep 2022 13:58

Peacock12 skrifaði:Tek fullt mark á þessu með þrjá og sextán!
Enda ætla ég að afmarka mig við 2 x Cat6, hafa þá 1xCat6 og 1xCat5 til vara (Cat6 fyrir tengingu úr ljósleiðaraboxi í router þá) og 2xCat5 sem neyðarúrræði gangi ekkert annað.

Það sem gerir mér mögulegt að fækka er helst það að ég er með ótakmarkað gagnamagn og því skiptir ss engu máli þótt ég tengi sjónvarpið beint í routerinn (sem kemur til með að standa við hliðina á afruglaranum).


Eftir áralanga reynslu af ídrætti á köplum, þá myndi ég ráðleggja þér að prófa að draga 3 cat6 UTP kapla, en jafnframt gera ráð fyrir að það gangi ekki og þú skemmir þá við að reyna.
Það er "hægt" að koma 4 cat5e í 16mm rör, en það þarf að raða þeim í rörið fullkomlega. 3 Cat6 geta sloppið, en ef einhver þrenging er á rörinu eða óþarflega kröpp beygja, þá er hægt að gleyma því. Cat6 UTP kapall er ekkert dýr á meterinn, skoðaðu kostnaðinn við að "henda" 3 köplum við að prófa þetta og prófaðu ef það er innan kostnaðaráætlunnar og það er mikið freistandi að hafa 3 kapla til staðar.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - AORUS GeForce RTX™ 2080 Ti XTREME 11G - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


dadik
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf dadik » Fös 23. Sep 2022 16:09

Getur líka dregið einn kapal ef rörið er erfitt smellt swiss á annan endann.

Ég gerði þetta svona þegar ég dró í loftnetsrörin í húsinu hjá mér, enda sumar lagnirnar frekar erfiðar.

Gaurinn sem dró í þetta með mér ráðlagði mér eindregið frá því að nota feiti. Hún storknar með tímanum sem gerir nánast ómögulegt að hreyfa þetta kapla aftur ef eitthvað kemur uppá (að hans sögn).


ps5 ¦ zephyrus G14


TheAdder
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 89
Staða: Ótengdur

Re: Þráðlaust net í steypuklumpi

Pósturaf TheAdder » Fös 23. Sep 2022 18:39

dadik skrifaði:Getur líka dregið einn kapal ef rörið er erfitt smellt swiss á annan endann.

Ég gerði þetta svona þegar ég dró í loftnetsrörin í húsinu hjá mér, enda sumar lagnirnar frekar erfiðar.

Gaurinn sem dró í þetta með mér ráðlagði mér eindregið frá því að nota feiti. Hún storknar með tímanum sem gerir nánast ómögulegt að hreyfa þetta kapla aftur ef eitthvað kemur uppá (að hans sögn).


Gamla feitin gerði það, nútíma sleipiefni gera það minna eða ekki. Kemi spreyið hefur reynst mér mjög vel hingað til, bæði í gömul járn rör og svo plastið.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - AORUS GeForce RTX™ 2080 Ti XTREME 11G - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo