Síða 1 af 1

Multiple instances á sömu vél?

Sent: Þri 19. Apr 2022 21:36
af playman
Er ekki tæknin orðin nógu góð í dag til þess að keyra multiple instances af windows á sömu vél?
Langar að geta keyrt nokkur windows instances á sömu tölvunni á sama tíma, semsagt ég er oft að vesenast í allskonar
dóti, hobby tölvuleikjagerð, minka diska safnið mitt og rippa diska og því fylgir oft mikið af forritum svo
auðvitað bara venjuleg notkun, leikir osf. en langar að hafa þetta allt aðskylt og helst þannig að instöncin geti ekki talað saman.
Nenni ekki dual booti, nenni ekki Hyper-V og þannig, langar að geta nýtt tölvuna þannig að hvert instance tekur það sem að það þarf
af tölvunni
Væri geggjað t.d. að geta verið með hvert instance á hverjum skjá fyrir sig.

Einhver sem að skilur mig?
Einhver sem hefur verið í svipuðum hugleiðingum og getur kannski bent á einhverja lausn?

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Þri 19. Apr 2022 21:42
af asgeirbjarnason
playman skrifaði:Er ekki tæknin orðin nógu góð í dag til þess að keyra multiple instances af windows á sömu vél?


playman skrifaði:nenni ekki Hyper-V og þannig, langar að geta nýtt tölvuna þannig að hvert instance tekur það sem að það þarf
af tölvunni


Ööhhh... Þú ert að tala um Hyper-V? Veit ekki hvernig öðruvísi þú sérð fyrir þér að „multiplexa“ mörg stýrikerfisinstance nema með því að keyra það sem sýndarvélar

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Þri 19. Apr 2022 21:44
af Predator
Þig langar til að keyra mörg instöns á sömu vélinni og vilt að hvert instans geti í realtime óskað eftir resources eins og þarf. Held það sé ekkert til sem geti framkvæmt þetta og þú sért alveg jafn vel settur með því að keyra bara allt hefðbundið á einni windows uppsetningu þar sem forritin sem þú ert að nota kalla þá eftir þeim resources sem þau þurfa hverju sinni.

Það eina sem kemst nálægt svona löguðu eru hypervisors eins og proxmox eða hyper-v. Held að ástæðan fyrir því að þetta sé ekki fýsilegt er sú að það séu hreinlega ekki til driverar sem bjóða upp á svona. Í gegnum hypervisor er td alltaf emulateað skjástýringu nema að þú sért með passthrough á það en þá er það bundið af þeirri sýndarvél sem er verið að hleypa því á og ekki hægt að færa það yfir á aðra án þess að endurræsa hypervisorinn. Það sama á við um allar aðrar stýringar í vélinni hjá þér eins og USB, diska, osfrv.

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 00:42
af playman
Var einmitt hræddur um að þetta væri ekki hægt eins og ég var að vona.
Það sem ég var aðallega að leitast eftir var að geta geta verið með nokkur aðskyld "vinnuborð" án þess að standa í
reboots eða vera að ræsa alltaf hinar og þessar VM's.

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 07:43
af Hjaltiatla
playman skrifaði:Var einmitt hræddur um að þetta væri ekki hægt eins og ég var að vona.
Það sem ég var aðallega að leitast eftir var að geta geta verið með nokkur aðskyld "vinnuborð" án þess að standa í
reboots eða vera að ræsa alltaf hinar og þessar VM's.

Windows virtual desktop?

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 08:14
af nonesenze
Gætir þú ekki verið með hotswap með nokkra diska? Eða bara marga users?

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 08:35
af Viktor
Windows Key + Ctrl + Left Arrow
Windows Key + Ctrl + Right Arrow

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 14:46
af playman
Hjaltiatla skrifaði:Windows virtual desktop?

Var búin að skoða þann möguleika, sem er ástæðan fyrir því að ég byrjaði að leita eftir þessum "fídus".
WVD er mjög svipað því sem ég er að leita að, en það býður ekki uppá separated instances. Allavegana af því sem að
ég hef séð af WVD er að það geymir bara windows/forrit í sér glugga og býður ekki uppá að installa forrit inní hvert WVD fyrir sig.
WVD er frábært ef að þú ert bara með einn skjá, en fyrir einstakling eins og mig með marga skjái þá er ég ekki að sjá
hvað WVD getur gert eitthvað annað fyrir mig. Einnig ef maður restartar (var þannig allavegana) þá þarf maður að raða öllum
windows/forritum aftur í sinn WVD instance.

Viktor skrifaði:Windows Key + Ctrl + Left Arrow
Windows Key + Ctrl + Right Arrow

Er það ekki bara það sama og Hjalti benti á?

nonesenze skrifaði:Gætir þú ekki verið með hotswap með nokkra diska? Eða bara marga users?

Það myndi þá þýða að ég þurfi alltaf að restarta þegar að mér langar að fara í leikjagerð eða fara að rippa og ekki getað
t.d. encodað á meðan ég er að surfa netið eða spila léttan leik. Að vera með multiple users myndi þá þýða að ég þyrfti alltaf
að hoppa á milli users sem að getur orðið tedious þegar að maður þarf reglulega að hoppa á milli þeirra bara af því að maður þarf að
stoppa eitt forrit eða kíkja á póstin t.d. Þar að auki veit ég ekki alveg hvernig resource sharing virkar á active users, hvort að
það sé live sharing eða hvort að hver user fyrir sig fái sitt resource allocation.

Ég veit að þetta er pjúra First world problem og ég veit að ég er ekki sá eini sem er að
leita af þessum möguleika. Það er til margt sem er keimlíkt þessu en hentar ekki alveg fyrir mig.
Endilega ef þið hafið fleiri hugmyndir þá endilega pósta þeim hérna, nema ef þú ætlar að koma með hugmynd að fá mér bara fleiri vélar, það yrði alltof dýrt.

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 18:25
af Minuz1
Sé ekki þörfina til þess að vera með alveg aðskilin stýrikerfi.
Eitt stýrikerfi tekur yfir alla þá resource-a sem það hefur aðgang að.
Þú getur ekki nýtt 100% minni tvisvar á sömu tölvunni. Þú þarft að aðskilja það svo að hvert instance sem þú ert að óska hafi sér pláss.
Þar er munurinn á "stýrikerfi" og hefðbundnu forriti.

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 19:43
af Nariur
Ég á voða erfitt með að skilja hvað það er sem þú græðir á að hafa mörg instance. Að deila resources á milli verkefna er nákvæmlega það sem stýrikerfi gerir og að bæta við fleirum inniheldur bara massíft overhead og er í dag, held ég, ekki hægt eins og ég skil að þú viljir það.

Frá mínu sjónarhorni værirðu eingöngu að ræna þig af functionality og resources með því að gera þetta ekki allt innan eins stýikerfis. Lang eðlilegasta lausnin er bara að draga gluggana inn á þann skjá sem þú vilt hafa þá á.

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 20:00
af nonesenze
Windows 11 býður líka uppá að setja upp sithvort desktop á hverjum skjá

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Mið 20. Apr 2022 21:14
af Hizzman
gúglaði smá: það virðast vera til lausnir sem leyfa fleiri en einn user loggaðan inn í einu og þá hver með sinn skjá.mús.lyklaborð.

'multi user computer' eða eitthvað þannig

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Fim 21. Apr 2022 17:42
af playman
Nariur skrifaði:Ég á voða erfitt með að skilja hvað það er sem þú græðir á að hafa mörg instance. Að deila resources á milli verkefna er nákvæmlega það sem stýrikerfi gerir og að bæta við fleirum inniheldur bara massíft overhead og er í dag, held ég, ekki hægt eins og ég skil að þú viljir það.

Frá mínu sjónarhorni værirðu eingöngu að ræna þig af functionality og resources með því að gera þetta ekki allt innan eins stýrikerfis. Lang eðlilegasta lausnin er bara að draga gluggana inn á þann skjá sem þú vilt hafa þá á.

Minuz1 skrifaði:Sé ekki þörfina til þess að vera með alveg aðskilin stýrikerfi.


Málið er að ég vil gera þetta allt saman innan "eins stýrikerfis" en bara geta haft aðskyld svæði. Ég er þegar með allt skipt á milli skjáa, desktop
icons osf. það virkar alveg ágætlega, en það sem ég er helst að leita eftir er að geta verið verkefnin skipt niður í þeirra "eigin stýrikerfi".
Myndi virka svipað og quarantine í vírusvörnum, gögnin í quarantine get ekki séð önnur gögn á tölvunni og önnur gögn/forrit geta ekki séð
gögnin í quarantine. Þannig að ég gæti t.d. sótt Handbrake og installað því í video instance án þess að hafa það í main instance eða í
game creation instance, þetta er svo mikið af forritum sem að fylgja leikjagerð og video editing að það er ekki fyndið, þess vegna langar
mér að geta aðskilið þetta. Og svo ef maður þarf að strauja vélina/instance að þá þyrfti maður ekki að sækja allt draslið og eyða mörgum
dögum í að setja allt upp aftur.

Minuz1 skrifaði:Eitt stýrikerfi tekur yfir alla þá resource-a sem það hefur aðgang að.
Þú getur ekki nýtt 100% minni tvisvar á sömu tölvunni. Þú þarft að aðskilja það svo að hvert instance sem þú ert að óska hafi sér pláss.
Þar er munurinn á "stýrikerfi" og hefðbundnu forriti.

Nei enda er ég ekki að tala um að nýta minnið 100% tvisvar, meikar ekki sense. Er að tala um að hvert instance geti
tekið sín % sem það þarf hverju sinni. Held að fólk sé aðeins of fast í þessari stýrikerfis hugsun, þetta þarf ekkert að vera stýrikerfi "per se"
heldur lokað instance sem væri keyrt sem forrit þá væntanlega. Rétt eins og forrit geta óskað eftir 4gb RAM og 4 kjarna en skilað svo 2gb RAM
og 2 kjörnum seinna meir því það þarf ekki svo mikið af resources.

nonesenze skrifaði:Windows 11 býður líka uppá að setja upp sithvort desktop á hverjum skjá

Það er bara það sama og virtual desktop og er í windows 10, að mér sýndist.

Hizzman skrifaði:gúglaði smá: það virðast vera til lausnir sem leyfa fleiri en einn user loggaðan inn í einu og þá hver með sinn skjá.mús.lyklaborð.
'multi user computer' eða eitthvað þannig

Já eins og t.d. MS multipoint server, nema að þá þarftu að hafa einhverja smá vél á hinum endanum til þess að tengja skjá/lyklaborð/mús.
Það er ekki alveg að gera sig, og mig minnir að hver user er með fast resource allocation, og ef að user þarf auka RAM þá þarf að fara í main vélina
og slökkva á usernum til þess að geta bætt við hann RAM. Einnig minnir mig með t.d. multipoint serverin að öll forrit sem á að nota þurfa
að vera instölluð á servernum sjálfur, en þá er ég komin bara í sama pakka og ég er núna.


Veit ekki alveg hvernig ég á að geta útskýrt þetta frekar, maður er með þetta í hausnum en nær ekki að koma þessu frá sér á rituðu máli.
Ætli það sé ekki hægt að líkja þessu við íbúð, Þú ert með 200fm íbúð sem bara einn stór geymir, eldhús, baðherbergi, bílskúr os.f. er allt
í þessum eina geymi, og þér langar ekkert að þurfa horfa uppá vin þinn koma í heimsókn og skjóta einni þynnku bombu hjá þér, það
myndi stinka upp alla íbúðina eða setja bílin í gang eða vera að rafsjóða eitthvað og vilt ekki að allar eiturgufurnar fari um alla íbúð og yfir alla fjölskylduna, þannig
að þú myndir vilja setja upp veggi og hurðar til þess að haga þessu öllu í sínum eigin herbergjum (Instances) og samt
notað heitt/kalt vatn og glugga (resources) eins og hvert herbergi þarf fyrir sig.
Hvort sem að þetta sé til eða ekki, þá er þetta það sem að ég er að leitast eftir.

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Fim 21. Apr 2022 18:29
af TheAdder
Ég get ekki betur séð en eina lausnin sem sé eitthvað í áttina við hvað þú ert að sækjast eftir væri proxmox eða einhver álíka hypervisor og svo win10/11 virtual vélar. Kannski tvö skjákort, lítið fyrir hypervisor og hitt fyrir passthrough.

Re: Multiple instances á sömu vél?

Sent: Fim 21. Apr 2022 22:36
af dadik
Getur gert þetta með HyperV ef þú nennir að setja það upp.

Einfalt líka að prófa þetta með Virtual Box - https://www.virtualbox.org/

Þyrftir kannski að kaupa þér aðeins meira minni ef þú ætlar að fara að keyra mörg stýrikerfi.