Síða 1 af 1

Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Sent: Mið 31. Ágú 2022 00:57
af kornelius
Jæja hér eru hráar upplýsingar um það hvernig maður setur upp AdGuard + WireGuard til að sleppa við auglýsingar:

Fyrst þarf að setja upp nýja vél VM eða járn skiptir ekki máli svo framarlega sem hún er á sama neti og aðrar vélar á heimaneti.
Mæli með Ubuntu-Server 22.04 LTS í verkefnið.
Eina sem þarf að setja upp er SSH server til að geta tengst remote inn á nýju vélina:

Lesa vel yfir allt áður en haldið er af stað.

Síðan

"sudo apt update && sudo apt upgrade"
"sudo apt install curl dnsutils"

Fyrst er það AdGuard: sjá hér: https://github.com/AdguardTeam/AdGuardHome
Keyra:
curl -s -S -L https://raw.githubusercontent.com/Adgua ... install.sh | sh -s -- -v

Síðan er það WireGuard, sjá hér: https://github.com/Nyr/wireguard-install
Keyra:
wget https://git.io/wireguard -O wireguard-install.sh && bash wireguard-install.sh

Best er að velja default stillingar í uppsetningar ferlinu.
Það er alltaf hægt að breyta eftir á.

Síðan þarf að portforwarda frá Router inn á þessa nýju vél portinu til þess að geta tengst WireGuard þetta er vanalega á bilinu 56000-56900 og kemur fram í uppsetningu á WireGuard.

Vona að fólk sé duglegt að googla ef að eitthvað er ekki að virka strax - það tók mig nokkra klukkutíma að fá þetta til að virka

Hér eru síðan linkar á WireGuard forritin fyrir síma/fartölvur:

Android: https://play.google.com/store/search?q= ... apps&hl=en
Apple: https://apps.apple.com/us/app/wireguard/id1441195209

Málið er að setja upp app og nota QR-Code sem WireGuard gefur manni við uppsetningu.
Til að bæta við fleiri notendum keyrir maður aftur "bash wireguard-install.sh"

Athugið að nýja vélin verður innri dns á ykkar heima-neti og líka dns fyrir VPN/WireGuard Client'a.

Gangi ykkur vel.

K.

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Sent: Mið 31. Ágú 2022 11:59
af svavaroe
Þess má geta að Wireguard notar port 51820 default og notar UDP sem Transport Layer, en ekki TCP
Svona uppá port forwarding á router.

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Sent: Lau 03. Sep 2022 12:36
af axyne
Er til DNS blocklist fyrir íslenskar auglýsingar ?
mælirðu með einhverju öðrum lista en bara default Adguard DNS filternum ?

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Sent: Fim 16. Nóv 2023 16:23
af Hjaltiatla
Ég notaði þitt concept en setti upp pfBlockerNG á Pfsense Router/eldvegginn heima þar sem ég er með Wireguard VPN uppsett.

Er að skila þokkalegum árangri á mínum tækjum til að losna við auglýsingar. Er byrjaður að nota Always on vpn á Wireguard application á Android síma sem er virkar nokkuð vel þótt ég sé að Roam-a á milli 4g punkta.

Mynd

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Sent: Fim 16. Nóv 2023 16:56
af kornelius
Hjaltiatla skrifaði:Ég notaði þitt concept en setti upp pfBlockerNG á Pfsense Router/eldvegginn heima þar sem ég er með Wireguard VPN uppsett.


Flott hjá þér :) það er náttl. hægt að gera þetta á svo marga vegu, sem er það skemmtilega við þetta allt saman.

K.

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Sent: Fim 16. Nóv 2023 17:22
af TheAdder
WireGuard á Home Assistant Yellow og PiHole samsetning hjá mér.
Er AdGuard að virka betur á self hosted auglýsingar en PiHole?

Re: Uppsetning á AdGuard + WireGuard

Sent: Fim 16. Nóv 2023 17:28
af kornelius
TheAdder skrifaði:WireGuard á Home Assistant Yellow og PiHole samsetning hjá mér.
Er AdGuard að virka betur á self hosted auglýsingar en PiHole?


Verð að viðurkenna það að ég hef ekki gert samanburð þó ég hafi prufað bæði, held að bæði AdGuard og pi-hole séu mjög góð.
Aftur á moti er ég að nota Adguard sem Extension í vafra og það alveg svínvirkar.

K.