Þeir benda mér á að kaupa Sitelock sem er frekar dýrt.

Þekkið þið þetta eitthvað, get ég lagað þetta einhvern veginn sjálfur? Eða þarf ég kannski bara að byrja uppá nýtt?
falcon1 skrifaði:Er þetta contentful annað en Wordpress?
Veit ekkert hvernig var farið að því að hakka mig. Hýsingaraðilinn ætlar að setja upp afrit frá því fyrir mánuði fyrir mig og sjá hvort að það virki.
Verst að ég hef verið of latur við að taka sjálfur backup, þá þyrfti ég kannski ekki að reiða mig á hýsingaraðilann að redda mér. Þetta eru svo sem ekkert það critical síður en ömurlegt samt að lenda í svona.
falcon1 skrifaði:Ég þarf að endurbyggja nokkrar síður eftir þessa árás. Er skynsamlegast/öruggast að byggja þær á gamla mátann með HTML/CSS í staðinn fyrir að nota Wordpress eða einhver slík forrit? Þetta eru síður sem ekki þarf að uppfæra oft.
jonfr1900 skrifaði:Það virðist sem að það sé oft brotist inn hjá Hostgator. Ég held að þú þurfir að finna þér betri hýsingarþjónustu.
falcon1 skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Það virðist sem að það sé oft brotist inn hjá Hostgator. Ég held að þú þurfir að finna þér betri hýsingarþjónustu.
Já er það?
Hvaða hýsingarþjónustu mynduð þið þá mæla með í staðinn?
jonfr1900 skrifaði:falcon1 skrifaði:jonfr1900 skrifaði:Það virðist sem að það sé oft brotist inn hjá Hostgator. Ég held að þú þurfir að finna þér betri hýsingarþjónustu.
Já er það?
Hvaða hýsingarþjónustu mynduð þið þá mæla með í staðinn?
Ég er hjá 1984 á Íslandi en ég veit ekki hvort að það séu fleiri aðilar á Íslandi sem bjóða upp á hýsingu. Ég flutti mig til Íslands þegar ég gafst upp á græðginni hjá Bandarískum hýsingarðilum.