Síða 1 af 1

ISNIC og heimilisserver

Sent: Sun 23. Apr 2023 11:19
af stigurgrimsson
Ég er með ubuntu server running 24/7 sem er með ip tölu og mig langar að vísa .is léni á það frá ISNIC.

Þetta er ekkert mál með lén frá cloudflare því þeir bjóða upp á að fylla inn ip tölu í þeirra dashboard-i.

Hvernig gerir maður það á ISNIC þegar þetta er bara hérná á skrifborðinu? ](*,)

Re: ISNIC og heimilisserver

Sent: Sun 23. Apr 2023 11:29
af Hjaltiatla
Þegar þú verslar .is lén af Isnic þá ertu að versla Country code Top-level domain lén (þá ertu þannig séð ekki búinn að velja þér DNS hýsingaraðila þó svo að Isnic bjóði uppá basic DNS áframsendingarþjónustu og þess háttar).

Getur t.d valið Cloudflare sem DNS hýsingaraðila með að fylgja þessum leiðbeiningum
Hvernig flyt ég hýsingu léns? (skipta um nafnaþjóna):https://www.isnic.is/is/faq#domain_redelegate

Re: ISNIC og heimilisserver

Sent: Sun 23. Apr 2023 17:08
af AntiTrust
Þú getur notað DNS þjónustuna hjá ISNIC fyrir þetta, þarft bara að færa lénið yfir á þeirra nafnaþjóna. Það eru ekki margar tegundir af DNS færslum sem þeir bjóða uppá en A record er auðvitað þar, sem er væntanlega það sem þú ert að leitast eftir?