Síða 1 af 1

EdgeRouter Lite, Hjálp!

Sent: Mán 15. Maí 2023 23:32
af Krissinn
Gott kvöld.

Ég er með EdgeRouter Lite beini á GR ljósleiðaratengingu og í dag fékk ég símhringingu frá mínum ISP, Vodafone um að þeim var tilkynnt að public ip talan mín sé aðgengileg á internetinu :dontpressthatbutton Ég prufaði ip töluna í vafra á 4G og já, fékk upp login síðuna á beini. Hvernig laga ég þetta :woozy Og hvað er mögulega að valda þessu?

Re: EdgeRouter Lite, Hjálp!

Sent: Þri 16. Maí 2023 00:14
af AntiTrust
Þarftu ekki bara að slökkva á external access að routernum þínum og stilla FW'inn rétt til?

Re: EdgeRouter Lite, Hjálp!

Sent: Þri 16. Maí 2023 00:19
af kornelius
Sjálfgefið er að við fyrstu uppsetningu þá er aðeins opið fyrir LAN inn á router management, þannig að eitthvað hefur breyst í config til að access yfir WAN interface sé opið.

Hér er linkur á manual https://dl.ubnt.com/guides/edgemax/Edge ... ite_UG.pdf

Gangi þér vel með þetta

K.

Re: EdgeRouter Lite, Hjálp!

Sent: Þri 16. Maí 2023 00:23
af Krissinn
AntiTrust skrifaði:Þarftu ekki bara að slökkva á external access að routernum þínum og stilla FW'inn rétt til?


Ég breytti þessu í Drop og þá virðist hafa lokast fyrir þetta public. Er ég að gera rétt?

Sc.jpg
Sc.jpg (61.47 KiB) Skoðað 3444 sinnum

Re: EdgeRouter Lite, Hjálp!

Sent: Þri 16. Maí 2023 00:29
af kornelius
Væntanlega er þetta rétt ef allt annað virkar eins og það á að gera.

K.

Re: EdgeRouter Lite, Hjálp!

Sent: Þri 16. Maí 2023 08:02
af Jón Ragnar
Vel gert hjá þeim að bjalla í þig og láta vita samt :)

Re: EdgeRouter Lite, Hjálp!

Sent: Fim 18. Maí 2023 09:31
af kjartann
Krissinn skrifaði:Gott kvöld.

Ég er með EdgeRouter Lite beini á GR ljósleiðaratengingu og í dag fékk ég símhringingu frá mínum ISP, Vodafone um að þeim var tilkynnt að public ip talan mín sé aðgengileg á internetinu :dontpressthatbutton Ég prufaði ip töluna í vafra á 4G og já, fékk upp login síðuna á beini. Hvernig laga ég þetta :woozy Og hvað er mögulega að valda þessu?


Það kemur skemmtilega að óvart að þeir hafi hringt til þess að láta vita af þessu. Það tók netskannara að bruta inn í EdgeRouter X tækið mitt þegar að ég hafði frestað að læsa því niður alveg strax til þess að ég gerði það loksins :lol: