Síða 1 af 1

Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Fös 25. Ágú 2023 11:02
af Technicolor


Eru einhverjir að spila leiki á 4g eða 5g tengingu?, t.d. Fifa í playstation.
Er þetta að virka og þá hvaða router eruð þið með og hjá hvaða fyrirtæki er tengingin?

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Fös 25. Ágú 2023 11:07
af Viggi
Ég er með 5g hjá nova og huawei router og lendi aldrei í veseni með leikina. Með um 70 ping í cod sem er bara nokkuð venjulegt

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Fös 25. Ágú 2023 14:03
af brain
Veit til að vinur minn er á Siglufirði með 5G og spilar alla leiki sína án vesens. Er hjá Símanum.

Var áður með Ljósnet, og lenti þá oft í laggi og leiðindum.

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Fös 25. Ágú 2023 14:26
af wicket
5G er fínt í leikjaspilun, 4G not so much. Ein stóra breytingin þarna á milli kynslóða er einmitt latency.

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Lau 26. Ágú 2023 13:06
af Viggi
Hann á líka eftir að sjá góðan hraða. Þetta er rokkandi mest á milli 500-800 Mbps. Tekur stökk upp þegar túristunum er farið að fækka. ping i kring um 30

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Sun 27. Ágú 2023 20:58
af darkppl
5G er betra en 4G, en ljósleiðari mun alltaf vera betri/beintenging

Býst við að munt allanvegana vera yfirleitt 23ms hærra á 5g vs beintengingu þannig flestir leikir sem þurfa viðbragðstíma verða verri.
Mynd

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Sun 27. Ágú 2023 21:38
af IceThaw
Notaði 4g í leikjaspilun, virkaði fínt. Nota núna 5g og er auðvitað betra EF signalið er gott, ef það er ekki gott þá getur það verið choppy.

Eina sem ég hef aldrei verið sáttur með er að ná ekki að opna port, var með huawei 4g router - náði aldrei að opna port, núna með 5g nokia fastmile loftnet í route mode - næ ekki að opna port. Er hjá Nova og hef verið ánægður með þá - nema erfitt að fá hjálp við að opna port, hef reynt að fá aðstoð en virðist vanta reynslu hjá þeim sem svara í síma, að benda á leiðbeiningar virkar ekki því það er e-ð meira sem þarf að gera, býst við að sé á bakvið CGNAT sem hamlar þetta. Ef einhver er með svar við þessu þá endilega má hinn sami segja frá :)

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Sun 27. Ágú 2023 22:02
af depill
IceThaw skrifaði: Ef einhver er með svar við þessu þá endilega má hinn sami segja frá :)

Yfirleitt geturðu borgað meira til að fá "IP tölu". Enn annars er Nova yfirleitt með IPv6 og CGNat sem er betra enn Vodafone og Síminn sem er yfirleitt bara CGNat.

XBox leikir flestir virkar yfir v6 enn PSN er enn ekki opið.

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Mán 28. Ágú 2023 01:00
af jonfr1900
darkppl skrifaði:5G er betra en 4G, en ljósleiðari mun alltaf vera betri/beintenging

Býst við að munt allanvegana vera yfirleitt 23ms hærra á 5g vs beintengingu þannig flestir leikir sem þurfa viðbragðstíma verða verri.
Mynd


Þetta er bara hraðinn á 5G þar sem tíðnin 3500Mhz bandið (band n77, n78) er í notkun. Annarstaðar er hraðinn í kringum 200Mbps til 400Mbps.

Re: Leikjaspilun á 4G/5G neti

Sent: Mán 28. Ágú 2023 01:14
af Viggi
jonfr1900 skrifaði:
darkppl skrifaði:5G er betra en 4G, en ljósleiðari mun alltaf vera betri/beintenging

Býst við að munt allanvegana vera yfirleitt 23ms hærra á 5g vs beintengingu þannig flestir leikir sem þurfa viðbragðstíma verða verri.
Mynd


Þetta er bara hraðinn á 5G þar sem tíðnin 3500Mhz bandið (band n77, n78) er í notkun. Annarstaðar er hraðinn í kringum 200Mbps til 400Mbps.
Þetta speedtest er af ljósleiðara :) mitt speedtest er á 5g neti sem er að slefa stundum í 900 Mbps