Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga


Höfundur
andarungi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 13. Jún 2022 23:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf andarungi » Þri 31. Okt 2023 16:27

Sælir.

Ég bý í húsi byggt 1980ogeitthvað, það er á pöllum og hefur verið leiðinlegt að ná að dekka vel með þráðlausu neti. Ég prófaði í fyrstu endursenda (repeaters) og net yfir rafmagn með frekar slökum árangri. Næst fór ég í mesh þráðlaust net en með 3 nóðum var sambandið ekki nógu gott og t.d. fjarfundir oft að frjósa.

Mig langaði að prófa að nýta sjónvarpsloftnetslagnirnar sem liggja um allt hús og keypti par af G.hn ethernet over coax græjum (https://us.comtrend.com/gca-6000/) á u.þ.b. 13.000 kr. Það virkar vel, burðarlagshraðinn er 250 - 400 Mbps og þær fullnýta 100Mbps Internettenginguna (ljósnet, því miður). Ólíkt powerline græjunum sem ég var með bætir þetta lítilli töf við (u.þ.b. 0,1 ms rtt aukalega) og það er lítið um tapaða pakka eða flökt á sendingartímanum. Nýlega bætti ég við öðru pari til að ná út í síðustu hornin og það gekk eins og í sögu.

Ég er pínu hissa að G.hn tæknin sé ekki orðin útbreiddari. Hún á að geta virkað með m.a. coax, powerline og símalögnum og gæti því örugglega nýst í mörgum tilfellum. Eru fleiri hérna búnir að skoða eitthvað svona?
Síðast breytt af andarungi á Þri 31. Okt 2023 16:51, breytt samtals 1 sinni.




andriki
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 00:31
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf andriki » Þri 31. Okt 2023 16:31

andarungi skrifaði:Sælir.

Ég bý í húsi byggt 1980ogeitthvað, það er á pöllum og hefur verið leiðinlegt að ná að dekka vel með þráðlausu neti. Ég prófaði í fyrstu endursenda (repeaters) og net yfir rafmagn með frekar slökum árangri. Næst fór ég í mesh þráðlaust net en með 3 nóðum var sambandið ekki nógu gott og t.d. fjarfundir oft að frjósa.

Mig langaði að prófa að nýta sjónvarpsloftnetslagnirnar sem liggja um allt hús og keypti par af G.hn ethernet over coax græjum (https://us.comtrend.com/gca-6000/) á u.þ.b. 13.000 kr. Það virkar vel, burðarlagshraðinn er 250 - 400 Mbps og þær fullnýta 100Mbps Internettenginguna (ljósnet, því miður). Ólíkt powerline græjunum sem ég var með bætir þetta lítilli töf við (u.þ.b. 0,1 ms rtt aukalega) og það er lítið um tapaða pakka eða flökt á sendingartímanum. Nýlega bætti ég við öðru pari til að ná út í síðustu hornin og það gekk eins og í sögu.

Ég er pínu hissa að G.hn tæknin sé ekki orðin útbreiddari. Hún á að geta virkað með m.a. coax, powerline og símatengjum og gæti því örugglega nýst í mörgum tilfellum. Eru fleiri hérna búnir að skoða eitthvað svona?

afhverju ekki bara að draga coaxinn úr og leggja cat5e eða cat6




Höfundur
andarungi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 13. Jún 2022 23:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf andarungi » Þri 31. Okt 2023 16:37

Ég ætlaði fyrst að gera það en það eru engar teikningar til af hvernig þær liggja. Þær lagnir sem ég athugaði virtust liggja út og suður og ekki einfalt að draga milli A og B. Væntanlega hefði rafvirki getað fundið út úr þessu en ég ákvað að prófa hitt fyrst þar sem það var ódýrt.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf jonsig » Þri 31. Okt 2023 16:46

Ætli þú þyrftir samt ekki að hafa þá alltaf einhverjar gagnabreytur við viðtækin með ethernet tengi. Coax=-ethernet
Kosnaðurinn við þannig græjur væri örugglega ekki að borga sig.




Höfundur
andarungi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 13. Jún 2022 23:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf andarungi » Þri 31. Okt 2023 16:54

jonsig skrifaði:Ætli þú þyrftir samt ekki að hafa þá alltaf einhverjar gagnabreytur við viðtækin með ethernet tengi. Coax=-ethernet
Kosnaðurinn við þannig græjur væri örugglega ekki að borga sig.


Þessi græja sem ég keypti er gagnabreytan - $90 (eða 13.000 kr) parið. Þetta er svipaður kostnaður og fyrir net yfir rafmagn.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf jonsig » Þri 31. Okt 2023 17:05

Það væri áhugavert að sjá hvað svona búnaður kreistir mikið úr 75ohm RG59. Ég hélt fyrst að þú ætlaðir í eitthvað 1gbps eða meira.

Þetta voru svaka kaplar sem voru notaðir fyrir breiðbandið, en þeir geta örugglega flutt 10gbps tengingu smá leið.

Docsis er notað í UK mikið.
Þetta er ekki útbreitt kannski, því high end coax lagnir ,tengingar og prófanir er mjög sérhæft
Síðast breytt af jonsig á Þri 31. Okt 2023 17:10, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
andarungi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 13. Jún 2022 23:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf andarungi » Þri 31. Okt 2023 17:40

Nýrri útgáfur af G.hn styðja meiri hraða. Wave-2 styður 2Gbps hámark á burðarlaginu og Wave-3 kemur fljótlega sem hækkar þann hraða í 10Gbps. 1Gbps raunhraði er örugglega raunhæft í náinni framtíð.
Síðast breytt af andarungi á Þri 31. Okt 2023 17:42, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 4976
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 870
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf jonsig » Þri 31. Okt 2023 17:49

Á hverng kapli ? Því afköst á t.d. RG58 vs LMR400 (50ohm) er eins og að bera saman Toyota aygo og Toyota supra.

Sjónvarpskapall RG59 (75ohm) með skrúfuðu tengi er mjög low end.

G.hn er algerlega réttmætanlegt til að gefa eldri lögnum nýtt líf. En algerlega ópraktískt í nýlagnir.

Held að það sé auðvelt að útskýra af hverju það verður ekkert gert mikið með þessa tækni í náinni framtíð.

Gæti trúað að maður þyrfti að nota LMR-240-75 eða LMR400-75 til að samsvara CAT6a afköstum fyrir EINN notanda.
Kostnaðurinn við LMR400 kapal væri eitthvað kringum 100þ+ (50mtr) með tengjum vs 5000þkr CAT6a með tengjum ? Síðan þyrfti í það sérþekkingu og dýr verkfæri.
Síðan eru þessir low- loss kaplar þykkir og óþjálir. (Þykkur kjarni og tvískerming).
Það þarf síðan endapunkta sitthvoru megin við kapalinn.
Jörðin á þessum köplum er nánast aldrei höfð fljótandi, svo þeir eru viðkvæmir fyrir utanaðkomandi truflunum. Og ódýrir kaplar geisla talsvert frá sér sem truflar önnur tæki.

Eini kosturinn sem coax hefur yfir ethernet í dag, er að þú getur sent marga 8k sjónvarps kanala með ódýrum coax (multiplexa). En ef dagskráin á að vera ólínuleg eins og flestir kjósa í dag þá er þetta gangslaust. Og mikið meira vit í fiber.
Síðast breytt af jonsig á Þri 31. Okt 2023 18:09, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
andarungi
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 13. Jún 2022 23:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf andarungi » Þri 31. Okt 2023 18:03

Þekki þetta því miður ekki. Væri gaman að heyra raunverulegar tölur, líka af G.hn yfir powerline og símalínum/twisted pair.




jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2414
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 282
Staðsetning: Ísland (Danmörk, 2024)
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf jonfr1900 » Mið 01. Nóv 2023 02:15

Þessi heimakerfi eru svipuð og DOCSIS sem er notað í kapalkerfum í Evrópu. DOCSIS ræður í dag við gagnaflutning upp á 1Gbps og það á að koma þessu upp í 10Gbps en það er líklega hámarkið þar sem svona kerfi nota tíðnisvið til þess að koma á gagnasamskiptum.

Heimakerfin nota frá 2Mhz og upp í 200Mhz. Það fer eftir framleiðanda hvaða tíðnisvið er notað. Þar sem flestir framleiðendur reyna að forðast að nota UHF sjónvarpsbandið og VHF bandið (sjónvarp í Bandaríkjunum og DAB útvarp í Evrópu, auk FM útvarps á 87,5 - 108Mhz).




Hizzman
Geek
Póstar: 800
Skráði sig: Fös 22. Apr 2016 18:48
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Net yfir loftnetslagnir / G.hn over coax - reynslusaga

Pósturaf Hizzman » Mið 01. Nóv 2023 08:45

andarungi skrifaði:Ég ætlaði fyrst að gera það en það eru engar teikningar til af hvernig þær liggja. Þær lagnir sem ég athugaði virtust liggja út og suður og ekki einfalt að draga milli A og B. Væntanlega hefði rafvirki getað fundið út úr þessu en ég ákvað að prófa hitt fyrst þar sem það var ódýrt.


https://www.computer.is/is/product/verkfaeri-maelitaeki-tone-generator-med-propu

þú getur fundið út hvernig þetta er með þessu mælitæki.