Videoleigu - hugbúnaður


Höfundur
kursk1984
Nýliði
Póstar: 3
Skráði sig: Þri 13. Apr 2021 08:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Videoleigu - hugbúnaður

Pósturaf kursk1984 » Fös 17. Nóv 2023 09:02

Daginn

Man einhver hvaða forrit voru notuð til að halda utan um útleigu á videospólum á
leigunum í gamla daga?

Enn betra ef einhver ætti eitthvað af þessum forritum O:)



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2814
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 203
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Videoleigu - hugbúnaður

Pósturaf CendenZ » Fös 17. Nóv 2023 13:37

Íslenska Forritaþróun ehf bjó til Vídeostjórann, sem svo BS Forritun keypti það af þeim og uppfærði forritið.

Ég held að þetta hafi verið keyrt í telnet/putty yfir í gagnagrunn hjá BS Forritun, m.ö.o þá var þetta ekki hýst á myndabandaleigunum heldur tengdust þær yfir netið. Sem þótti náttúrulega afrek á þessum tíma. Þannig var hægt að búa til svartan lista og skuldalista sem allar aðrar myndbandaleigur gátu séð.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5499
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1018
Staða: Tengdur

Re: Videoleigu - hugbúnaður

Pósturaf appel » Fös 17. Nóv 2023 13:54

CendenZ skrifaði:Þannig var hægt að búa til svartan lista og skuldalista sem allar aðrar myndbandaleigur gátu séð.

Greinilega fyrir tíma Persónuverndar og GDPR :D


*-*


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 614
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Videoleigu - hugbúnaður

Pósturaf dadik » Fös 17. Nóv 2023 14:40

Þetta var líka gert í kerfum á borð við textaútgáfunni (DOS) af Navision.

Í grunninn er þetta ekki flókið, við gerðum útgáfu af svona kerfi fyrir Blocbuster UK á sínum tíma.

Þetta 5 megintöflur sem þú þarft að halda utan um:

Viðskiptamaður
Söluhaus
Sölulínur
Vara
Variant (vara + serial no.)

Held það væri fljótlegt að henda svona upp með þeim þróunartólum sem eru aðgengileg í dag


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1986
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 263
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Videoleigu - hugbúnaður

Pósturaf einarhr » Sun 19. Nóv 2023 14:17

appel skrifaði:
CendenZ skrifaði:Þannig var hægt að búa til svartan lista og skuldalista sem allar aðrar myndbandaleigur gátu séð.

Greinilega fyrir tíma Persónuverndar og GDPR :D


Líka tíminn sem maður var rukkaður margfalt fyrir kaupverðið af spólunni ef maður gleymdi að skila :sleezyjoe


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |