Síða 1 af 1

Óþolandi galli í Windows

Sent: Lau 20. Jan 2024 07:05
af jonfr1900
Þetta er lengi búið að vera óþolandi galli í Windows. Þegar ég var að prófa Hyper-V sýndarvélina og brúa netkortið. Þá var það meðhöndlað af Windows eins og ég væri að endursetja það inn. Kannski var Windows að gera það en þetta olli þessu hérna vandamáli sem fer alveg í tauganar á mér.

Það er engin leið að breyta þessu í Windows að ég fann. Þannig að núna heldur Windows að netkortið hafi verið sett inn 17 sinnum í tölvuna. Ég sendi bug report á þetta til Microsoft en miðað við að þessi böggur er búinn að vera síðan Windows 2000 var, þá er ég ekki bjartsýnn að þessi galli verði lagaður eða breytt.

Windows 11 Pro ethernet card reinstalls.png
Windows 11 Pro ethernet card reinstalls.png (3.42 KiB) Skoðað 1866 sinnum