Pósturaf ketta » Þri 15. Ágú 2006 14:34
Ég fékk Mitac fartölvu fyrir tveimur og hálfu ári. Innan hálfs árs var orðið vesen á henni, suð í henni í tíma og ótíma og rafmangsinntakið hætt að svara, batteríið strax orðið lélegt... u name it. Fyrir utan þessi vangefnu fokkings hljóð í helvítis viftunni. Hugver hefur ekki reynst okkur vel, hafa ekkert viljað fyrir okkur gera, hlógu að okkur þegar við báðum þá um að laga rafmangsinntakið svo tölvan tæki nú inn á sig rafmagn, sögðu að þetta væri "bleble" eitthvað voða tæknilegt orð sem þýddi: "við tökum enga ábyrgð á þessu aularnir ykkar" svo við settum hana í viðgerð hjá þeim fyrir fullt verð, ekki að það hafi skipt neinu máli, rafmagnsinntakið er ennþá svo viðkvæmt að tölvuhelvítið hertekur heilt borð þar sem ekki má hreyfa hana úr stað, né snerta snúruna, en nota bene, hún hættir oft að taka rafmagn inn á sig þótt ekki einu sinni sé hnerrað á snúruna, bara si svona sér maður að hún er farin að ganga á batteríinu, og þá slekkur hún bara á sér, því batteríið er ónýtt, kannski ekki von þegar maður má ekki snerta rafmagnssnúruna. Þegar hún er í vondu skapi þarf ekki það til að hún hætti að taka rafmagn inn á sig til að hún slökkvi á sér, án nokkurrar viðvörunar getur hún slökkt á sér, bara si svona. Ó og var ég búin að nefna það að skjárinn dettur líka út í tíma og ótíma? Já, það má ekki koma við hann lengur, því þá getur hann dottið út og það fer bara eftir skapi hversu marga daga það getur tekið að fá hann inn aftur. Við erum svo skíthrædd við að það gerist að henni er aldrei lokað lengur. Það gerir hana reiða. Öll þessi vandræði sem ég er að tala um hér, fyrir utan rafmagnsvesenið sem við fengum ekki bætt, byrjuðu liggur við í sömu vikunni og hún rann úr þessari lögbundnu tveggja ára ábyrgð. Eftir að hafa átt þetta skrapatól í tvö og hálft ár, og þykjumst við ansi hugrökk, erum við núna að leita okkur að alvöru tölvu, og ætlum að nota sleggjuna á þennan viðbjóð þegar ný tölva er komin inn á heimilið og aldrei að snerta þessa tegund aftur, né Hugver, með tíu metra stöng.
Og ég ætla að bæta við að við höfum sko ekkert verið að fara illa með þetta skrapatól, höfum mest notað hana á borði heimavið fyrir utan að hún fór stundum með okkur í skólann til að glósa. Samt er endingin svona léleg á henni.