benson skrifaði:Android 2.2 (Froyo) vs iPhone OS 4.0Svosem ekkert nýtt hérna en samt gaman að skoða samanburð. Ég get samt ekki verið sammála því að iPhone vinni aesthetics hlutann.
Apple er kannski með stærri app market en Android, en Android er með MIKLU betri app market. Þ.e.a.s. að þau eru flest öll ókeypis fyrir Android en kosta lang flest hjá Apple. Vinnufélagi minn er með iPhone og flest öll forritin (sem koma ekki frá Apple) eru bara drasl og miklu minna cool heldur en á Android. Þannig ég myndi segja DRAW á Apps.
En djöfull er ég sammála með media controlling sigurinn hjá Apple. Apple eru bara einfaldlega með miklu miklu miklu betra media control heldur en Android. Það er eiginlega bara hlægilega lélegt á Android. En aftur á móti er Android tiltölulega nýtt þannig við skulum gefa því séns.
Varðandi aesthetics er ég svolítið sammála greindarhöfundi. iPhone GUI er einfaldlega bara miklu meira "smooth". Scrollið er miklu meira smooth heldur en í Android, iconin öll svo smooth og allt svo smooth. Android hefur samt hraðann, það er alveg á hreinu. Viðmótið þarf hins vegar að bæta töluvert.
Varðandi "New Features, New Beginnings" finnst mér bara asnalegt að tilnefna Apple sem sigurvegara þar. Viðkomandi hefur ekki hugmynd um hvað iPhone OS 4.0 mun bjóða upp á fyrir utan það sem búið er að opinbera. Greinilegt að viðkomandi á iPhone.
Ég samt fyrirlít Apple og þeirra einokun á öllu og hræðslu við að gefa notendum tauminn (open-source). Android svipar mjög til Linux og það er það sem ég fíla við það! Eyecandy'ið er bara bónus.
Hins vegar þessir hardcore Linux gaurar ættu klárlega að fara í Maemo.