Síða 6 af 17

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mán 06. Maí 2013 12:16
af Fridvin
Hvar get ég fengið eintak keypt í dag? Þarf að fá hann sendan austur og er símalaus eins og er þannig væri frábært ef hann væri til einhverstaðar og þá Svartur.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mán 06. Maí 2013 12:26
af hfwf
símanum ef þeir eru ekki out of stock, nova ef þeir eru ekki out of stock, vodafone ef þeir eru ekki out of stock.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mán 06. Maí 2013 14:53
af darkppl
og elko ef þeir eru ekki out of stock

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mán 06. Maí 2013 17:58
af Swooper
Ég var staddur í Kringlunni áðan og ákvað að kíkja við í Símanum og fikta í S4... mér fannst hann eiginlega bara ekkert svo merkilegur. Fann ekki mikinn mun á honum og S3, og TouchWiz er alveg jafn slæmt og það hefur alltaf verið. Finnst mjög ólíklegt að ég fari í S4 næst.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mán 06. Maí 2013 18:22
af DaRKSTaR
búinn að skoða s4.. myndi kaupa mér einn ef það væri útvarp í honum.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mán 06. Maí 2013 19:58
af jonmar90
Veit einhver hérna hvort að GT-I9500 komi í sölu á íslandi?

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mán 06. Maí 2013 20:07
af KermitTheFrog
jonmar90 skrifaði:Veit einhver hérna hvort að GT-I9500 komi í sölu á íslandi?


Stórefast um það. Ef hann kemur þá verður hann ekki í sölu hjá símafyrirtækjunum allavega.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 08. Maí 2013 12:53
af jonmar90
Sá síðan að hann styður ekki 4g, en þessi hinsvegar gerir það: SHV-E300K/S (Korean; Exynos 5 Octa core (1.8 GHz), LTE) er ekki alveg hægt að nota þennan síma á íslandi þótt hann sé gefinn upp eitthvað korean version?

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 08. Maí 2013 13:13
af chaplin
jonmar90 skrifaði:Sá síðan að hann styður ekki 4g, en þessi hinsvegar gerir það: SHV-E300K/S (Korean; Exynos 5 Octa core (1.8 GHz), LTE) er ekki alveg hægt að nota þennan síma á íslandi þótt hann sé gefinn upp eitthvað korean version?


S4 styður 4G.

Nýjustu tölurnar frá speedtest.

Mynd

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 08. Maí 2013 13:16
af hfwf
allir s4 símarnir styðja 4g, hinsvegar er slökkt á því á octo týpunni. Kemur í ljós seinna hvort verði hægt að nota það. ( xda go ).

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 08. Maí 2013 14:06
af raRaRa
Vitiði hvernar nýja sendingin af S4 kemur til Nova?

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 08. Maí 2013 14:38
af steinarorri
chaplin skrifaði:
jonmar90 skrifaði:Sá síðan að hann styður ekki 4g, en þessi hinsvegar gerir það: SHV-E300K/S (Korean; Exynos 5 Octa core (1.8 GHz), LTE) er ekki alveg hægt að nota þennan síma á íslandi þótt hann sé gefinn upp eitthvað korean version?


S4 styður 4G.

Nýjustu tölurnar frá speedtest.

Mynd


þetta er væntanlega 3G hraði samt... Nova er ekki búið að rúlla út 4G í síma

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 08. Maí 2013 14:49
af DaRKSTaR
steinarorri skrifaði:
chaplin skrifaði:
jonmar90 skrifaði:Sá síðan að hann styður ekki 4g, en þessi hinsvegar gerir það: SHV-E300K/S (Korean; Exynos 5 Octa core (1.8 GHz), LTE) er ekki alveg hægt að nota þennan síma á íslandi þótt hann sé gefinn upp eitthvað korean version?


S4 styður 4G.

Nýjustu tölurnar frá speedtest.

Mynd


þetta er væntanlega 3G hraði samt... Nova er ekki búið að rúlla út 4G í síma


4g er ekki í boði fyrir síma ennþá, verður örugglega komið í gáng i lok árs.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 08. Maí 2013 14:50
af g0tlife
Búinn að eiga þennann síma sama dag og hann kom út og hann er algjört æði. I love it !

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 08. Maí 2013 15:18
af chaplin
Mikið rosalega er ég þá ánægður með hraðann sem ég er að fá á 3G netinu mv. að ég hef oftast verið að cappa á 2.6 Mbps download / 0.38 Mpbs.

* Athyglisvert, næ núna tæplega 10Mbps / 0.38Mbps og tveir aðilar með S2 hliðiná mér eru að ná rétt undir 2.1Mbps og 0.38Mbps upload.
Getur e-h útskýrt fyrir mér afhverju ég fæ svona rosalega góðan hraða í niðurhali?

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Fim 09. Maí 2013 00:13
af FuriousJoe
chaplin skrifaði:Mikið rosalega er ég þá ánægður með hraðann sem ég er að fá á 3G netinu mv. að ég hef oftast verið að cappa á 2.6 Mbps download / 0.38 Mpbs.

* Athyglisvert, næ núna tæplega 10Mbps / 0.38Mbps og tveir aðilar með S2 hliðiná mér eru að ná rétt undir 2.1Mbps og 0.38Mbps upload.
Getur e-h útskýrt fyrir mér afhverju ég fæ svona rosalega góðan hraða í niðurhali?



Úff... fæ minn vonandi á fös, helvítið er búið að vera uppselt í að líða á aðra vikuna !

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Fim 09. Maí 2013 11:41
af KermitTheFrog
Jæja, þá er síminn rootaður. Easy með CF-root og allt virkar vel. Er ekki búinn að skoða hvort það sé eitthvað úrval af custom ROMs. En það fjölgar sennilega þegar á líður.

Hefur einhver nennt að kynna sér það?

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Fim 09. Maí 2013 12:00
af hfwf
KermitTheFrog skrifaði:Jæja, þá er síminn rootaður. Easy með CF-root og allt virkar vel. Er ekki búinn að skoða hvort það sé eitthvað úrval af custom ROMs. En það fjölgar sennilega þegar á líður.

Hefur einhver nennt að kynna sér það?



Held það sé komið nightly af CM 10.1 sem er daily use-able.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Þri 14. Maí 2013 11:32
af Fridvin
Samsung S4 Exynos kominn til sölu á aha.is en skrítið að þeir skulu ekki einu sinni setja rétta mynd af símanum.. Annars keypti ég minn úr Elko í gær og fæ hann á fimmtudaginn og get ekki beðið.. Læt Snapdragon örgjörvan duga mér. Eru komnar einhverjar skoðanir á muninum á milli þeirra ? Er t.d batteríið að endast mun lengur á Exynos útgáfunni ?

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 15. Maí 2013 17:22
af Swooper
Er að horfa á Google I/O livestream... það er að koma S4 með stock Android, sem fær uppfærslur um leið og þær koma út eins og Nexus græjur. Sökkar að vera þið sem eruð búnir að kaupa S4, ha? :lol:

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 15. Maí 2013 17:25
af hkr
Swooper skrifaði:Er að horfa á Google I/O livestream... það er að koma S4 með stock Android, sem fær uppfærslur um leið og þær koma út eins og Nexus græjur. Sökkar að vera þið sem eruð búnir að kaupa S4, ha? :lol:


S4 með stock android, unlocked bootloader, LTE og 16gb - er samt ekki viss um hvaða módel þetta er og hvaða hz hann er á fyrir LTE.

Kemur 26. júní og mun kosta $649 í google store.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 15. Maí 2013 18:50
af KermitTheFrog
Swooper skrifaði:Er að horfa á Google I/O livestream... það er að koma S4 með stock Android, sem fær uppfærslur um leið og þær koma út eins og Nexus græjur. Sökkar að vera þið sem eruð búnir að kaupa S4, ha? :lol:


Ef hann fær uppfærslur um leið og þær koma út geri ég ráð fyrir því að ég geti flashað minn á sama tíma eða nokkrum dögum síðar ef ég vil :)

Bara góðar fréttir

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 2

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 15. Maí 2013 18:50
af hfwf
KermitTheFrog skrifaði:
Swooper skrifaði:Er að horfa á Google I/O livestream... það er að koma S4 með stock Android, sem fær uppfærslur um leið og þær koma út eins og Nexus græjur. Sökkar að vera þið sem eruð búnir að kaupa S4, ha? :lol:


Ef hann fær uppfærslur um leið og þær koma út geri ég ráð fyrir því að ég geti flashað minn á sama tíma eða nokkrum dögum síðar ef ég vil :)

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 2


Nákvæmlega.

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 15. Maí 2013 19:18
af capteinninn
Fæ mér Google S4 örugglega í sumar, ég hélt samt að þeir ætluðu að kynna nýja google símann þarna sem væri framleiddur af Motorola

Re: Samsung Galaxy S IV (S4)

Sent: Mið 15. Maí 2013 19:37
af tveirmetrar
Var að ná mer í S4 í Nova áðan og mér finnst hann vera að hitna rosalega mikið við minnsta álag.
Bara ef ég er í símanum í 10 mínútur þá er hann orðinn alveg vel heitur við eyrað á mér...
Nú veit ég ekki alveg hvernig þeir eru að keyra venjulega, en ég man að ég las að þeir ættu að vera kaldari en S3 og þessi er að hitna meira við eitt símtal en S3 var að gera í Full on leikjaspilun...
Einhver að upplifa að síminn sé að hitna fljótt.
Ef ég læt hann í friði þá kólnar hann þó fljótt...