Síða 1 af 1

Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 09:02
af Halli25
Er að borga alltof mikið fyrir farsímana hjá mér og konunni og af einhverjum ástæðum breyttist 100mb net sem var margfaldað með 10x = 1GB(díll ef maður var með allt hjá Vodafone) í 25GB áskrift á 4.490 úr 1.990 kr!!

fór svo að skoða https://aurbjorg.is/#/farsimi

Tók eftir að 10GB sem nægir konunni alveg og gigantískt fyrir mig er á bara 1.990 hjá sambandinu sem er tengt Vodafone.
Eina sem stoppar mig er að fara úr áskrift og í frelsi og hef enga reynsla af sambandinu... einhverjar hryllingssögur eða góðar af þeim hjá ykkur? :fly

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 09:17
af ZiRiuS
Ef þú ert með ótakmarkað net hjá Hringdu færðu ótakmörkuð símtöl og sms ásamt 100gb farsímanet á 1990 kr.

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 09:22
af Halli25
ZiRiuS skrifaði:Ef þú ert með ótakmarkað net hjá Hringdu færðu ótakmörkuð símtöl og sms ásamt 100gb farsímanet á 1990 kr.

Vinnan borgar netið sem er hjá Vodafone svo get ekki farið í þennan pakka :(

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 09:27
af Njall_L
Sambandið er bara hipp og kúl dótturfélag Vodafone og ef þú ferð í áskrift hjá þeim gerir þú viðskiptasamning við Vodafone/Sýn. Ég hef ekki prófað þá persónulega en hef ekki heyrt neinar hryllingssögur heldur, myndi halda að þetta sé bara ágætis valkostur ef verðin eru góð.
Frétt af Stundinni: https://stundin.is/grein/9539/

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 09:52
af Hjaltiatla
Get allavegana sagt að ég var í áskrift hjá Vodafone og færði mig yfir í Frelsi (sami pakki fyrir 1000 kr minna á mánuði) og það var ekkert vandamál Það er meira segja hægt að skrá sig í sjálfvirka áfyllingu ef það hentar betur en að gera þetta handvirkt.

Er í dag hjá Nova og er að prófa þjónustuna hjá þeim, fæ frítt að hringja og senda sms (þarf að fylla á frelsið á þriggja mánaða fresti til að halda þjónustu lifandi). Ætla að reyna að komast upp með að nota eingöngu Wi-fi eins mikið og ég get til að borga ekki of mikið fyrir þjónustur sem ég þarf ekki á að halda.

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 13:25
af Lexxinn
Ég er búinn að vera hjá Sambandinu núna í 5 mánuði. Hefur gengið hnökralaust. Appið er þægilegt og hentugt að gagnamagnið safnist upp ef það er ekki notað. Á þessari stundu á ég akkurat inni 44gb - til að nota þau þarf ég þó að borga mánaðarlega, svo þegar ég virkilega þarf á 4g að halda mun þetta koma sér vel. Ég færði mig akkurat frá Nova til að spara þennan 12þ á ári + ég fæ meira gagnamagn erlendis fyrir 10gb í gegnum Sambandið heldur en hjá Nova.

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 14:27
af Fautinn
Er með netið hjá Hringdu 1 gíg. Oftast toppþjónusta - 3 gsm með 100 gíg og 1.990 þá fyrir hvern síma.

En eitt rugl hjá þeim: félagi minn fer með mini-spjaldtölvu út á land og ætlaði að fa sér simkort í það og nota í leiðinni sem vinnusíma, en þá var sagt að það væri ekki hægt, væri orðið ferðanet :( samt sem er sama og gsm er hvort eð er. Myndi kosta 2.990 að fá simkort í þetta.

Þannig að viðkomandi kom með gsm síma til Hringdu fékk kort í hann 1990 kr og tók svo kortið úr og setti í spjaldtölvuna. Skil ekki alveg þessa hugsun hjá Hringdu.

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 16:50
af beatmaster
Fautinn skrifaði:Er með netið hjá Hringdu 1 gíg. Oftast toppþjónusta - 3 gsm með 100 gíg og 1.990 þá fyrir hvern síma.

En eitt rugl hjá þeim: félagi minn fer með mini-spjaldtölvu út á land og ætlaði að fa sér simkort í það og nota í leiðinni sem vinnusíma, en þá var sagt að það væri ekki hægt, væri orðið ferðanet :( samt sem er sama og gsm er hvort eð er. Myndi kosta 2.990 að fá simkort í þetta.

Þannig að viðkomandi kom með gsm síma til Hringdu fékk kort í hann 1990 kr og tók svo kortið úr og setti í spjaldtölvuna. Skil ekki alveg þessa hugsun hjá Hringdu.


Ég fer í sumarbústað kanski tvisvar til þrisvar á ári og fer þá og skrái nýtt kort á mig til að nota í 4G Router og segi svo upp áskriftinni samdægurs, hefur aldrei verið vesen og ætti ekki að vera vesen.

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 18:51
af jonsig
Lexxinn skrifaði:Ég er búinn að vera hjá Sambandinu núna í 5 mánuði. Hefur gengið hnökralaust. Appið er þægilegt og hentugt að gagnamagnið safnist upp ef það er ekki notað. Á þessari stundu á ég akkurat inni 44gb - til að nota þau þarf ég þó að borga mánaðarlega, svo þegar ég virkilega þarf á 4g að halda mun þetta koma sér vel. Ég færði mig akkurat frá Nova til að spara þennan 12þ á ári + ég fæ meira gagnamagn erlendis fyrir 10gb í gegnum Sambandið heldur en hjá Nova.


Ég skil ekki hvernig fólk nennir svona "safnast upp" rugli, í stað þess að vera bara hjá hringdu og hafa 100gb mánaðarlega. Spurning um að semja við vinnuveitandan um að skaffa þér eitthvað annað í staðinn og segja upp vúdafún.

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 21:19
af Lexxinn
jonsig skrifaði:
Lexxinn skrifaði:Ég er búinn að vera hjá Sambandinu núna í 5 mánuði. Hefur gengið hnökralaust. Appið er þægilegt og hentugt að gagnamagnið safnist upp ef það er ekki notað. Á þessari stundu á ég akkurat inni 44gb - til að nota þau þarf ég þó að borga mánaðarlega, svo þegar ég virkilega þarf á 4g að halda mun þetta koma sér vel. Ég færði mig akkurat frá Nova til að spara þennan 12þ á ári + ég fæ meira gagnamagn erlendis fyrir 10gb í gegnum Sambandið heldur en hjá Nova.


Ég skil ekki hvernig fólk nennir svona "safnast upp" rugli, í stað þess að vera bara hjá hringdu og hafa 100gb mánaðarlega. Spurning um að semja við vinnuveitandan um að skaffa þér eitthvað annað í staðinn og segja upp vúdafún.


Þú hefur ekki rétta sín á meirihluta vinnuveitenda á Íslandi. Burt séð frá því er ég í fullu námi erlendis sem ég á ennþá 2,5 ár eftir og því ekki í neinni fastri vinnu. :fly

Mynd

Re: Sambandið reynslusögur

Sent: Mið 05. Feb 2020 21:33
af jonsig
Þetta var ekki beint að þér neitt persónulega, ég einfaldlega skil ekki hvað fær fólk til að vera með dýrari tengingar með takmarkað gagnamagn hérna í den en hafa valkost að ótakmörkuðu. Síðan þetta uppsafnaða gagnamagn sem hljómar eins og eitthvað 10árum á eftir hinum norðurlöndunum