Síða 1 af 1

Sími/net í USA

Sent: Mið 03. Ágú 2022 23:09
af dedd10
Nú bjóða símafyrirtækin herna heima uppa ferða pakka fyrir þá sem eru að fara til USA.

Hjá hringdu t.d, 990kr dagurinn og innifalið 500mb.

Hefur einhver reynslu af því að kaupa prepaid sim kort eins og t.d svona:
https://www.amazon.co.uk/T-Mobile-Unlim ... th=1&psc=1

Virðist vera mun hagstæðara heldur en svona pakki þó maður sé auðvitað ekki með sitt númer.

Einhver með reynslu af svona eða getur mælt með einhverju betra?

Re: Sími/net í USA

Sent: Fim 04. Ágú 2022 08:01
af audiophile
Þegar við fjölskyldan og tengdó vorum fyrir nokkrum árum keyptum einhver svona kort hjá TMobile til að geta hringt á milli meðan við vorum erlendis. Vorum nokkur með dual sim síma þannig íslenska kortið gat verið í á meðan. Þetta var mjög þægilegt. Í minningunni var þetta hagstæðara en get ekki svarið fyrir það.

Re: Sími/net í USA

Sent: Fim 04. Ágú 2022 16:58
af tonycool9
hvað ertu að fara að vera lengi?

í mínum lengri ferðum til bandaríkjanna fór ég alltaf í næstu verslun og fékk prepaid plan með x gb og símtölum á eitthvað klink. Ef þú ert samt að fara í viku eða minna veit ég ekki hvort það sé endilega málið, ertu að fara að vera í stórborg þar sem wifi er allstaðar? þetta veltur á svo miklu