Síða 1 af 1

Radarvari og myndavél í bíla

Sent: Mán 06. Feb 2023 20:32
af Fautinn
Sælir, hvaða radarvarar eru að koma best út í dag? Einnig var ég að fá mér nýjan bíl og hefði viljað fá góða myndavél fram/bak til að hafa upp
á öryggið. Með hverju mælið þið?

Re: Radarvari og myndavél í bíla

Sent: Mán 06. Feb 2023 21:13
af littli-Jake
Ég hef aldrei átt radarvara sjálfur en skilst að ef þetta á að gera eitthvað gagn þarf þetta að kosta helling. Annars ertu bara að fá bögg við að keyra framhjá sjálfvirkum hurðum.

Varðandi myndavél eru aðallega takmarkaður af því hvernig er að koma þeim fyrir á bílnum.

Re: Radarvari og myndavél í bíla

Sent: Þri 07. Feb 2023 07:44
af Benzmann
Ég get mælt með Escort Radarvörunum, en þeir kosta sitt
Nesradio er að selja þá

https://www.escortradar.com/
https://nesradio.is/product-category/radarvarar/

Re: Radarvari og myndavél í bíla

Sent: Þri 07. Feb 2023 08:21
af Bengal
Uniden R7

Ég hef verið með Viofo í bílnum hjá mér, það eru góðar bang for the buck myndavélar.

Re: Radarvari og myndavél í bíla

Sent: Mið 08. Feb 2023 01:04
af Kópacabana
Mæli með Nesradio, Hef alltaf verið með Passport 9500i radarvara eða Valentie One og hafa sparað mér MÖRG hundruð þúsund, en núna er maður orðinn fullorðinn svo ég sé ekki þörf fyrir Radarvara. Ég fer uppá braut til að leika mér. Mæli með því, sama hvaða bíl þú ert með.

Ef ég ætti að kaupa í dag myndi ég fá mér Escort Passport radarvara