EOL android security updates - Lineage OS?


Höfundur
Omerta
Nörd
Póstar: 139
Skráði sig: Fim 01. Nóv 2007 01:49
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

EOL android security updates - Lineage OS?

Pósturaf Omerta » Fös 27. Sep 2024 19:07

Daginn. Ég er með Sony Xperia 5 III síma sem virkar enn eins og nýr. Sé enga ástæðu til að eyða pening í nýtt tæki, nema hvað að hann fær ekki security updates lengur. Hef aldrei rootað síma áður en sé að Lineage OS er í boði fyrir þetta tiltekna tæki. Sé það sem algjört win-win að halda gömlu tæki gangandi lengur + vera laus við Google (að mestu leiti). En nú leita ég ráða hjá mönnum sem þekkja betur til. Eru einhverjir ókostir sem eru að fara framhjá mér? Ef ég set þetta upp get ég þá uppfært in phone eða þarf maður reglulega að flasha nýrri version? Auðkenni er SIM based svo það ætti að virka en hvað með t.d. Arion banka appið?

Kv,
Einn blautur á bak við eyrun.

Ps. Þekki alveg nokkra sem eru enn að nota hund gömul tæki. Er þetta kannski ekki svona mikið security issue?



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Tengdur

Re: EOL android security updates - Lineage OS?

Pósturaf hfwf » Fös 27. Sep 2024 19:47

Ef hann er officially supported, þá ætti hann a´fá OTA uppfærslur, þannig ætti ekki að vera vandamál.
En rootaðir símar eiga í vandræðum með bankaöppin, það eru til eins og xposed(magisk í dag) eða hvað þetta hét í den, sem gat bypassað þetta, veit ekki hvernig þetta er í dag allavega.
Síðast breytt af hfwf á Fös 27. Sep 2024 19:49, breytt samtals 1 sinni.