Málið er sem sagt að það kviknar ekki á skjánnum í fartölvunni hjá mér (Acer aspire 5920G, I hate thee) og mig vantar hjálp við sjúkdómsgreininguna, og það hvort það sé þess virði að gera eitthvað í þessu.
Tölvan er 3 ára, og hefur verið mikið í gangi, og því er rafhlaðan sem er upprunalegt orðið handónýtt. Hún er því alltaf háð því að vera í sambandi við rafmagn, raunar svo mjög að hún endist vart mínútu án þess.
Einn daginn þá lenti ég í því í skólanum að tengja tölvuna í innstungu sem virkaði ekki án þess að taka eftir því að það kviknaði ekki á ljósinu fyrir rafhlöðuna, og í stuttu máli þá kveikti hún á sér eðlilega en drap eðlilega á sér þegar að rafhlaðan tæmdist (á um það bil mínútu). Ég reyndi mörgum sinnum að koma henni í gang tengdri í innstungu (líka án þess að hafa rafhlöðuna í) sem virkaði þennan daginn í skólanum og hún lenti ekki í neinu hnjaski þar á milli svo það er sennilega hægt að útiloka það. Öll ljós kvikna, hún virðist ætla að koma sér í gang fyrstu 1-2 sekúndurnar, en svo kviknar ekki á skjánnum og það heyrist ekki í neinu nema harða disknum

Þegar ég kveiki á henni þá virðist hún ætla að fara eðlilega af stað fyrstu 2 sekúndurnar (heyrast öll hljóð eðlilega, ekkert birtist þó á skjá) en stoppar svo snögglega og fer í eitthvað sleep mode eða eitthvað. Þegar ég ýti svo aftur á takkan þá heyrist smá íl. Öll ljós sem eiga að vera á henni lýsa þó áfram.
Eftir að þetta gerðist hafa allar tilraunir til að koma henni í gang mistekist, þó ég viðurkenni fúslega að mér dettur nú ekki beint margt í hug til að gera í þessu.
Búið er að:
1. Reyna að fullhlaða rafhlöðuna og koma henni svo í gang
2. hafa tölvuna bara tengda í innstungu og koma henni þannig í gang
3. rjúfa straum við hana á meðan hún er að ræsa sig og reyna svo aftur
4. tengja harða diskinn við borðtölvuna, hann er í lagi
Svo hvað segið þið, er þetta rafhlaðan? skjákortið?